Fjölmiðlanefnd úrskurðar Mannlífi í vil í deilu við Róbert Wessman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 20:59 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hafði betur gegn Róbert Wessman hjá Fjölmiðlanefnd. Vísir Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, hafi verið heimilt að synja beiðni Róberts Wessman um andsvör vegna umfjöllunar á vef Mannlífs í maí á þessu ári. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun 24. maí síðastliðinn frá Lögmannsstofunni Valdimarsson fyrir hönd umbjóðanda hennar, Róberts Wessman. Í kvörtuninni var Fjölmiðlanefnd krafin íhlutunar á hendur Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, Reyni Traustasyni, ritstjóra, og Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, blaðamanni, vegna synjunar um andsvör við umfjöllun Mannlífs um Róbert sem birtist 17. maí síðastliðinn. Umfjöllunin sem vísað var í birtist á vef Mannlífs undir fyrirsögninni „Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Róbert Wessman: „Það er ekki búið að því““. Sama umfjöllun var jafnframt birt á ensku. Róbert mat það svo að Mannlíf hafi í umfjölluninni farið með rangt mál og ekki gætt að hlutleysi eða heimildum. „Væri umfjöllunin bæði óvönduð og bersýnilega röng með annarlegan hvata að leiðarljósi að mati kvartanda. Umfjöllunin bæri þess merki að kvartandi hafi haft aðkomu að innbroti á skrifstofur Mannlífs og fullyrt væri að lögreglan ætti eftir að yfirheyra kvartanda vegna málsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þar segir að Róbert hafi krafist þess að Mannlíf myndi birta andsvar hans, bæði á íslensku og ensku, vegna umfjöllunarinnar. Honum hafi hins vegar verið synjað. Hann hafi í kjölfarið farið fram á að Fjölmiðlanefnd tryggði rétt hans til andsvara og vísað í 4. mgr. 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati Fjölmiðlanefndar fólst andsvar Róberts í öðru en að leiðrétta staðreyndir. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að Sólartúni ehf. hafi verið heimilt að synja Róberti birtingu andsvara. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun 24. maí síðastliðinn frá Lögmannsstofunni Valdimarsson fyrir hönd umbjóðanda hennar, Róberts Wessman. Í kvörtuninni var Fjölmiðlanefnd krafin íhlutunar á hendur Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, Reyni Traustasyni, ritstjóra, og Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, blaðamanni, vegna synjunar um andsvör við umfjöllun Mannlífs um Róbert sem birtist 17. maí síðastliðinn. Umfjöllunin sem vísað var í birtist á vef Mannlífs undir fyrirsögninni „Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Róbert Wessman: „Það er ekki búið að því““. Sama umfjöllun var jafnframt birt á ensku. Róbert mat það svo að Mannlíf hafi í umfjölluninni farið með rangt mál og ekki gætt að hlutleysi eða heimildum. „Væri umfjöllunin bæði óvönduð og bersýnilega röng með annarlegan hvata að leiðarljósi að mati kvartanda. Umfjöllunin bæri þess merki að kvartandi hafi haft aðkomu að innbroti á skrifstofur Mannlífs og fullyrt væri að lögreglan ætti eftir að yfirheyra kvartanda vegna málsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þar segir að Róbert hafi krafist þess að Mannlíf myndi birta andsvar hans, bæði á íslensku og ensku, vegna umfjöllunarinnar. Honum hafi hins vegar verið synjað. Hann hafi í kjölfarið farið fram á að Fjölmiðlanefnd tryggði rétt hans til andsvara og vísað í 4. mgr. 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati Fjölmiðlanefndar fólst andsvar Róberts í öðru en að leiðrétta staðreyndir. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að Sólartúni ehf. hafi verið heimilt að synja Róberti birtingu andsvara.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51
Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20