Dóri og Ari þekkjast vel og var þátturinn í raun eitt stórt uppistand þar sem þeir félagarnir fóru á kostum.
Ari er í raun meistari í því sem kallast að skítamixa saman húsgögn á heimilinu og það kom heldur betur í ljós. Verkefnið í þættinum var að lagfæra hillusamstæður inni á heimilinu sem Ari hafði áður lagað sjálfur með tímabundinni lausn.
Hér að neðan má sjá skemmtilegt atriði úr þætti gærkvöldsins.