Sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar Atli Arason skrifar 22. maí 2022 13:30 Hver hreppir krúnuna? Getty Images Síðasta umferð tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni hefst núna á slaginu 15:00 og það er enn þá nóg til að keppast um á flestum vígvöllum. Hér eru sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferðinni 1. Englandsmeistari Fyrst og fremst er það titilbaráttan. Manchester City er með pálmann í höndunum hvað það varðar. Vinni liðið sinn leik gegn Aston Villa þá verður liðið meistari, ef ekki þá þarf liðið að ná jafngóðum árangri og Liverpool sem leikur á sama tíma gegn Wolves. Ef City misstígur sig gegn Villa og Liverpool vinnur sinn leik þá verður Liverpool enskur meistari en einungis einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina. 2. Fallið Watford og Norwich eru nú þegar fallin úr ensku úrvalsdeildinni en það er enn óljóst hvort Leeds eða Burnley fylgi þeim niður. Liðin tvö eru jöfn að stigum en markatala Burnley er töluvert betri en markatala Leeds. Þar munar um 20 mörk. Burnley tekur á móti Newcastle á meðan Leeds fer í heimsókn til Brentford. Leeds þarf að vinna sinn leik og treysta á að Burnley misstígi sig til að forðast fall. Burnley þarf einungis að ná jafn góðum árangri og Leeds í sínum leik til að eiga áfram sæti í úrvalsdeilinni á næsta ári. 3. Meistaradeildin Tottenham á leik gegn botnliði Norwich og jafntefli dugar Tottenham ef Arsenal vinnur ekki sinn leik gegn Everton með meira en 15 mörkum. Arsenal er tveimur stigum á Tottenham og 15 mörkum fátækari í markatölu. Það bárust hins vegar fregnir af því í vikunni að stjarna Tottenham, Harry Kane, væri veikur með hugsanlega matareitrun. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í gær að Kane muni spila á eftir. Gæti hið fræga Lasanga-Gate mál verið að endurtaka sig? 4. Sambandsdeildarslagurinn Annaðhvort Manchester United eða West Ham munu leika í Sambandsdeildinni á næsta ári á meðan hitt fer í Evrópudeildina. Manchester United er með tveggja stiga forskot á West Ham en Hamrarnir eru tíu mörkum betri í markatölu. Manchester United er í heimsókn hjá Crystal Palace á meðan West Ham fer til Brighton & Hove Albion. Vinni West Ham sinn leik þá þarf Manchester United að sigra Palace til að enda ekki í Sambandsdeildinni næsta haust. 5. Salah gegn Son Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er búinn að skora 22 mörk á tímabilinu og hefur eins marks forskot á Son Heung-min, leikmann Tottenham, í baráttunni um gullskóinn. Báðir hafa spilað 34 leiki á tímabilinu. Fari svo að leikmennirnir endi með jafn mörg mörk skoruð þá er það sá með fleiri stoðsendingar sem endar ofar og þar er Salah með 13 stoðsendingar gegn sjö frá Son. Salah er einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina, einni stoðsendingu á undan Trent Alexander-Arnold og þrem stoðsendingum á undan Andy Robertson, samherjum sínum hjá Liverpool. 6. Alisson gegn Ederson Markverðir Manchester City og Liverpool hafa báðir haldið marki sínu hreinu í 20 skipti á tímabilinu sem eru fumm skiptum meira en næsti markvörður, Hugo Lloris hjá Tottenham. Ef báðir markverðir spila og ná sama árangri í markinu þá mun Alisson hreppa gullhanskann þar sem hann hefur leikið einum leik minna í deildinni fyrir lokaumferðina, 35 gegn 36. 7. Taflan Almennt skiptir það miklu máli fyrir öll lið hvar þau enda í töflunni en það munar u.þ.b. 2,5 milljónum punda í verðlaunafé á milli hvers sætis í töflunni. Það skemmtilega í þessu er að deildin er það jöfn fyrir lokaumferðina, að öll lið geta færst til um a.m.k. eitt sæti á milli umferðar 37 og 38. Burt séð frá öllu sem hefur verið talið upp hér að ofan, þá er lokaleikur allra liða u.þ.b. 2,5 milljóna punda virði. Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
1. Englandsmeistari Fyrst og fremst er það titilbaráttan. Manchester City er með pálmann í höndunum hvað það varðar. Vinni liðið sinn leik gegn Aston Villa þá verður liðið meistari, ef ekki þá þarf liðið að ná jafngóðum árangri og Liverpool sem leikur á sama tíma gegn Wolves. Ef City misstígur sig gegn Villa og Liverpool vinnur sinn leik þá verður Liverpool enskur meistari en einungis einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina. 2. Fallið Watford og Norwich eru nú þegar fallin úr ensku úrvalsdeildinni en það er enn óljóst hvort Leeds eða Burnley fylgi þeim niður. Liðin tvö eru jöfn að stigum en markatala Burnley er töluvert betri en markatala Leeds. Þar munar um 20 mörk. Burnley tekur á móti Newcastle á meðan Leeds fer í heimsókn til Brentford. Leeds þarf að vinna sinn leik og treysta á að Burnley misstígi sig til að forðast fall. Burnley þarf einungis að ná jafn góðum árangri og Leeds í sínum leik til að eiga áfram sæti í úrvalsdeilinni á næsta ári. 3. Meistaradeildin Tottenham á leik gegn botnliði Norwich og jafntefli dugar Tottenham ef Arsenal vinnur ekki sinn leik gegn Everton með meira en 15 mörkum. Arsenal er tveimur stigum á Tottenham og 15 mörkum fátækari í markatölu. Það bárust hins vegar fregnir af því í vikunni að stjarna Tottenham, Harry Kane, væri veikur með hugsanlega matareitrun. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í gær að Kane muni spila á eftir. Gæti hið fræga Lasanga-Gate mál verið að endurtaka sig? 4. Sambandsdeildarslagurinn Annaðhvort Manchester United eða West Ham munu leika í Sambandsdeildinni á næsta ári á meðan hitt fer í Evrópudeildina. Manchester United er með tveggja stiga forskot á West Ham en Hamrarnir eru tíu mörkum betri í markatölu. Manchester United er í heimsókn hjá Crystal Palace á meðan West Ham fer til Brighton & Hove Albion. Vinni West Ham sinn leik þá þarf Manchester United að sigra Palace til að enda ekki í Sambandsdeildinni næsta haust. 5. Salah gegn Son Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er búinn að skora 22 mörk á tímabilinu og hefur eins marks forskot á Son Heung-min, leikmann Tottenham, í baráttunni um gullskóinn. Báðir hafa spilað 34 leiki á tímabilinu. Fari svo að leikmennirnir endi með jafn mörg mörk skoruð þá er það sá með fleiri stoðsendingar sem endar ofar og þar er Salah með 13 stoðsendingar gegn sjö frá Son. Salah er einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina, einni stoðsendingu á undan Trent Alexander-Arnold og þrem stoðsendingum á undan Andy Robertson, samherjum sínum hjá Liverpool. 6. Alisson gegn Ederson Markverðir Manchester City og Liverpool hafa báðir haldið marki sínu hreinu í 20 skipti á tímabilinu sem eru fumm skiptum meira en næsti markvörður, Hugo Lloris hjá Tottenham. Ef báðir markverðir spila og ná sama árangri í markinu þá mun Alisson hreppa gullhanskann þar sem hann hefur leikið einum leik minna í deildinni fyrir lokaumferðina, 35 gegn 36. 7. Taflan Almennt skiptir það miklu máli fyrir öll lið hvar þau enda í töflunni en það munar u.þ.b. 2,5 milljónum punda í verðlaunafé á milli hvers sætis í töflunni. Það skemmtilega í þessu er að deildin er það jöfn fyrir lokaumferðina, að öll lið geta færst til um a.m.k. eitt sæti á milli umferðar 37 og 38. Burt séð frá öllu sem hefur verið talið upp hér að ofan, þá er lokaleikur allra liða u.þ.b. 2,5 milljóna punda virði.
Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira