Aðdráttarafl Patreks hafði mikið að segja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2022 12:30 Predator augnablik hjá Hergeiri Grímssyni og Patreki Jóhannessyni í kynningarmyndbandi Stjörnunnar. stjarnan Hergeir Grímsson segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að hann ákvað að ganga í raðir Stjörnunnar frá Selfossi en ein sú stærsta sé tækifærið að vinna aftur með Patreki Jóhannessyni. „Þetta hefur legið í loftinu í einhvern tíma,“ sagði Hergeir í samtali við Vísi í dag. „Það eru einhverjar ástæður fyrir þessu, persónulegar og svo langaði mig að breyta til og fá aðra áskorun sem gera mig vonandi að betri leikmanni.“ Hjá Stjörnunni hittir Hergeir fyrir Patrek Jóhannesson sem þjálfaði hann á Selfossi á árunum 2017-19. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 2019. Hergeir hlakkar til að spila aftur undir stjórn Patreks. „Það hafði helling að segja. Ég vann Íslandsmeistaratitilinn með honum og finnst ótrúlega gaman að spila undir hans stjórn og vinna með honum. Það hafði mikil áhrif á þessa ákvörðun,“ sagði Hergeir. Getum gert stóra hluti Stjarnan endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur og tapaði 2-0 fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Hergeir sér sóknarfæri hjá Stjörnunni. „Ég sé hellings möguleika. Ég er viss um að við getum byggt upp mjög gott lið. Og þetta er mjög gott lið sem hefur komist í úrslitakeppnina en það vantaði kannski herslumuninn. Við getum gert stóra hluti,“ sagði Hergeir. Hann viðurkennir að það sé ekki auðvelt að yfirgefa Selfoss, félagið sem hann hefur spilað með alla ævi. „Það er mjög erfitt að fara frá Selfossi. Þetta er mitt uppeldisfélag og ég hef spilað þarna frá því ég var barn og unnið marga sigra og kynnst mikið af góðu fólki,“ sagði Hergeir. „Ég er þakklátur fyrir alla á Selfossi og þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning með þessa ákvörðun.“ Alltaf verið miðjumaður Undanfarin tvö tímabil hefur Hergeir spilað á miðjunni eftir að hafa verið í vinstra horninu árin þar á undan. Miðjan eru samt hans náttúrulegu heimkynni. „Ég hef alltaf verið miðjumaður en svo fór ég í hornið til að redda einhverju og maður stóð sig vel þar. Ég spilaði á miðjunni upp alla yngri flokka og byrjaði þar í meistaraflokki,“ sagði Hergeir. Hann segist hafa fengið tækifæri til að fara í atvinnumennsku en ekkert nógu spennandi til að stökkva á það. „Það hefur alveg verið á borðinu en ekki eitthvað sem ég var nógu hrifinn af. En ég hef ekki lokað þeim dyrum og það kemur kannski að því,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
„Þetta hefur legið í loftinu í einhvern tíma,“ sagði Hergeir í samtali við Vísi í dag. „Það eru einhverjar ástæður fyrir þessu, persónulegar og svo langaði mig að breyta til og fá aðra áskorun sem gera mig vonandi að betri leikmanni.“ Hjá Stjörnunni hittir Hergeir fyrir Patrek Jóhannesson sem þjálfaði hann á Selfossi á árunum 2017-19. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 2019. Hergeir hlakkar til að spila aftur undir stjórn Patreks. „Það hafði helling að segja. Ég vann Íslandsmeistaratitilinn með honum og finnst ótrúlega gaman að spila undir hans stjórn og vinna með honum. Það hafði mikil áhrif á þessa ákvörðun,“ sagði Hergeir. Getum gert stóra hluti Stjarnan endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur og tapaði 2-0 fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Hergeir sér sóknarfæri hjá Stjörnunni. „Ég sé hellings möguleika. Ég er viss um að við getum byggt upp mjög gott lið. Og þetta er mjög gott lið sem hefur komist í úrslitakeppnina en það vantaði kannski herslumuninn. Við getum gert stóra hluti,“ sagði Hergeir. Hann viðurkennir að það sé ekki auðvelt að yfirgefa Selfoss, félagið sem hann hefur spilað með alla ævi. „Það er mjög erfitt að fara frá Selfossi. Þetta er mitt uppeldisfélag og ég hef spilað þarna frá því ég var barn og unnið marga sigra og kynnst mikið af góðu fólki,“ sagði Hergeir. „Ég er þakklátur fyrir alla á Selfossi og þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning með þessa ákvörðun.“ Alltaf verið miðjumaður Undanfarin tvö tímabil hefur Hergeir spilað á miðjunni eftir að hafa verið í vinstra horninu árin þar á undan. Miðjan eru samt hans náttúrulegu heimkynni. „Ég hef alltaf verið miðjumaður en svo fór ég í hornið til að redda einhverju og maður stóð sig vel þar. Ég spilaði á miðjunni upp alla yngri flokka og byrjaði þar í meistaraflokki,“ sagði Hergeir. Hann segist hafa fengið tækifæri til að fara í atvinnumennsku en ekkert nógu spennandi til að stökkva á það. „Það hefur alveg verið á borðinu en ekki eitthvað sem ég var nógu hrifinn af. En ég hef ekki lokað þeim dyrum og það kemur kannski að því,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira