Dóttir Mo Salah heldur áfram að skora fyrir framan Kop-stúkuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 13:00 Mohamed Salah leikur sér við dóttur sína Makka á Anfield en eiginkonan Maggi og yngri dóttirin Kayan fylgjast með. EPA-EFE/PETER POWELL Liverpool stuðningsmenn fengu ekki að fagna titlinum eftir lokaleikinn á Anfield en misstu ekki af tækifærinu að hylla elstu dóttur markahetjunnar sinnar. Mohamed Salah átti magnað tímabil þótt að hann hafi ekki verið kosinn leikmaður ársins eða orðið enskur meistari. Egypski framherjinn var bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá sem gaf flestar stoðsendingar á tímabilinu. Salah skoraði eitt marka Liverpool í lokaleiknum þar sem liðið vann 3-1 sigur á Úlfunum á Anfield. Eftir leikinn þökkuðu leikmenn Liverpool stuðningsmönnum sínum fyrir tímabilið og þeir voru þar að venju með fjölskyldum sínum. Some things never changed with makka Mohamed salah Between 2019 till 2022 pic.twitter.com/jXusjqtH2t— safa kadhim (@safakadhim87) May 23, 2022 Það þýddi náttúrulega bara eitt en þar að dóttir Mohamed Salah var mætt á svæðið til að halda við hefð sinni. Makka er elsta barn Salah, fædd árið 2014 og skírð í höfuðið á borginni Mekka, sem er heilagur staður Múslima. Makka byrjaði á þessu eftir sigur á Brighton í lokaleiknum á 2017-18 tímabilinu og endurtók það eftir sigur á Wolves í lokaleik 2018-19 tímabilsins. Kórónuveiran var síðan eitthvað að trufla en Makka var á sínum stað á sunnudaginn. Makka rakti boltann upp að markinu og skoraði fyrir framan Kop-stúkuna við gríðarlegan fönguð stuðningsmannanna. Hún er nú orðin átta ára gömul og hefur greinilega gaman af því að fá orku og gleði frá hörðustu stuðningsmönnum Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá lokadeginum, bæði aðdraganda leiksins, önnur sjónarhorn á mörkin sem og hátíðina eftir leikinn. Það varð ekki sigurhátíð eins og flestir voru að vonast til en mikil gleði engu að síður. Atvikið með Makka og markið má sjá eftir 16 mínútur og 45 sekúndur um það bil. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kn5qaeZW96g">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Mohamed Salah átti magnað tímabil þótt að hann hafi ekki verið kosinn leikmaður ársins eða orðið enskur meistari. Egypski framherjinn var bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá sem gaf flestar stoðsendingar á tímabilinu. Salah skoraði eitt marka Liverpool í lokaleiknum þar sem liðið vann 3-1 sigur á Úlfunum á Anfield. Eftir leikinn þökkuðu leikmenn Liverpool stuðningsmönnum sínum fyrir tímabilið og þeir voru þar að venju með fjölskyldum sínum. Some things never changed with makka Mohamed salah Between 2019 till 2022 pic.twitter.com/jXusjqtH2t— safa kadhim (@safakadhim87) May 23, 2022 Það þýddi náttúrulega bara eitt en þar að dóttir Mohamed Salah var mætt á svæðið til að halda við hefð sinni. Makka er elsta barn Salah, fædd árið 2014 og skírð í höfuðið á borginni Mekka, sem er heilagur staður Múslima. Makka byrjaði á þessu eftir sigur á Brighton í lokaleiknum á 2017-18 tímabilinu og endurtók það eftir sigur á Wolves í lokaleik 2018-19 tímabilsins. Kórónuveiran var síðan eitthvað að trufla en Makka var á sínum stað á sunnudaginn. Makka rakti boltann upp að markinu og skoraði fyrir framan Kop-stúkuna við gríðarlegan fönguð stuðningsmannanna. Hún er nú orðin átta ára gömul og hefur greinilega gaman af því að fá orku og gleði frá hörðustu stuðningsmönnum Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá lokadeginum, bæði aðdraganda leiksins, önnur sjónarhorn á mörkin sem og hátíðina eftir leikinn. Það varð ekki sigurhátíð eins og flestir voru að vonast til en mikil gleði engu að síður. Atvikið með Makka og markið má sjá eftir 16 mínútur og 45 sekúndur um það bil. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kn5qaeZW96g">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira