Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur Arsenal áhuga á Úkraínumanninum Oleksandr Zinchenko.
Hann hefur aðallega spilað sem vinstri bakvörður hjá City en Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hyggst nota hann sem miðjumann, stöðu sem hann spilar með úkraínska landsliðinu.
Arteta þekkir vel til Zinchenkos og Jesus frá því hann var aðstoðarmaður Peps Guardiola hjá City.
Arsenal endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili.