Lúsmýið mætt í partýið Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. maí 2022 08:36 Lúsmýið er komið og segir meindýraeyðirinn Guðmundur Óli Scheving Íslendinga þurfi einfaldlega að læra að lifa með litlu flugunni. Stöð 2 Þó svo að landinn taki sumrinu fagnandi þessa dagana, eftir strembinn vetur, er stemmning ekki alveg jafn mikil fyrir öllu sem þessari annars dásamlegu árstíð fylgir. Lúsmýinu! Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir lúsmýið líklega komið einhvers staðar á landinu, þó hann hafi sjálfur ekki fengið það staðfest. Kolbrún grasalæknir hjá Jurtaapótekinu selur tilbúnar blöndur sem ætlaðar eru sérstaklega til að fæla frá lúsmý en einnig aðstoði hún fólk við að blanda sínar eigin blöndur. Stöð 2 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir gat þó staðfest þennan grun Guðmundar og sagði hún lúsmýið sannarlega komið á sumarbústaðasvæði við Heklu, þar sem hún sjálf á bústað. Þurfum að læra að lifa með flugunni Bæði voru þau Guðmundur og Kolbrún sammála því að fólk byrji yfirleitt ekki nógu snemma að huga að lúsmývörnum en ýmislegt sé hægt að gera til þess að minnka líkurnar á bitum. Að sögn Guðmundar hefur lúsmýið verið til staðar hér á landi í áraraðir en haldið sig að mestu úti í haga, þar til fyrir um sex árum síðan. Eitthvað hafi þá orðið til þess að flugan hafi breytt hegðun sinni og byrjað að angra mannfólkið. Hann segir fluguna komna til að vera og að fólk þurfi einfaldlega bara að læra að lifa með henni. Fréttina í heild sinni er hægt að sjá hér. Klippa: Lúsmý stingur sér niður víðast hvar á landinu Lúsmýhópar á Facebook Lúsmýbitin hafa lagst þungt á margan manninn síðustu sumur og hafa ofnæmislæknar látið hafa eftir sér að með tímanum geti fólk jafnvel myndað ónæmi fyrir bitunum, Guðmundur var þó ekki eins sannfærður. Sérstakir Lúsmý-hópar hafa orðið til á Facebook en þar skiptist fólk á upplýsingum um veru lúsmýs eftir landsvæðum, ýmsum húsráðum, myndum af bitum ásamt flest öllu sem tengist því að fyrirbyggja eða meðhöndla lúsmýbit. Það er mjög misjafnt hvað fólk segir virka en virðast flestir þó vera sammála um að einhverskonar lykt, í sprey eða kremformi, sé líklegust til að halda flugunni frá. Allskyns spey hafa verið vinsæl lúsmývörn og segir Kolbrún fólk geti sjálft blandað sínar eigin blöndur hafi það áhuga. Kolbrún hefur sett saman sérblandaða ilmblöndu undir merkjum Jurtaapóteksins sem hún segir hafa virkað vel. Lavender og sítrónugras eru uppistaðan í blöndunni og þó svo að fólk geti einnig geta blandað sínar eigin blöndur sé vert að lesa sig vel til um hvernig sé best að blanda ilmolíum saman. Sjálf segist hún spreyja blöndunni í öll horn, gluggakarma og einnig á líkamann. Hátíðnitæki, glugganet, viftur og B-vítamín Guðmundur hefur sjálfur tröllatrú á afríska sólblóminu en sjálfur flytur hann inn lúsmývarnir undir merkinu Stúdíó Norn. Ásamt ýmsum ilmblöndum voru hátíðnitækin og glugganetin einnig vinsæl síðasta sumar og segir Guðmundur þau einföld í notkun og reynist vel til að halda flugunni frá. Glugganetin geri sitt gagn en vel þurfi að huga að því hvernig net séu keypt. Þau þurfi að vera vel þétt og rétt fest á gluggann. Viftur af öllum stærðum og gerðum seldust nær upp á landinu síðasta sumar en þær eru taldar minnka líkurnar á því að sú litla komist inn um gluggann og er viftan því látin snúa út að glugganum. Guðmundur segir mikilvægt að netin sem notuð séu fyrir gluggann séu vel þétt, eigi þau að reynast gagnleg. Stöð 2 Flugan fer í manngreiningarálit Lúsmýið hefur nú fundist víðast hvar á landinu en segir Guðmundur ekki vita til þess að hún hafi fundist á Vestfjörðum. Þó svo að sumir fari eftir öllum ráðunum í bókinni virðist flugan þó fara í manngreiningarálit en ekki er nákvæmlega vitað hvaða þættir spili þar inn í. Blóðflokkur, húðgerð eða, eins og Kolbrún vill meina, mataræðið. B- vítamín hefur verið vinsælt en einnig segir Kolbrún að óhollt mataræði og sykurneysla geti gert kerfið viðkvæmara fyrir bitunum. Það er því að mörgu að huga og í mörg horn að líta, jú og spreyja, næstu dagana því að lúsmýið er vissulega mætt í partýið. Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir lúsmýið líklega komið einhvers staðar á landinu, þó hann hafi sjálfur ekki fengið það staðfest. Kolbrún grasalæknir hjá Jurtaapótekinu selur tilbúnar blöndur sem ætlaðar eru sérstaklega til að fæla frá lúsmý en einnig aðstoði hún fólk við að blanda sínar eigin blöndur. Stöð 2 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir gat þó staðfest þennan grun Guðmundar og sagði hún lúsmýið sannarlega komið á sumarbústaðasvæði við Heklu, þar sem hún sjálf á bústað. Þurfum að læra að lifa með flugunni Bæði voru þau Guðmundur og Kolbrún sammála því að fólk byrji yfirleitt ekki nógu snemma að huga að lúsmývörnum en ýmislegt sé hægt að gera til þess að minnka líkurnar á bitum. Að sögn Guðmundar hefur lúsmýið verið til staðar hér á landi í áraraðir en haldið sig að mestu úti í haga, þar til fyrir um sex árum síðan. Eitthvað hafi þá orðið til þess að flugan hafi breytt hegðun sinni og byrjað að angra mannfólkið. Hann segir fluguna komna til að vera og að fólk þurfi einfaldlega bara að læra að lifa með henni. Fréttina í heild sinni er hægt að sjá hér. Klippa: Lúsmý stingur sér niður víðast hvar á landinu Lúsmýhópar á Facebook Lúsmýbitin hafa lagst þungt á margan manninn síðustu sumur og hafa ofnæmislæknar látið hafa eftir sér að með tímanum geti fólk jafnvel myndað ónæmi fyrir bitunum, Guðmundur var þó ekki eins sannfærður. Sérstakir Lúsmý-hópar hafa orðið til á Facebook en þar skiptist fólk á upplýsingum um veru lúsmýs eftir landsvæðum, ýmsum húsráðum, myndum af bitum ásamt flest öllu sem tengist því að fyrirbyggja eða meðhöndla lúsmýbit. Það er mjög misjafnt hvað fólk segir virka en virðast flestir þó vera sammála um að einhverskonar lykt, í sprey eða kremformi, sé líklegust til að halda flugunni frá. Allskyns spey hafa verið vinsæl lúsmývörn og segir Kolbrún fólk geti sjálft blandað sínar eigin blöndur hafi það áhuga. Kolbrún hefur sett saman sérblandaða ilmblöndu undir merkjum Jurtaapóteksins sem hún segir hafa virkað vel. Lavender og sítrónugras eru uppistaðan í blöndunni og þó svo að fólk geti einnig geta blandað sínar eigin blöndur sé vert að lesa sig vel til um hvernig sé best að blanda ilmolíum saman. Sjálf segist hún spreyja blöndunni í öll horn, gluggakarma og einnig á líkamann. Hátíðnitæki, glugganet, viftur og B-vítamín Guðmundur hefur sjálfur tröllatrú á afríska sólblóminu en sjálfur flytur hann inn lúsmývarnir undir merkinu Stúdíó Norn. Ásamt ýmsum ilmblöndum voru hátíðnitækin og glugganetin einnig vinsæl síðasta sumar og segir Guðmundur þau einföld í notkun og reynist vel til að halda flugunni frá. Glugganetin geri sitt gagn en vel þurfi að huga að því hvernig net séu keypt. Þau þurfi að vera vel þétt og rétt fest á gluggann. Viftur af öllum stærðum og gerðum seldust nær upp á landinu síðasta sumar en þær eru taldar minnka líkurnar á því að sú litla komist inn um gluggann og er viftan því látin snúa út að glugganum. Guðmundur segir mikilvægt að netin sem notuð séu fyrir gluggann séu vel þétt, eigi þau að reynast gagnleg. Stöð 2 Flugan fer í manngreiningarálit Lúsmýið hefur nú fundist víðast hvar á landinu en segir Guðmundur ekki vita til þess að hún hafi fundist á Vestfjörðum. Þó svo að sumir fari eftir öllum ráðunum í bókinni virðist flugan þó fara í manngreiningarálit en ekki er nákvæmlega vitað hvaða þættir spili þar inn í. Blóðflokkur, húðgerð eða, eins og Kolbrún vill meina, mataræðið. B- vítamín hefur verið vinsælt en einnig segir Kolbrún að óhollt mataræði og sykurneysla geti gert kerfið viðkvæmara fyrir bitunum. Það er því að mörgu að huga og í mörg horn að líta, jú og spreyja, næstu dagana því að lúsmýið er vissulega mætt í partýið.
Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00
Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55