„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2022 07:01 Hjól Margeirs er illa farið eftir ökuníðinginn sem keyrði á hann og flúði svo. Samsett Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, eins og fréttamiðlar hafa lýst því, heldur sé þetta „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr“. Hann segir gjörning ökumannsins „gjörsamlega galinn“ og hann hafi þegar kært viðkomandi til lögreglunnar. Blaðamaður hringdi í Margeir sem lýsti atvikinu og eftirmálum þess. Lífshættulegur pirringur „Ég var bara að hjóla úr sundi niður Laugaveginn í rólegheitunum og var að hjóla á milli tveggja bíla. Svo heyri ég að bíllinn gefur í fyrir aftan mig en pældi ekkert frekar í því. En þetta virtist vera vottur um einhvern pirring,“ segir Margeir um aðdragandann að atvikinu. „Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir hann. Eftir áreksturinn ætlaði Margeir að ræða við bílstjórann til að komast að því hvað hann hefði verið að hugsa. Æsingur bílstjórans hafi ekki skilað honum neitt lengra enda væru bara fimm metrar í skottið á næsta bíl. Keyrði yfir hjólið og flúði svo niður göngugötu „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af. Hann nær hins vegar ekki beygja til hægri, niður Frakkastíginn, af því það er svo mikið af bílum og ákveður frekar að bruna niður göngugötuna. Og stakk þannig af,“ segir Margeir um viðbrögð ökumannsins. Korteri seinna hafi lögreglan komið á vettvang, segir Margeir. Hún hafi tekið málinu alvarlega, rætt við Margeir, tekið niður númerið á bílnum og fengið lýsingu á atvikinu. Síðar hafi hann fengið hringingu frá lögreglunni, honum tjáð að málið væri til rannsóknar og hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur. Málið væri því komið í góðan farveg. Að lokum sagði Margeir um atvikið að sér fyndist þetta vera „algjörlega galinn gjörningur“ og það hefði getað farið miklu verr. Jafnframt minntist hann á að að pirringur ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum virtist vera að aukast. Samgönguslys Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, eins og fréttamiðlar hafa lýst því, heldur sé þetta „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr“. Hann segir gjörning ökumannsins „gjörsamlega galinn“ og hann hafi þegar kært viðkomandi til lögreglunnar. Blaðamaður hringdi í Margeir sem lýsti atvikinu og eftirmálum þess. Lífshættulegur pirringur „Ég var bara að hjóla úr sundi niður Laugaveginn í rólegheitunum og var að hjóla á milli tveggja bíla. Svo heyri ég að bíllinn gefur í fyrir aftan mig en pældi ekkert frekar í því. En þetta virtist vera vottur um einhvern pirring,“ segir Margeir um aðdragandann að atvikinu. „Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir hann. Eftir áreksturinn ætlaði Margeir að ræða við bílstjórann til að komast að því hvað hann hefði verið að hugsa. Æsingur bílstjórans hafi ekki skilað honum neitt lengra enda væru bara fimm metrar í skottið á næsta bíl. Keyrði yfir hjólið og flúði svo niður göngugötu „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af. Hann nær hins vegar ekki beygja til hægri, niður Frakkastíginn, af því það er svo mikið af bílum og ákveður frekar að bruna niður göngugötuna. Og stakk þannig af,“ segir Margeir um viðbrögð ökumannsins. Korteri seinna hafi lögreglan komið á vettvang, segir Margeir. Hún hafi tekið málinu alvarlega, rætt við Margeir, tekið niður númerið á bílnum og fengið lýsingu á atvikinu. Síðar hafi hann fengið hringingu frá lögreglunni, honum tjáð að málið væri til rannsóknar og hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur. Málið væri því komið í góðan farveg. Að lokum sagði Margeir um atvikið að sér fyndist þetta vera „algjörlega galinn gjörningur“ og það hefði getað farið miklu verr. Jafnframt minntist hann á að að pirringur ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum virtist vera að aukast.
Samgönguslys Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira