„Annars deyr maður út af þessu“ Elísabet Hanna skrifar 27. maí 2022 11:31 Valdimar Róbertsson og Róbert Jóhannsson. vísir/vilhelm Róbert Jóhannsson, fréttamaður og þjálfari, greindist með krabbamein í ristli og við endaþarm undir lok síðasta árs. Valdimar Högni Róbertsson, sonur hans er aðeins níu ára og byrjaði með hlaðvarpið „Að eiga mömmu eða pabba með krabba“ til þess að hjálpa sér og öðrum að komast í gegnum veikindin. „Að eiga mömmu eða pabba með krabba“ „Mér fannst það fyrst mjög erfitt en núna finnst mér gott að tala um þetta,“ segir Valdimar sem, líkt og áður sagði, er níu ára og bætir við: „Líka að tala bara um þetta við matarborðið, þó það líði ekki öllum endilega vel að tala um þetta að þá skiptir það samt máli“. View this post on Instagram A post shared by Róbert Jóhannsson (@grammbert) Róbert og eiginkona hans Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir eiga saman fjögur börn og er Valdimar yngstur þeirra, nema kötturinn sé talinn með líkt og hann kýs að gera. Valdimar hefur fengið að fara með föður sínum í geislameðferð þar sem hann sá tækið skjóta geislum og segir það hafa verið afar áhugavert. „Það er ekki bara hægt að segja þessu að fara,“ segir hann. „Annars deyr maður útaf þessu, það þarf að gera eitthvað í þessu“ Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir settist niður með feðgunum í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Hlaðvarpið er framleitt af Krafti í samstarfi við Vísi. Klippa: Fokk ég er með Krabbamein - Hlakka til þegar krabba-pabbi er farinn Gerðist hratt Róbert fann fyrir óþægindum undir lok október í fyrra og fór á læknavaktina í kjölfarið og var það upphafið að hans vegferð í veikindunum. Sérfræðingurinn sem hann fór til var viss um að um illkynja æxli væri að ræða, sem reyndist rétt, þrátt fyrir að tvö sýni í upphafi ferlisins hafi sýnt fram á annað. Helgina eftir var hann strax kominn af stað í það verkefni að losa sig við meinið sem hann fékk snemma að vita að væri líklega læknanlegt. Róbert hefur nú lokið við tuttugu skipti í geislameðferð og er í sex skipta lyfjameðferð en hún er þriggja vikna kúr í senn. View this post on Instagram A post shared by Kraftur (@krafturcancer) Börnin með margar spurningar „Við vissum að þau væru með spurningar og við vissum að við gætum ekki svarað þeim,“ segir Róbert um fundinn sem þau pöntuðu með læknum fyrir börnin sín. Hann segir það hafa verið frábært að geta sest niður með þeim og fengið öll svörin og fundu þau andrúmsloftið léttast eftir hann því þá var minni óvissa. Gott að tala um tilfinningarnar „Það er allt í lagi að vera skíthræddur eða kvíðinn,“ segir Róbert og segir allar tilfinningar eigi sér skýringar og það sé gott að tala um þær. Hann vill líka hvetja aðra til þess að vera opin við börnin sín „Þau skynja alveg að þú eigir í erfiðleikum, sama hverjir þeir eru, segðu bara frá þeim,“ segir hann og telur það betra fyrir börnin af vita afhverju eitthvað er öðruvísi á heimilinu. Erfitt að vita af þessu öll þessi ár Þrátt fyrir að allt hafi gerst frekar hratt frá því að grunur kviknaði um krabbameinið virðist aðdragandinn hafa verið langur. „Mest pirrandi var þegar að læknirinn segir að þetta sé búið að fá að grassera þarna í ein tíu ár, án þess að maður finni neitt,“ segir Róbert. „Þetta er búið að vera lengur en ég er búinn að vera til,“ bætir Valdimar sakleysislega við. „Orðið fjögurra cm stórt þegar að maður loksins tekur eftir einhverju, það gerir mig brjálaðann,“ segir Róbert Ætla að gráta úr gleði Valdimar er spenntur fara með pabba sínum í sund og til útlanda eftir að krabbameinið fer og ætla þeir feðgar að gráta saman úr gleði þegar þar að kemur. Fjölskyldan ætlar að fagna því að „pabbi-pabbi sé kominn aftur og krabba-pabbi sé farinn“ eins og Valdimar orðaði það. Fokk ég er með krabbamein Heilsa Tengdar fréttir „Orðin sköllótt og þekki sjálfa mig ekki lengur“ Halla Dagný Úlfsdóttir hefur þrisvar sinnum greinst með krabbamein en hún er aðeins 28 ára gömul. Hún greindist fyrst fyrir fjórum árum með leghálskrabbamein á fjórða stigi, síðar sama ár greinist hún aftur og í þriðja skiptið í lok árs 2020. 20. maí 2022 10:31 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
„Að eiga mömmu eða pabba með krabba“ „Mér fannst það fyrst mjög erfitt en núna finnst mér gott að tala um þetta,“ segir Valdimar sem, líkt og áður sagði, er níu ára og bætir við: „Líka að tala bara um þetta við matarborðið, þó það líði ekki öllum endilega vel að tala um þetta að þá skiptir það samt máli“. View this post on Instagram A post shared by Róbert Jóhannsson (@grammbert) Róbert og eiginkona hans Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir eiga saman fjögur börn og er Valdimar yngstur þeirra, nema kötturinn sé talinn með líkt og hann kýs að gera. Valdimar hefur fengið að fara með föður sínum í geislameðferð þar sem hann sá tækið skjóta geislum og segir það hafa verið afar áhugavert. „Það er ekki bara hægt að segja þessu að fara,“ segir hann. „Annars deyr maður útaf þessu, það þarf að gera eitthvað í þessu“ Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir settist niður með feðgunum í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Hlaðvarpið er framleitt af Krafti í samstarfi við Vísi. Klippa: Fokk ég er með Krabbamein - Hlakka til þegar krabba-pabbi er farinn Gerðist hratt Róbert fann fyrir óþægindum undir lok október í fyrra og fór á læknavaktina í kjölfarið og var það upphafið að hans vegferð í veikindunum. Sérfræðingurinn sem hann fór til var viss um að um illkynja æxli væri að ræða, sem reyndist rétt, þrátt fyrir að tvö sýni í upphafi ferlisins hafi sýnt fram á annað. Helgina eftir var hann strax kominn af stað í það verkefni að losa sig við meinið sem hann fékk snemma að vita að væri líklega læknanlegt. Róbert hefur nú lokið við tuttugu skipti í geislameðferð og er í sex skipta lyfjameðferð en hún er þriggja vikna kúr í senn. View this post on Instagram A post shared by Kraftur (@krafturcancer) Börnin með margar spurningar „Við vissum að þau væru með spurningar og við vissum að við gætum ekki svarað þeim,“ segir Róbert um fundinn sem þau pöntuðu með læknum fyrir börnin sín. Hann segir það hafa verið frábært að geta sest niður með þeim og fengið öll svörin og fundu þau andrúmsloftið léttast eftir hann því þá var minni óvissa. Gott að tala um tilfinningarnar „Það er allt í lagi að vera skíthræddur eða kvíðinn,“ segir Róbert og segir allar tilfinningar eigi sér skýringar og það sé gott að tala um þær. Hann vill líka hvetja aðra til þess að vera opin við börnin sín „Þau skynja alveg að þú eigir í erfiðleikum, sama hverjir þeir eru, segðu bara frá þeim,“ segir hann og telur það betra fyrir börnin af vita afhverju eitthvað er öðruvísi á heimilinu. Erfitt að vita af þessu öll þessi ár Þrátt fyrir að allt hafi gerst frekar hratt frá því að grunur kviknaði um krabbameinið virðist aðdragandinn hafa verið langur. „Mest pirrandi var þegar að læknirinn segir að þetta sé búið að fá að grassera þarna í ein tíu ár, án þess að maður finni neitt,“ segir Róbert. „Þetta er búið að vera lengur en ég er búinn að vera til,“ bætir Valdimar sakleysislega við. „Orðið fjögurra cm stórt þegar að maður loksins tekur eftir einhverju, það gerir mig brjálaðann,“ segir Róbert Ætla að gráta úr gleði Valdimar er spenntur fara með pabba sínum í sund og til útlanda eftir að krabbameinið fer og ætla þeir feðgar að gráta saman úr gleði þegar þar að kemur. Fjölskyldan ætlar að fagna því að „pabbi-pabbi sé kominn aftur og krabba-pabbi sé farinn“ eins og Valdimar orðaði það.
Fokk ég er með krabbamein Heilsa Tengdar fréttir „Orðin sköllótt og þekki sjálfa mig ekki lengur“ Halla Dagný Úlfsdóttir hefur þrisvar sinnum greinst með krabbamein en hún er aðeins 28 ára gömul. Hún greindist fyrst fyrir fjórum árum með leghálskrabbamein á fjórða stigi, síðar sama ár greinist hún aftur og í þriðja skiptið í lok árs 2020. 20. maí 2022 10:31 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
„Orðin sköllótt og þekki sjálfa mig ekki lengur“ Halla Dagný Úlfsdóttir hefur þrisvar sinnum greinst með krabbamein en hún er aðeins 28 ára gömul. Hún greindist fyrst fyrir fjórum árum með leghálskrabbamein á fjórða stigi, síðar sama ár greinist hún aftur og í þriðja skiptið í lok árs 2020. 20. maí 2022 10:31
„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31
„Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56