Fjölskyldur leikmanna urðu fyrir kynþáttahatri á Goodison Park í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 08:31 Rico Henry fagnar sigurmarki sínu fyrir Brentford á móti Everton í gær. AP/Jon Super Gærdagurinn var erfiður fyrir Everton í síðasta heimaleik tímabilsins og það lítur út fyrir að stuðningsmenn félagsins hafi orðið sér og sínum til skammar í mótlætinu. Everton missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald og missti niður 2-1 forystu í 2-3 tap á móti Brentford. Fyrir vikið er liðið langt frá því að vera öruggt með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Tveir leikmenn Brentford, þeir Rico Henry og Ivan Toney, sögðu eftir leikinn að fjölskyldur þeirra hafi þurft að sitja undir kynþáttahatri á leiknum í gær. Everton tekur ásakanir leikmanna Brentford mjög alvarlega og aðstoðar lögregluna við að finna sökudólgana. „Það er ekkert pláss í fótbolta né samfélaginu fyrir rasisma,“ sagði í yfirlýsingu frá Everton. „Við erum að aðstoða Merseyside lögregluna til að tryggja það að einstaklingurinn finnist og fái sína refsingu,“ sagði þar enn fremur. Everton have confirmed they are assisting police after two Brentford players said their families were racially abused at Goodison Park.Striker Ivan Toney and full-back Rico Henry made the allegations after the Bees' 3-2 win against Everton in the Premier League on Sunday.— BBC Sport (@BBCSport) May 15, 2022 Hinn 24 ára gamli Rico Henry skoraði sigurmark Brentford í leiknum. Hann sagði frá því á Twitter að móðir hans væri miður sín eftir að hafa orðið fyrir kynþáttahatri á leiknum. Toney sagði líka að hann myndi gera allt í sínu valdi til að finna manninn sem áreitti hans fjölskyldu á leiknum og að passa upp á það að hann fengi sína refsingu. Brentford gaf líka frá sér yfirlýsingu og sagðist ætla að styðja við bakið á Rico, Ivan og fjölskyldum þeirra. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Everton missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald og missti niður 2-1 forystu í 2-3 tap á móti Brentford. Fyrir vikið er liðið langt frá því að vera öruggt með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Tveir leikmenn Brentford, þeir Rico Henry og Ivan Toney, sögðu eftir leikinn að fjölskyldur þeirra hafi þurft að sitja undir kynþáttahatri á leiknum í gær. Everton tekur ásakanir leikmanna Brentford mjög alvarlega og aðstoðar lögregluna við að finna sökudólgana. „Það er ekkert pláss í fótbolta né samfélaginu fyrir rasisma,“ sagði í yfirlýsingu frá Everton. „Við erum að aðstoða Merseyside lögregluna til að tryggja það að einstaklingurinn finnist og fái sína refsingu,“ sagði þar enn fremur. Everton have confirmed they are assisting police after two Brentford players said their families were racially abused at Goodison Park.Striker Ivan Toney and full-back Rico Henry made the allegations after the Bees' 3-2 win against Everton in the Premier League on Sunday.— BBC Sport (@BBCSport) May 15, 2022 Hinn 24 ára gamli Rico Henry skoraði sigurmark Brentford í leiknum. Hann sagði frá því á Twitter að móðir hans væri miður sín eftir að hafa orðið fyrir kynþáttahatri á leiknum. Toney sagði líka að hann myndi gera allt í sínu valdi til að finna manninn sem áreitti hans fjölskyldu á leiknum og að passa upp á það að hann fengi sína refsingu. Brentford gaf líka frá sér yfirlýsingu og sagðist ætla að styðja við bakið á Rico, Ivan og fjölskyldum þeirra.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira