Staðan mjög þung þetta vorið Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. maí 2022 20:31 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Vísir/Baldur Staðan á heilbrigðiskerfinu er mjög þung þetta vorið að mati yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta birtist meðal annars í því að í dag var biðlað til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku á þessari stundu. Landspítalinn varaði við því í dag að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. Fram kom í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað. Rætt var við Hjalta Má Björnsson, yfirlækni á bráðamóttökunni, um stöðuna á spítalanum nú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Staðan á bráðamóttökunni, Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu er bara mjög þung þetta vorið. Á þessari stundu bíða rúmlega tuttugu einstaklingar á bráðamóttöku sem fá ekki pláss á legudeildum vegna þess að það eru engin mönnuð legudeildarpláss til að sinna þeim,“ sagði Hjalti. Staðan væri alvarleg. Staðan á bráðamóttökunni er þung.Vísir/VIlhelm „Þetta er mjög alvarlegt. Það ætti enginn að þurfa að bíða eftir þjónustu sem er slasaður og bráðveikur en því miður hefur þessa þunga staða leitt til þess að fólk hefur stundum þurft að bíða jafn vel klukkutímunum saman eftir þjónustu á bráðamóttöku,“ sagði Hjalti. Sagði hann enn fremur að verulegur mönnunarvandi sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef enn trú á því að stjórnvöld séu að vinna í að reyna að leysa úr þessari stöðu en þetta er ekki ástand sem hefur skapast yfir nóttu heldur langvarandi vanræksla í fjármögnun heilbrigðiskerfisins, skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, leitt til þess núna að heilbrigðiskerfið allt glímir við verulegan mönnunarvanda.“ Staðan bitnaði á öryggi sjúklinga. Já, það gerir það. Ef að fólk fær ekki þjónustu tímanlega. Ef að fólk þarf að liggja á ganginum í stað þess að vera inn á næðisrými þegar það er veikt eða slasað þá að sjálfsögðu felur það í sér ógn við öryggi sjúklinga,“ sagði Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Landspítalinn varaði við því í dag að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. Fram kom í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað. Rætt var við Hjalta Má Björnsson, yfirlækni á bráðamóttökunni, um stöðuna á spítalanum nú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Staðan á bráðamóttökunni, Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu er bara mjög þung þetta vorið. Á þessari stundu bíða rúmlega tuttugu einstaklingar á bráðamóttöku sem fá ekki pláss á legudeildum vegna þess að það eru engin mönnuð legudeildarpláss til að sinna þeim,“ sagði Hjalti. Staðan væri alvarleg. Staðan á bráðamóttökunni er þung.Vísir/VIlhelm „Þetta er mjög alvarlegt. Það ætti enginn að þurfa að bíða eftir þjónustu sem er slasaður og bráðveikur en því miður hefur þessa þunga staða leitt til þess að fólk hefur stundum þurft að bíða jafn vel klukkutímunum saman eftir þjónustu á bráðamóttöku,“ sagði Hjalti. Sagði hann enn fremur að verulegur mönnunarvandi sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef enn trú á því að stjórnvöld séu að vinna í að reyna að leysa úr þessari stöðu en þetta er ekki ástand sem hefur skapast yfir nóttu heldur langvarandi vanræksla í fjármögnun heilbrigðiskerfisins, skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, leitt til þess núna að heilbrigðiskerfið allt glímir við verulegan mönnunarvanda.“ Staðan bitnaði á öryggi sjúklinga. Já, það gerir það. Ef að fólk fær ekki þjónustu tímanlega. Ef að fólk þarf að liggja á ganginum í stað þess að vera inn á næðisrými þegar það er veikt eða slasað þá að sjálfsögðu felur það í sér ógn við öryggi sjúklinga,“ sagði Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05