„Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2022 10:30 Þegar Rúrik og Blessings hittust fyrst. Mágarnir Rúrik Gíslason og Jóhannes Ásbjörnsson fóru á dögunum út til Malaví í austur Afríku en ástæðan fyrir heimsókninni er að Rúrik er velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpin á Íslandi. Rúrik á þar styrktarson sem heitir Blessings og langaði Rúrik að heimsækja hann. Rúrik fór út og bjó til ferðasögu til að sýna það góða starf sem unnið er í þorpunum. Fjallað var um heimsókn þeirra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Eftir heimsmeistaramótið 2018 höfðu samtökin samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að bætast í hóp Elizu Reed, Heru Björk og Vilborgu Örnu,“ segir Rúrik sem var heldur betur til í verkefnið. Blessings var þá tíu ára en er í dag fjórtán ára. Rúrik segir hann efnilegan fótboltamann og því ekki erfitt að finna eitthvað að tala um. „Það er alltaf hægt að undirbúa sig og lesa sig til en þú getur aldrei undirbúið þig að lenda á svona svæði. Við höfum öll heyrt talað um fátæk svæði í heiminum og það er búið að ala okkur upp með því frá því við vorum börn en þegar þú raunverulega kemur á svona svæði, svæði eins og við heimsóttum sem er í raun eitt allra fátækasta svæði jarðarinnar þar sem fólk lifir á undir einum dollara á dag, fimm manna fjölskylda, þá ert þú rækilega kýldur í magann. Upplifunin verður rosalega sterk og þér langar til að gefa þessu fólki allan heiminn. Þú finnur samt einnig fyrir því að það sem er verið að gera gerir gagn og það er von,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson og bætir við að hann muni aldrei gleyma þessari upplifun. Rúrik og Jóhannes fóru til Malaví og tóku upp ferðasögu. „Að labba úr fátækrahverfinu og inn í barnaþorpið er ótrúlegt og maður vildi óska þess að það væru allir þar en það eru færri sem komast að en vilja. Íslendingar eiga og standa að níu þúsund börnum á heimsvísu. Sem er miðað við okkar frægu höfðatölu frábær árangur,“ segir Jói. „Ég var í raun og veru svolítið stressaður og feiminn,“ segir Rúrik þegar hann hitti Blessings fyrst. „Ég sé það núna þegar ég horfi á þáttinn að ég veit ekki alveg hvað er að gerast þarna hjá mér en það sem maður tekur frá þessu er þvílíkur skóli. Það er rosalegt hvernig þetta hefur áhrif á mann og maður hefur rosalega þörf fyrir að tala um þetta við alla eftir á. Þetta er svo rosalega sterk upplifun og hefur svo rosalega mikil áhrif á mann,“ segir Rúrik og heldur áfram. „Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar sem hafa verið að skrifast á. En svo kemur að því að hittast og það verður töfrum líkast. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér og það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Íslendingar erlendis Malaví Hjálparstarf Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Rúrik á þar styrktarson sem heitir Blessings og langaði Rúrik að heimsækja hann. Rúrik fór út og bjó til ferðasögu til að sýna það góða starf sem unnið er í þorpunum. Fjallað var um heimsókn þeirra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Eftir heimsmeistaramótið 2018 höfðu samtökin samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að bætast í hóp Elizu Reed, Heru Björk og Vilborgu Örnu,“ segir Rúrik sem var heldur betur til í verkefnið. Blessings var þá tíu ára en er í dag fjórtán ára. Rúrik segir hann efnilegan fótboltamann og því ekki erfitt að finna eitthvað að tala um. „Það er alltaf hægt að undirbúa sig og lesa sig til en þú getur aldrei undirbúið þig að lenda á svona svæði. Við höfum öll heyrt talað um fátæk svæði í heiminum og það er búið að ala okkur upp með því frá því við vorum börn en þegar þú raunverulega kemur á svona svæði, svæði eins og við heimsóttum sem er í raun eitt allra fátækasta svæði jarðarinnar þar sem fólk lifir á undir einum dollara á dag, fimm manna fjölskylda, þá ert þú rækilega kýldur í magann. Upplifunin verður rosalega sterk og þér langar til að gefa þessu fólki allan heiminn. Þú finnur samt einnig fyrir því að það sem er verið að gera gerir gagn og það er von,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson og bætir við að hann muni aldrei gleyma þessari upplifun. Rúrik og Jóhannes fóru til Malaví og tóku upp ferðasögu. „Að labba úr fátækrahverfinu og inn í barnaþorpið er ótrúlegt og maður vildi óska þess að það væru allir þar en það eru færri sem komast að en vilja. Íslendingar eiga og standa að níu þúsund börnum á heimsvísu. Sem er miðað við okkar frægu höfðatölu frábær árangur,“ segir Jói. „Ég var í raun og veru svolítið stressaður og feiminn,“ segir Rúrik þegar hann hitti Blessings fyrst. „Ég sé það núna þegar ég horfi á þáttinn að ég veit ekki alveg hvað er að gerast þarna hjá mér en það sem maður tekur frá þessu er þvílíkur skóli. Það er rosalegt hvernig þetta hefur áhrif á mann og maður hefur rosalega þörf fyrir að tala um þetta við alla eftir á. Þetta er svo rosalega sterk upplifun og hefur svo rosalega mikil áhrif á mann,“ segir Rúrik og heldur áfram. „Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar sem hafa verið að skrifast á. En svo kemur að því að hittast og það verður töfrum líkast. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér og það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Íslendingar erlendis Malaví Hjálparstarf Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira