Norðurá að verða svo gott sem uppseld Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2022 10:01 Við Norðurá. Mynd / Svavar Hávarðsson Laxveiðin hefst 1. júní og það er mikil spenna í loftinu eins og alltaf en þeir sem ætla sér að veiða í sumar og eru ekki búnir að bóka neitt gætu lent í vandræðum. Staðan er þannig hjá velflestum veiðileyfasölum að margar árnar eru uppseldar eða afar lítið eftir af veiðidögum. Ein af ánum sem er einmitt að detta í að verða uppseld er Norðurá en Veiðivísir heyrði í Brynjari Þór Hreggviðssyni sölustjóra Norðurár og staðan er þannig að Norðurá er í dag ca 96% seld. Eftirspurn eftir veiðileyfum frá erlendum veiðimönnum hefur tekið mikin kipp og það er ljóst að heilt yfir á veiðisvæðum landsins gæti verið að stefna í met. Það litla sem er laust í dag í ánum verður fljótt að fara ef veiðin fer ágætlega af stað og erlendir veiðimenn eru margir þegar farnir að teygja sig inn á jaðartímann sem hefur verið mest sóttur af Íslenskum veiðimönnum. Urriðafoss er það veiðisvæði sem opnar fyrst og það verður spennandi að sjá hvað gerist. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Laxveiðin góð í öllum landshlutum Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði
Staðan er þannig hjá velflestum veiðileyfasölum að margar árnar eru uppseldar eða afar lítið eftir af veiðidögum. Ein af ánum sem er einmitt að detta í að verða uppseld er Norðurá en Veiðivísir heyrði í Brynjari Þór Hreggviðssyni sölustjóra Norðurár og staðan er þannig að Norðurá er í dag ca 96% seld. Eftirspurn eftir veiðileyfum frá erlendum veiðimönnum hefur tekið mikin kipp og það er ljóst að heilt yfir á veiðisvæðum landsins gæti verið að stefna í met. Það litla sem er laust í dag í ánum verður fljótt að fara ef veiðin fer ágætlega af stað og erlendir veiðimenn eru margir þegar farnir að teygja sig inn á jaðartímann sem hefur verið mest sóttur af Íslenskum veiðimönnum. Urriðafoss er það veiðisvæði sem opnar fyrst og það verður spennandi að sjá hvað gerist.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Laxveiðin góð í öllum landshlutum Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði