Sjáðu öll mörkin í Bestu: Sowe bjargaði Blikum, glæsimark á Dalvík og dýrkeypt mistök Beitis Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2022 12:02 Helgi Guðjónsson og Logi Tómasson skoruðu báðir fyrir Víkinga gegn Val í gærkvöld. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Víkings unnu dýrmætan 3-1 sigur gegn Val í stórleik helgarinnar í Bestu deild karla. Mörg mörk voru skoruð um helgina og þau má öll sjá hér á Vísi. Flest mörkin voru skoruð á Kópavogsvelli eða sjö talsins, þar sem Breiðablik hélt sínu striki og vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið er núna með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. FH er aðeins með sjö stig í 7. sæti eftir óvænt tap í Keflavík en ÍBV og Leiknir eru einu liðin enn án sigurs og sitja í fallsætunum, þrátt fyrir að hafa bæði náð í stig um helgina. Víkingur vann Val 3-1 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Nicolaj Hansen skoraði fyrsta markið úr víti og þeir Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu svo framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni sem kom í mark Vals fyrir meiddan Guy Smit. Arnór Smárason klóraði í bakkann með marki úr víti í uppbótartíma. Klippa: Valur 1-3 Víkingur Breiðablik vann Fram 4-3 í bráðfjörugum leik. Kristinn Steindórsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn á 27. mínútu. Fred jafnaði svo metin fyrir Fram á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir strax í kjölfarið. Framarar jöfnuðu metin í 3-3 þegar Tiago skoraði á 68. mínútu en Omar Sowe, sem er að láni hjá Blikum frá MLS-liði New York Red Bulls, reyndist hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar skömmu fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 4-3 Fram Keflavík vann sterkan 2-1 sigur gegn FH þar sem mörkin komu öll á korters kafla í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Dani Hatakka skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, einn og óvaldaður í teignum. Klippa: Keflavík 2-1 FH Stjarnan vann 2-0 sigur gegn KA á Dalvíkurvelli. Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti í slá og inn, og Emil Atlason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann innsiglaði sigurinn. Klippa: KA 0-2 Stjarnan KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli. KR-ingar komust yfir á 10. mínútu þegar Hallur Hansson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar. Leiknir jafnaði hins vegar metin eftir slæm mistök Beitis Ólafssonar sem missti boltann til Mikkels Dahl sem þar með skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir að hafa skorað 27 mörk í Færeyjum í fyrra. Klippa: KR 1-1 Leiknir Í Vestmannaeyjum voru engin mörk skoruð í leik ÍA og ÍBV en Eyjamenn fengu þó gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason náði ekki að nýta. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Flest mörkin voru skoruð á Kópavogsvelli eða sjö talsins, þar sem Breiðablik hélt sínu striki og vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið er núna með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. FH er aðeins með sjö stig í 7. sæti eftir óvænt tap í Keflavík en ÍBV og Leiknir eru einu liðin enn án sigurs og sitja í fallsætunum, þrátt fyrir að hafa bæði náð í stig um helgina. Víkingur vann Val 3-1 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Nicolaj Hansen skoraði fyrsta markið úr víti og þeir Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu svo framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni sem kom í mark Vals fyrir meiddan Guy Smit. Arnór Smárason klóraði í bakkann með marki úr víti í uppbótartíma. Klippa: Valur 1-3 Víkingur Breiðablik vann Fram 4-3 í bráðfjörugum leik. Kristinn Steindórsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn á 27. mínútu. Fred jafnaði svo metin fyrir Fram á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir strax í kjölfarið. Framarar jöfnuðu metin í 3-3 þegar Tiago skoraði á 68. mínútu en Omar Sowe, sem er að láni hjá Blikum frá MLS-liði New York Red Bulls, reyndist hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar skömmu fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 4-3 Fram Keflavík vann sterkan 2-1 sigur gegn FH þar sem mörkin komu öll á korters kafla í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Dani Hatakka skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, einn og óvaldaður í teignum. Klippa: Keflavík 2-1 FH Stjarnan vann 2-0 sigur gegn KA á Dalvíkurvelli. Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti í slá og inn, og Emil Atlason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann innsiglaði sigurinn. Klippa: KA 0-2 Stjarnan KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli. KR-ingar komust yfir á 10. mínútu þegar Hallur Hansson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar. Leiknir jafnaði hins vegar metin eftir slæm mistök Beitis Ólafssonar sem missti boltann til Mikkels Dahl sem þar með skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir að hafa skorað 27 mörk í Færeyjum í fyrra. Klippa: KR 1-1 Leiknir Í Vestmannaeyjum voru engin mörk skoruð í leik ÍA og ÍBV en Eyjamenn fengu þó gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason náði ekki að nýta. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira