„Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2022 10:30 Þegar Rúrik og Blessings hittust fyrst. Mágarnir Rúrik Gíslason og Jóhannes Ásbjörnsson fóru á dögunum út til Malaví í austur Afríku en ástæðan fyrir heimsókninni er að Rúrik er velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpin á Íslandi. Rúrik á þar styrktarson sem heitir Blessings og langaði Rúrik að heimsækja hann. Rúrik fór út og bjó til ferðasögu til að sýna það góða starf sem unnið er í þorpunum. Fjallað var um heimsókn þeirra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Eftir heimsmeistaramótið 2018 höfðu samtökin samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að bætast í hóp Elizu Reed, Heru Björk og Vilborgu Örnu,“ segir Rúrik sem var heldur betur til í verkefnið. Blessings var þá tíu ára en er í dag fjórtán ára. Rúrik segir hann efnilegan fótboltamann og því ekki erfitt að finna eitthvað að tala um. „Það er alltaf hægt að undirbúa sig og lesa sig til en þú getur aldrei undirbúið þig að lenda á svona svæði. Við höfum öll heyrt talað um fátæk svæði í heiminum og það er búið að ala okkur upp með því frá því við vorum börn en þegar þú raunverulega kemur á svona svæði, svæði eins og við heimsóttum sem er í raun eitt allra fátækasta svæði jarðarinnar þar sem fólk lifir á undir einum dollara á dag, fimm manna fjölskylda, þá ert þú rækilega kýldur í magann. Upplifunin verður rosalega sterk og þér langar til að gefa þessu fólki allan heiminn. Þú finnur samt einnig fyrir því að það sem er verið að gera gerir gagn og það er von,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson og bætir við að hann muni aldrei gleyma þessari upplifun. Rúrik og Jóhannes fóru til Malaví og tóku upp ferðasögu. „Að labba úr fátækrahverfinu og inn í barnaþorpið er ótrúlegt og maður vildi óska þess að það væru allir þar en það eru færri sem komast að en vilja. Íslendingar eiga og standa að níu þúsund börnum á heimsvísu. Sem er miðað við okkar frægu höfðatölu frábær árangur,“ segir Jói. „Ég var í raun og veru svolítið stressaður og feiminn,“ segir Rúrik þegar hann hitti Blessings fyrst. „Ég sé það núna þegar ég horfi á þáttinn að ég veit ekki alveg hvað er að gerast þarna hjá mér en það sem maður tekur frá þessu er þvílíkur skóli. Það er rosalegt hvernig þetta hefur áhrif á mann og maður hefur rosalega þörf fyrir að tala um þetta við alla eftir á. Þetta er svo rosalega sterk upplifun og hefur svo rosalega mikil áhrif á mann,“ segir Rúrik og heldur áfram. „Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar sem hafa verið að skrifast á. En svo kemur að því að hittast og það verður töfrum líkast. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér og það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Íslendingar erlendis Malaví Hjálparstarf Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Rúrik á þar styrktarson sem heitir Blessings og langaði Rúrik að heimsækja hann. Rúrik fór út og bjó til ferðasögu til að sýna það góða starf sem unnið er í þorpunum. Fjallað var um heimsókn þeirra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Eftir heimsmeistaramótið 2018 höfðu samtökin samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að bætast í hóp Elizu Reed, Heru Björk og Vilborgu Örnu,“ segir Rúrik sem var heldur betur til í verkefnið. Blessings var þá tíu ára en er í dag fjórtán ára. Rúrik segir hann efnilegan fótboltamann og því ekki erfitt að finna eitthvað að tala um. „Það er alltaf hægt að undirbúa sig og lesa sig til en þú getur aldrei undirbúið þig að lenda á svona svæði. Við höfum öll heyrt talað um fátæk svæði í heiminum og það er búið að ala okkur upp með því frá því við vorum börn en þegar þú raunverulega kemur á svona svæði, svæði eins og við heimsóttum sem er í raun eitt allra fátækasta svæði jarðarinnar þar sem fólk lifir á undir einum dollara á dag, fimm manna fjölskylda, þá ert þú rækilega kýldur í magann. Upplifunin verður rosalega sterk og þér langar til að gefa þessu fólki allan heiminn. Þú finnur samt einnig fyrir því að það sem er verið að gera gerir gagn og það er von,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson og bætir við að hann muni aldrei gleyma þessari upplifun. Rúrik og Jóhannes fóru til Malaví og tóku upp ferðasögu. „Að labba úr fátækrahverfinu og inn í barnaþorpið er ótrúlegt og maður vildi óska þess að það væru allir þar en það eru færri sem komast að en vilja. Íslendingar eiga og standa að níu þúsund börnum á heimsvísu. Sem er miðað við okkar frægu höfðatölu frábær árangur,“ segir Jói. „Ég var í raun og veru svolítið stressaður og feiminn,“ segir Rúrik þegar hann hitti Blessings fyrst. „Ég sé það núna þegar ég horfi á þáttinn að ég veit ekki alveg hvað er að gerast þarna hjá mér en það sem maður tekur frá þessu er þvílíkur skóli. Það er rosalegt hvernig þetta hefur áhrif á mann og maður hefur rosalega þörf fyrir að tala um þetta við alla eftir á. Þetta er svo rosalega sterk upplifun og hefur svo rosalega mikil áhrif á mann,“ segir Rúrik og heldur áfram. „Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar sem hafa verið að skrifast á. En svo kemur að því að hittast og það verður töfrum líkast. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér og það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Íslendingar erlendis Malaví Hjálparstarf Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira