Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2022 08:35 Kaldakvísl er magnað veiðisvæði Mynd: Valdimar Hilmarsson Kaldakvísl og vatnasvæðið þar í kring er að verða mjög eftirsótt og það er ekkert skrítið miðað við hvað það veiðist vel á svæðinu. Bæði Kaldakvísl og Tungná geyma virkilega fallegar bleikjur sem geta oft náð 5-6 pundum og það hafa alveg sést stærri bleikjur þarna. Sú stærsta sem undirritaður hefur séð landað var líklega um 90 sm löng og veiddist í skilunum þar sem ferskvatnið mætir jökullóninu. Að öllu jöfnu er bleikjan í Köldukvísl 2-3 pund en algengt er að fá 3-4 líka. Smábleikjan, þessi 1-2 punda kemur yfirleitt úr lóninu í júní og strax um lok júní eru breiður af henni um allt neðra svæðið. Þá virðist stærri bleikjan byrja að ganga upp ánna og leita sér að heppilegum hrygningarstöðum í dýpstu hyljunum á efri svæðinu. Það svæði er einstaklega skemmtilegt að veiða og það er svo magnað að kasta fyrir bleikju í tæru straumvatni og sjá þegar hún tekur fluguna. Það eru einmitt þannig augnablik sem gerir þetta jafn eftirsótt veiðisvæði og raun ber vitni. Köldukvísl er hægt að veiða upp að fossi og þaðan og alveg niður að lóni er hægt að finna endalaust marga veiðistaði og nýjar áskoranir fyrir veiðimenn. Erlendir veiðimenn hafa nýlega uppgötvað þessa paradís og sækja svæðið grimmt í sumar. Eftirspurn eftir leyfum er slík að Kaldakvísl er löngu uppseld og Tungná að verða það líka. Sleppiskylda er á bleikjunni og aðeins er leyfð fluguveiði. Það er Fish Partner sem selur leyfin og ég ráðlegg þeim sem vilja veiða þarna að bóka næsta sumar 2023 strax því það er nokkuð klárt að það verður uppselt þá líka. Stangveiði Mest lesið Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðivísir vill gefa þér veiðibók Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vilja rækta Ísafjarðará Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði 7 laxar á land við opnun Norðurár Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði 93 sm lax veiddist í Elliðaánum Veiði
Bæði Kaldakvísl og Tungná geyma virkilega fallegar bleikjur sem geta oft náð 5-6 pundum og það hafa alveg sést stærri bleikjur þarna. Sú stærsta sem undirritaður hefur séð landað var líklega um 90 sm löng og veiddist í skilunum þar sem ferskvatnið mætir jökullóninu. Að öllu jöfnu er bleikjan í Köldukvísl 2-3 pund en algengt er að fá 3-4 líka. Smábleikjan, þessi 1-2 punda kemur yfirleitt úr lóninu í júní og strax um lok júní eru breiður af henni um allt neðra svæðið. Þá virðist stærri bleikjan byrja að ganga upp ánna og leita sér að heppilegum hrygningarstöðum í dýpstu hyljunum á efri svæðinu. Það svæði er einstaklega skemmtilegt að veiða og það er svo magnað að kasta fyrir bleikju í tæru straumvatni og sjá þegar hún tekur fluguna. Það eru einmitt þannig augnablik sem gerir þetta jafn eftirsótt veiðisvæði og raun ber vitni. Köldukvísl er hægt að veiða upp að fossi og þaðan og alveg niður að lóni er hægt að finna endalaust marga veiðistaði og nýjar áskoranir fyrir veiðimenn. Erlendir veiðimenn hafa nýlega uppgötvað þessa paradís og sækja svæðið grimmt í sumar. Eftirspurn eftir leyfum er slík að Kaldakvísl er löngu uppseld og Tungná að verða það líka. Sleppiskylda er á bleikjunni og aðeins er leyfð fluguveiði. Það er Fish Partner sem selur leyfin og ég ráðlegg þeim sem vilja veiða þarna að bóka næsta sumar 2023 strax því það er nokkuð klárt að það verður uppselt þá líka.
Stangveiði Mest lesið Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðivísir vill gefa þér veiðibók Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vilja rækta Ísafjarðará Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði 7 laxar á land við opnun Norðurár Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði 93 sm lax veiddist í Elliðaánum Veiði