Höddi Magg til liðs við RÚV Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 16:03 Hörður Magnússon, fyrrum Pepsi-markastjóri. Hann mun sitja hinu megin borðsins sem álitsgjafi hjá RÚV. Vísir/Ernir Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. „If you can‘t beat them, join them“ sagði Höddi í færslu á Facebook og er fullur tilhlökkunar að fá að takast aftur á við íslenska boltann með góðu fólki. Höddi sem er vanur því að stýra slíkri umfjöllun eða vera í stöðu hlutlauss lýsanda, mun loksins fá að láta gamminn geisa og mun líklega ekki sitja á skoðunum sínum. Hann segir annars eðlis að vera álitsgjafi en stjórnandi í slíkum umræðuþáttum. „Maður hefur svolítið meira frelsi sem álitsgjafi, getur bara sagt sína skoðun á hlutunum umbúðarlaust. Það er bara mjög gaman“ sagði Höddi í samtali við Vísi. „Mér bauðst þetta tækifæri og stökk á það, þeir Magnús Gylfason og Logi Ólafsson verða álitsgjafar með mér þannig að þetta er stórskotalið.“ 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru af stað í gær en karlamegin fer í kvöld fram stórleikur Stjörnunnar og KR. Þá verður annar stórleikur á föstudag þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. 32-liða úrslitin kvennamegin hefjast síðan á föstudag. Lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Viaplay Það er þó ýmislegt annað á döfinni hjá Hödda en hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sjálfum Stade de France í París næstkomandi laugardag á Viaplay sem deilir sjónvarpsréttinum að Meistaradeildinni með Stöð 2 Sport. Í París mætast stálin stinn er Liverpool mætir Real Madrid í einum stærsta leik tímabilsins. Hörður, sem er grjótharður stuðningsmaður Liverpool, segist búast við sigri Liverpool en þeir rauðklæddu eiga harma að hefna eftir tap gegn spænsku meisturunum í sama úrslitaleik í Kænugarði árið 2018. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun lýsa úrslitaleiknum með Hödda. Hann á ágætis minningar frá Stade de france, eins og við hin. Vísir/Vilhelm Það mun síðan enginn aukvisi lýsa leiknum með Herði en honum til halds og trausts verður sjálfur Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Heimi ætti að takast ágætlega til við verkið ef það verður eitthvað í líkingu við heimsókn hans á Stade de France þann 22. júní 2016. Þá lagði íslenska karlalandsliðið Austurríki að velli með tveimur mörkum gegn einu og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Höddi heldur síðan til Ísrael til lýsa leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júni, en Viaplay tryggði sér nýverið sýningarréttinn á leikjum landsliðsins til sex ára. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
„If you can‘t beat them, join them“ sagði Höddi í færslu á Facebook og er fullur tilhlökkunar að fá að takast aftur á við íslenska boltann með góðu fólki. Höddi sem er vanur því að stýra slíkri umfjöllun eða vera í stöðu hlutlauss lýsanda, mun loksins fá að láta gamminn geisa og mun líklega ekki sitja á skoðunum sínum. Hann segir annars eðlis að vera álitsgjafi en stjórnandi í slíkum umræðuþáttum. „Maður hefur svolítið meira frelsi sem álitsgjafi, getur bara sagt sína skoðun á hlutunum umbúðarlaust. Það er bara mjög gaman“ sagði Höddi í samtali við Vísi. „Mér bauðst þetta tækifæri og stökk á það, þeir Magnús Gylfason og Logi Ólafsson verða álitsgjafar með mér þannig að þetta er stórskotalið.“ 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru af stað í gær en karlamegin fer í kvöld fram stórleikur Stjörnunnar og KR. Þá verður annar stórleikur á föstudag þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. 32-liða úrslitin kvennamegin hefjast síðan á föstudag. Lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Viaplay Það er þó ýmislegt annað á döfinni hjá Hödda en hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sjálfum Stade de France í París næstkomandi laugardag á Viaplay sem deilir sjónvarpsréttinum að Meistaradeildinni með Stöð 2 Sport. Í París mætast stálin stinn er Liverpool mætir Real Madrid í einum stærsta leik tímabilsins. Hörður, sem er grjótharður stuðningsmaður Liverpool, segist búast við sigri Liverpool en þeir rauðklæddu eiga harma að hefna eftir tap gegn spænsku meisturunum í sama úrslitaleik í Kænugarði árið 2018. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun lýsa úrslitaleiknum með Hödda. Hann á ágætis minningar frá Stade de france, eins og við hin. Vísir/Vilhelm Það mun síðan enginn aukvisi lýsa leiknum með Herði en honum til halds og trausts verður sjálfur Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Heimi ætti að takast ágætlega til við verkið ef það verður eitthvað í líkingu við heimsókn hans á Stade de France þann 22. júní 2016. Þá lagði íslenska karlalandsliðið Austurríki að velli með tveimur mörkum gegn einu og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Höddi heldur síðan til Ísrael til lýsa leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júni, en Viaplay tryggði sér nýverið sýningarréttinn á leikjum landsliðsins til sex ára.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira