„Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. maí 2022 12:01 Kristín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Listvals í Kaupmannahöfn og eigendur Listvals, Elísabet Alma Svendsen og Helga Björg Kjerúlf á sýningunni í íslenska sendiráðinu. Aníta Eldjárn Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals. Helga Hauksdóttir, sendiherra, opnaði sýninguna sem stendur til 15. september 2022. Fjórir íslenskir myndlistarmenn taka þátt, þau Georg Óskar, Hulda Vilhjálmsdóttir, Kristín Morthens og Steingrímur Gauti Ingólfsson. Fv. Myndlistarmennirnir Steingrímur Gauti Ingólfsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Kristín Morthens og Georg Óskar.Aníta Eldjárn Titill sýningarinnar Mens et Manus er á latínu og þýðir „hugur og hönd“. Með titlinum vísa sýningarstjórar í hugarheim myndlistarmannanna sem eiga það sameiginlegt að vinna út frá þeirra eigin tilfinningum, upplifunum og umhverfi þar sem sköpunarferlið sjálft, tilviljanir og hugskot leiða þau áfram í átt að lokaniðurstöðu, hver á sinn ólíka hátt. Færa myndlistina nær fólki „Markmið Listval frá upphafi hefur verið að færa myndlistina nær fólki og í þessu tilfelli almenningi í Kaupmannahöfn,“ segja þær Helga og Elísabet. „Við vorum búnar að vera í sambandi við Kristínu Kristjánsdóttur, sem er búsett í Kaupmannahöfn og sérhæfir sig meðal annars í menningarstjórnun, um hugsanlegt samstarf og hún átti svo frumkvæði af því að sýna í þessu fallega rými íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn.“ F.v. Steingrímur Gauti Ingólfsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Elísabet Alma Svendsen, Kristín Kristjánsdóttir, Kristín Morthens, Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Georg Óskar og Helga Björg Kjerúlf.Aníta Eldjárn Þær segja samstarfið rétt að byrja og að ýmislegt spennandi sé á döfinni. „Kristín er nú okkar tengiliður þar og verkefnastjóri verkefnisins fyrir hönd Listvals. Rýmið sjálft hentar mjög vel fyrir sýningar og þangað koma Íslendingar í allskonar erindagjörðum. Sýningin blasir þannig við þeim sem leggja leið sína í sendiráðið en líka við þeim sem eiga leið hjá. Handan við hornið er matarmarkaður og ótal veitinga- og kaffihús. Það er því vel þess virði að gera sér ferð í þetta gamla hafnarsvæði í Kaupmannahöfn og heimsækja Norðurbryggju sem hýsir bæði sendiráð Íslands og sameiginlegt menningarsetur Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga.“ Margt var um manninn á opnuninni og lagðist sýningin vel í gesti.Aníta Eldjárn Mismunandi birtingarmyndir myndlistar Með þessari sýningaröð segjast Helga og Elísabet ætla að leggja áherslu á fjölbreytileikan sem myndlistin býr yfir. „Sýningin Mens et Manus er sú fyrsta í ákveðinni sýningaröð þar sem við ætlum að draga fram mismunandi birtingarmyndir myndlistar eftir til dæmis miðli, tækni eða efni. Á þessari sýningu var það ákveðin tækni sem að við vildum draga fram, eða ástand. Málaralist sem einkennist að sjálfsprottinni og óheftri tjáningu þar sem hugskot, minningar og innsæið er það sem stjórnar penslinum. Mens et Manus er latína og þýðir á íslensku „hugur og hönd“. Titill sýningarinnar vísar þannig í sköpunarferli myndlistarmannanna fjögurra og hugarheim þeirra. Augnablikið, ástandið og hughrifin leiða þau áfram í átt á að lokaniðurstöðu, hver á sinn ólíka hátt. Næsta sýning mun svo snúast um eitthvað allt annað. Allt opið en það er líka það skemmtilega við þetta verkefni, myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm.“ Gestir virða fyrir sér listina á opnuninni og Gísli Galdur Þorgeirsson, tónlistarmaður og plötusnúður, sá um tónlist.Aníta Eldjárn Sýningin er opin virka daga frá klukkan 9-16 og stendur sem áður segir til 15. september næstkomandi. Andrea Magnus, Hafþór Þorleifsson og Helga Hauksdóttir, sendiherra. Aníta Eldjárn Elísabet Gunnarsdóttir og Elísabet Alma Svendsen.Aníta Eldjárn Frá opnun Mens et Manus.Aníta Eldjárn Myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Kristín Morthens.Aníta Eldjárn Myndlistarmaðurinn Steingrímur Gauti Ingólfsson.Aníta Eldjárn Georg Óskar, myndlistarmaður.Aníta Eldjárn Sandra Gunnarsdóttir og Marta Kjartansdóttir.Aníta Eldjárn Myndlist Menning Danmörk Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Helga Hauksdóttir, sendiherra, opnaði sýninguna sem stendur til 15. september 2022. Fjórir íslenskir myndlistarmenn taka þátt, þau Georg Óskar, Hulda Vilhjálmsdóttir, Kristín Morthens og Steingrímur Gauti Ingólfsson. Fv. Myndlistarmennirnir Steingrímur Gauti Ingólfsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Kristín Morthens og Georg Óskar.Aníta Eldjárn Titill sýningarinnar Mens et Manus er á latínu og þýðir „hugur og hönd“. Með titlinum vísa sýningarstjórar í hugarheim myndlistarmannanna sem eiga það sameiginlegt að vinna út frá þeirra eigin tilfinningum, upplifunum og umhverfi þar sem sköpunarferlið sjálft, tilviljanir og hugskot leiða þau áfram í átt að lokaniðurstöðu, hver á sinn ólíka hátt. Færa myndlistina nær fólki „Markmið Listval frá upphafi hefur verið að færa myndlistina nær fólki og í þessu tilfelli almenningi í Kaupmannahöfn,“ segja þær Helga og Elísabet. „Við vorum búnar að vera í sambandi við Kristínu Kristjánsdóttur, sem er búsett í Kaupmannahöfn og sérhæfir sig meðal annars í menningarstjórnun, um hugsanlegt samstarf og hún átti svo frumkvæði af því að sýna í þessu fallega rými íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn.“ F.v. Steingrímur Gauti Ingólfsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Elísabet Alma Svendsen, Kristín Kristjánsdóttir, Kristín Morthens, Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Georg Óskar og Helga Björg Kjerúlf.Aníta Eldjárn Þær segja samstarfið rétt að byrja og að ýmislegt spennandi sé á döfinni. „Kristín er nú okkar tengiliður þar og verkefnastjóri verkefnisins fyrir hönd Listvals. Rýmið sjálft hentar mjög vel fyrir sýningar og þangað koma Íslendingar í allskonar erindagjörðum. Sýningin blasir þannig við þeim sem leggja leið sína í sendiráðið en líka við þeim sem eiga leið hjá. Handan við hornið er matarmarkaður og ótal veitinga- og kaffihús. Það er því vel þess virði að gera sér ferð í þetta gamla hafnarsvæði í Kaupmannahöfn og heimsækja Norðurbryggju sem hýsir bæði sendiráð Íslands og sameiginlegt menningarsetur Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga.“ Margt var um manninn á opnuninni og lagðist sýningin vel í gesti.Aníta Eldjárn Mismunandi birtingarmyndir myndlistar Með þessari sýningaröð segjast Helga og Elísabet ætla að leggja áherslu á fjölbreytileikan sem myndlistin býr yfir. „Sýningin Mens et Manus er sú fyrsta í ákveðinni sýningaröð þar sem við ætlum að draga fram mismunandi birtingarmyndir myndlistar eftir til dæmis miðli, tækni eða efni. Á þessari sýningu var það ákveðin tækni sem að við vildum draga fram, eða ástand. Málaralist sem einkennist að sjálfsprottinni og óheftri tjáningu þar sem hugskot, minningar og innsæið er það sem stjórnar penslinum. Mens et Manus er latína og þýðir á íslensku „hugur og hönd“. Titill sýningarinnar vísar þannig í sköpunarferli myndlistarmannanna fjögurra og hugarheim þeirra. Augnablikið, ástandið og hughrifin leiða þau áfram í átt á að lokaniðurstöðu, hver á sinn ólíka hátt. Næsta sýning mun svo snúast um eitthvað allt annað. Allt opið en það er líka það skemmtilega við þetta verkefni, myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm.“ Gestir virða fyrir sér listina á opnuninni og Gísli Galdur Þorgeirsson, tónlistarmaður og plötusnúður, sá um tónlist.Aníta Eldjárn Sýningin er opin virka daga frá klukkan 9-16 og stendur sem áður segir til 15. september næstkomandi. Andrea Magnus, Hafþór Þorleifsson og Helga Hauksdóttir, sendiherra. Aníta Eldjárn Elísabet Gunnarsdóttir og Elísabet Alma Svendsen.Aníta Eldjárn Frá opnun Mens et Manus.Aníta Eldjárn Myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Kristín Morthens.Aníta Eldjárn Myndlistarmaðurinn Steingrímur Gauti Ingólfsson.Aníta Eldjárn Georg Óskar, myndlistarmaður.Aníta Eldjárn Sandra Gunnarsdóttir og Marta Kjartansdóttir.Aníta Eldjárn
Myndlist Menning Danmörk Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira