Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2022 09:55 Sigurjón með þykkan urriða við opnun laxá í Mývatnssveit Bjarni Júlíusson Það er óhætt að segja að opnun Laxá í Mývatnssveit hafi farið fram úr björtustu vonum en talað er um að þetta hafi verið ein besta opnun í 10 ár. "Þetta var frábær opnun á þessu svæði, fiskurinn gríðarlega vel haldinn og aðstæður við opnun allar hinar bestu" sagði Bjarni Julíusson í samtali við Veiðivísi en hann var að koma úr Laxá í Mý eftir eftirminnilega opnun. Það var mikið af fiski og sem dæmi fengu þeir sem byrjuðu í Geirastaðaskurði 60 fiska um morguninn, Helluvað gaf 22 fiska hjá Bjarna og fjölskyldu en þeir settu í að minnsta kosti 40 fiska. "Neðri svæðin eru rólegri eins og venjulega og svo var líka núna en annað var allt inni. Fiskar í Flóanum, Skriðuflóa og Vörðuflóa. Það var mikið af bleikju í aflanum, venjulega er eingöngu urriði en núna var mikið og sérstaklega í Geldingaey og staðir eins Brunnshellishrólf stappað af bleikju" bætti bjarni við. Skilyrðin voru frábær en það var sól og hlýtt allann tímann sem greinilega hefur haft góð áhrif á veiðina. Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Óvænt truflun á veiðistað Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði
"Þetta var frábær opnun á þessu svæði, fiskurinn gríðarlega vel haldinn og aðstæður við opnun allar hinar bestu" sagði Bjarni Julíusson í samtali við Veiðivísi en hann var að koma úr Laxá í Mý eftir eftirminnilega opnun. Það var mikið af fiski og sem dæmi fengu þeir sem byrjuðu í Geirastaðaskurði 60 fiska um morguninn, Helluvað gaf 22 fiska hjá Bjarna og fjölskyldu en þeir settu í að minnsta kosti 40 fiska. "Neðri svæðin eru rólegri eins og venjulega og svo var líka núna en annað var allt inni. Fiskar í Flóanum, Skriðuflóa og Vörðuflóa. Það var mikið af bleikju í aflanum, venjulega er eingöngu urriði en núna var mikið og sérstaklega í Geldingaey og staðir eins Brunnshellishrólf stappað af bleikju" bætti bjarni við. Skilyrðin voru frábær en það var sól og hlýtt allann tímann sem greinilega hefur haft góð áhrif á veiðina.
Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Óvænt truflun á veiðistað Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði