Conte fullvissar stuðningsmenn Tottenham um að hann sé ekki á förum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 22:31 Antonio Conte þakkar stuðningsmönnum Tottenham fyrir stuðninginn eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Antonio Conte hefur fullvissað stuðningsmenn Tottenham Hotspur um að hann verði áfram við stjórnvölin hjá liðinu þegar næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í haust. Conte er samningsbundinn Tottenham út næsta tímabil, en þrátt fyrir það höfðu margir stuðningsmenn Tottenham áhyggjur af því að Ítalinn myndi yfirgefa félagið í sumar. Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með 5-0 sigri gegn Norwich í lokaumferð deildarinnar síðustu helgi. Það og sú staðreynd að eigendur félagsins ætla sér að láta Conte hafa auka 150 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar hefur þó líklega sannfært stjórann um að vera um kyrrt. Conte has worked miracles since arriving at #THFC so it would have been catastrophic for the club had he left this summer.The news the Italian is staying signs off a week which could be significant to Tottenham’s modern history.📝 @CDEccleshare https://t.co/RLT3smSUH4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 27, 2022 Conte ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, Fabio Paratici, í dag og ítrekaði vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu. Ítalinn tók við Tottenham í nóvember á síðasta ári og eins og áður segir rennur samningur hans út sumarið 2023. Samningurinn býður þó upp á þann möguleika að framlengja um eitt ár, en það á enn eftir að koma í ljós hvort Conte sé viljugur til að virkja það ákvæði. Ástæða þess að stuðningmenn Tottenham voru hræddir um að stjórinn myndi yfirgefa félagið í sumar er líklega sú að nú seinast í febrúar gaf hann það í skyn að hann væri óánægður innan herbúða þess. Eftir tap gegn Burnley í lok febrúarmánaðar, sem var þeirra fjórða tap í fimm leikjum, sagðist Conte vera pirraður á ástandinu og „ef að vandamálið er þjálfarinn þá er ég tilbúinn að fara.“ Þá virtist hann líka gagnrýna innkaupastefnu Tottenham í viðtali við Sky Italia, en sagði svo síðar að þau ummmæli hefðu verið mistúlkuð. Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Conte er samningsbundinn Tottenham út næsta tímabil, en þrátt fyrir það höfðu margir stuðningsmenn Tottenham áhyggjur af því að Ítalinn myndi yfirgefa félagið í sumar. Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með 5-0 sigri gegn Norwich í lokaumferð deildarinnar síðustu helgi. Það og sú staðreynd að eigendur félagsins ætla sér að láta Conte hafa auka 150 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar hefur þó líklega sannfært stjórann um að vera um kyrrt. Conte has worked miracles since arriving at #THFC so it would have been catastrophic for the club had he left this summer.The news the Italian is staying signs off a week which could be significant to Tottenham’s modern history.📝 @CDEccleshare https://t.co/RLT3smSUH4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 27, 2022 Conte ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, Fabio Paratici, í dag og ítrekaði vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu. Ítalinn tók við Tottenham í nóvember á síðasta ári og eins og áður segir rennur samningur hans út sumarið 2023. Samningurinn býður þó upp á þann möguleika að framlengja um eitt ár, en það á enn eftir að koma í ljós hvort Conte sé viljugur til að virkja það ákvæði. Ástæða þess að stuðningmenn Tottenham voru hræddir um að stjórinn myndi yfirgefa félagið í sumar er líklega sú að nú seinast í febrúar gaf hann það í skyn að hann væri óánægður innan herbúða þess. Eftir tap gegn Burnley í lok febrúarmánaðar, sem var þeirra fjórða tap í fimm leikjum, sagðist Conte vera pirraður á ástandinu og „ef að vandamálið er þjálfarinn þá er ég tilbúinn að fara.“ Þá virtist hann líka gagnrýna innkaupastefnu Tottenham í viðtali við Sky Italia, en sagði svo síðar að þau ummmæli hefðu verið mistúlkuð.
Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira