Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 08:31 Leikmenn Borussia Dortmund kveðja Erling Haaland í lokaleiknum hans með liðinu. Getty/Alexandre Simoes Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu. Nú lítur út fyrir að Guaridola sé tilbúinn að breyta leikstíl City-liðsins til að ná því besta fram í Haaland. Will Man City have to adapt to fit Haaland's style of play? @rwohan writes on why it might be in their best interest (@ESPNPlus) https://t.co/o10T2mg3IZ pic.twitter.com/R0hVsbTjWB— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2022 „Við munum gera allt sem við getum til að aðlagast að leikstíl Erlings. Ef hann þarf að aðlagast okkar leikstíl þá fáum við mögulega ekki fram öllum hans hæfileikum. Við verðum því að aðlagast honum,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við Premier League Productions. Haaland skoraði 86 mörk í 89 leikjum með Borussia Dortmund í öllum keppnum þar af 15 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Það voru flest stórlið Evrópu á eftir undirskrift Norðmannsins sem er aðeins 21 árs gamall en hefur þegar sannað sig sem mikil markavél bæði í þýsku deildinni og Meistaradeildinni. Guardiola on Erling Haaland: He will adapt quickly to the way we want to play. Good signing for the future, coming for many years hopefully . #MCFC I like to work with good players, they make you a good manager. Incredible young talent, we'll help him as good as possible . pic.twitter.com/cPK9P6ym3l— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2022 „Allt sem við viljum er að leikmennirnir sem við kaupum fái að njóta sína hjá okkur, bæði innan sem utan vallar. Ef hann lendir í mótlæti þá munum við styðja við bakið á honum. Það mikilvægast er að hann blómstri hjá okkur. Ég býst við engu nema að hann njóti sín hjá okkur,“ sagði Guardiola. Það verður talsverð breyting á liði City við komu Haaland sem er eins mikil nía og þær gerast en Guardiola er þekktur fyrir að leysa framherjastöðuna með falskri níu eða nýta sér kantmenn eða sókndjarfa miðjumenn til að sinna störfum fremsta manns. Nú getur Pep aftur á móti stillt upp markaskorara af guðs náð í kringum alla hröðu og léttleikandi leikmenn liðsins. Ógnvænleg tilhugsun fyrir flest önnur lið. "It's quite scary to think of the levels he could go to" Stephen Warnock says if Erling Haaland buys into Pep Guardiola's way of playing, it would be scary to think of the levels the striker can reach pic.twitter.com/RMRO2Fmtp8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Nú lítur út fyrir að Guaridola sé tilbúinn að breyta leikstíl City-liðsins til að ná því besta fram í Haaland. Will Man City have to adapt to fit Haaland's style of play? @rwohan writes on why it might be in their best interest (@ESPNPlus) https://t.co/o10T2mg3IZ pic.twitter.com/R0hVsbTjWB— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2022 „Við munum gera allt sem við getum til að aðlagast að leikstíl Erlings. Ef hann þarf að aðlagast okkar leikstíl þá fáum við mögulega ekki fram öllum hans hæfileikum. Við verðum því að aðlagast honum,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við Premier League Productions. Haaland skoraði 86 mörk í 89 leikjum með Borussia Dortmund í öllum keppnum þar af 15 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Það voru flest stórlið Evrópu á eftir undirskrift Norðmannsins sem er aðeins 21 árs gamall en hefur þegar sannað sig sem mikil markavél bæði í þýsku deildinni og Meistaradeildinni. Guardiola on Erling Haaland: He will adapt quickly to the way we want to play. Good signing for the future, coming for many years hopefully . #MCFC I like to work with good players, they make you a good manager. Incredible young talent, we'll help him as good as possible . pic.twitter.com/cPK9P6ym3l— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2022 „Allt sem við viljum er að leikmennirnir sem við kaupum fái að njóta sína hjá okkur, bæði innan sem utan vallar. Ef hann lendir í mótlæti þá munum við styðja við bakið á honum. Það mikilvægast er að hann blómstri hjá okkur. Ég býst við engu nema að hann njóti sín hjá okkur,“ sagði Guardiola. Það verður talsverð breyting á liði City við komu Haaland sem er eins mikil nía og þær gerast en Guardiola er þekktur fyrir að leysa framherjastöðuna með falskri níu eða nýta sér kantmenn eða sókndjarfa miðjumenn til að sinna störfum fremsta manns. Nú getur Pep aftur á móti stillt upp markaskorara af guðs náð í kringum alla hröðu og léttleikandi leikmenn liðsins. Ógnvænleg tilhugsun fyrir flest önnur lið. "It's quite scary to think of the levels he could go to" Stephen Warnock says if Erling Haaland buys into Pep Guardiola's way of playing, it would be scary to think of the levels the striker can reach pic.twitter.com/RMRO2Fmtp8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira