Umfjöllun og viðtöl: KR - Afturelding 1-0 | Heimakonur komnar á blað í Bestu deildinni Sindri Már Fannarsson skrifar 23. maí 2022 21:00 KR vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild kvenna í kvöld. Vísir/Vilhelm KR vann 1-0 sigur á Aftureldingu í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Þetta voru fyrstu stig KR á tímabilinu en liðin eru nú bæði með þrjú stig í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Við stjórnvölinn hjá KR voru Gunnar Einarsson, yngri flokka þjálfari hjá KR, og Arnar Páll Garðarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Jóhannesar Karls Sigursteinssonar en Jóhannes Karl sagði upp störfum í gær. Afturelding fór sterkt af stað og stjórnaði leiknum framanaf. Fyrstu 15-20 mínúturnar var Afturelding miklu betri en þegar leið á fyrri hálfleikinn kom KR sér almennilega inn í leikinn. Fyrri hálfleikur var þó að mestu tíðindalítill og fátt um færi, en rétt áður en flautað var af meiddist Jade Arianna Gentile, leikmaður Aftureldingar og hún var borin út af. Það var svipað uppi á teningnum í seinni hálfleik, hvorugt liðanna skapaði sér mikið af dauðafærum og liðin voru mest að reyna langskot fyrir utan teig. Eftir um klukkutíma leik komst Marcella Barberic ein inn fyrir vörn Aftureldingar og skaut á nærstöngina. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði en mögulega fór boltinn yfir línuna, KR-ingar vildu að minnsta kosti meina að svo væri. Eftir það róaðist leikurinn aftur niður og það var ekki mikið um færi, fyrr en á 88. mínútu þegar Marcella Barberic skoraði. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir var með boltann inni í teig og gaf á Marcellu, með viðkomu í varnarmann. Marcella steig framhjá Auði í markinu og skoraði. 1-0 lokatölur og fyrstu stig KR í sumar staðreynd. Af hverju vann KR? Þetta var nú nokkuð jafn leikur á heildina litið og hefði svosem getað dottið öðru hvoru megin. Bæði lið skutu aðallega fyrir utan teig og sköpuðu sér fá dauðafæri. Á öðrum degi hefði Aftureldingarkonur getað unnið þennan leik, hefðu þær nýtt sín færi. Hverjar stóðu upp úr? Rasamee Phonsongkham átti góðan leik í KR-treyjunni og stóð upp úr. Hún skapaði flest alvöru færi KR-inga og var sterk í föstum leikatriðum með flottar sendingar inn á teig. Hvað gekk illa? Frammistaða beggja liða á þriðja vallarhluta. Færin í leiknum voru fá með löngu millibili og flestar sóknir enduðu á því að framherjar létu einfaldlega vaða þegar varnarmenn sóttu að þeim. Aftur og aftur misstu framherjar boltann rétt fyrir framan teig andstæðinganna og enduðu þannig sóknirnar sínar. Hvað gerist næst? Liðin eru nú jöfn að stigum í neðstu tveimur sætum deildarinnar, en Afturelding er með talsvert betri markatölu. Afturelding fær Breiðablik í heimsókn í sjöundu umferð en KR mætir Selfossi á JÁVERK-vellinum. „Við þurfum að gera miklu betur en það ef við ætlum að vera í þessari deild áfram“ Hildur Karítas gekk í raðir Aftureldingar fyrir tímabilið.Afturelding Hildur Karítas Gunnarsdóttir, leikamaður Aftureldingar, mætti í viðtal eftir leik en enginn í þjálfarateymi Aftureldingar vildi gefa kost á sér. Hildur Karítas var ekki sátt með frammistöðu Aftureldingar í kvöld. „Þetta er bara glatað. Við vitum best sjálfar að við þurfum að gera miklu betur en það ef við ætlum að vera í þessari deild áfram. Við byrjuðum fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar miklu betur og hefðum bara átt að klára þetta í fyrri hálfleik og skora mörk. En svo fórum við bara að sparka boltanum hátt upp og það einhvernveginn gengur ekki fyrir okkur.“ Hildur Karítas segist ekki hafa séð hvort að boltinn hafi farið inn þegar KR-ingar vildu fá mark. „Ég er of langt frá til að sjá þetta þannig að ég bara hef ekki hugmynd. Ég treysti bara að Auður hafi varið þetta.“ Aðspurð að því hvort hún vissi hvers vegna þjálfarateymið hefði ekki gefið kost á sér í viðtal sagði Hildur einfaldlega: „Nei, ég veit ekki.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna KR Afturelding
KR vann 1-0 sigur á Aftureldingu í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Þetta voru fyrstu stig KR á tímabilinu en liðin eru nú bæði með þrjú stig í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Við stjórnvölinn hjá KR voru Gunnar Einarsson, yngri flokka þjálfari hjá KR, og Arnar Páll Garðarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Jóhannesar Karls Sigursteinssonar en Jóhannes Karl sagði upp störfum í gær. Afturelding fór sterkt af stað og stjórnaði leiknum framanaf. Fyrstu 15-20 mínúturnar var Afturelding miklu betri en þegar leið á fyrri hálfleikinn kom KR sér almennilega inn í leikinn. Fyrri hálfleikur var þó að mestu tíðindalítill og fátt um færi, en rétt áður en flautað var af meiddist Jade Arianna Gentile, leikmaður Aftureldingar og hún var borin út af. Það var svipað uppi á teningnum í seinni hálfleik, hvorugt liðanna skapaði sér mikið af dauðafærum og liðin voru mest að reyna langskot fyrir utan teig. Eftir um klukkutíma leik komst Marcella Barberic ein inn fyrir vörn Aftureldingar og skaut á nærstöngina. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði en mögulega fór boltinn yfir línuna, KR-ingar vildu að minnsta kosti meina að svo væri. Eftir það róaðist leikurinn aftur niður og það var ekki mikið um færi, fyrr en á 88. mínútu þegar Marcella Barberic skoraði. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir var með boltann inni í teig og gaf á Marcellu, með viðkomu í varnarmann. Marcella steig framhjá Auði í markinu og skoraði. 1-0 lokatölur og fyrstu stig KR í sumar staðreynd. Af hverju vann KR? Þetta var nú nokkuð jafn leikur á heildina litið og hefði svosem getað dottið öðru hvoru megin. Bæði lið skutu aðallega fyrir utan teig og sköpuðu sér fá dauðafæri. Á öðrum degi hefði Aftureldingarkonur getað unnið þennan leik, hefðu þær nýtt sín færi. Hverjar stóðu upp úr? Rasamee Phonsongkham átti góðan leik í KR-treyjunni og stóð upp úr. Hún skapaði flest alvöru færi KR-inga og var sterk í föstum leikatriðum með flottar sendingar inn á teig. Hvað gekk illa? Frammistaða beggja liða á þriðja vallarhluta. Færin í leiknum voru fá með löngu millibili og flestar sóknir enduðu á því að framherjar létu einfaldlega vaða þegar varnarmenn sóttu að þeim. Aftur og aftur misstu framherjar boltann rétt fyrir framan teig andstæðinganna og enduðu þannig sóknirnar sínar. Hvað gerist næst? Liðin eru nú jöfn að stigum í neðstu tveimur sætum deildarinnar, en Afturelding er með talsvert betri markatölu. Afturelding fær Breiðablik í heimsókn í sjöundu umferð en KR mætir Selfossi á JÁVERK-vellinum. „Við þurfum að gera miklu betur en það ef við ætlum að vera í þessari deild áfram“ Hildur Karítas gekk í raðir Aftureldingar fyrir tímabilið.Afturelding Hildur Karítas Gunnarsdóttir, leikamaður Aftureldingar, mætti í viðtal eftir leik en enginn í þjálfarateymi Aftureldingar vildi gefa kost á sér. Hildur Karítas var ekki sátt með frammistöðu Aftureldingar í kvöld. „Þetta er bara glatað. Við vitum best sjálfar að við þurfum að gera miklu betur en það ef við ætlum að vera í þessari deild áfram. Við byrjuðum fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar miklu betur og hefðum bara átt að klára þetta í fyrri hálfleik og skora mörk. En svo fórum við bara að sparka boltanum hátt upp og það einhvernveginn gengur ekki fyrir okkur.“ Hildur Karítas segist ekki hafa séð hvort að boltinn hafi farið inn þegar KR-ingar vildu fá mark. „Ég er of langt frá til að sjá þetta þannig að ég bara hef ekki hugmynd. Ég treysti bara að Auður hafi varið þetta.“ Aðspurð að því hvort hún vissi hvers vegna þjálfarateymið hefði ekki gefið kost á sér í viðtal sagði Hildur einfaldlega: „Nei, ég veit ekki.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti