Áhorfendamet slegið í ensku úrvalsdeildinni Atli Arason skrifar 6. júní 2022 20:00 Endurkoma Cristiano Ronaldo í Manchester United hefur sennilega laðað einhverja á Old Trafford. AP Photo/Jon Super 73 ára gamalt áhorfendamet var slegið á tímabilinu sem leið á Englandi en aldrei hafa jafn margir mætt á vellina þar í landi. Meðal aðsókn á alla 20 leikvellina var 39.989 manns, sem slær fyrra metið frá leiktímabilinu 1948/49 sem stóð í 38.776 manns. Það er breski fjölmiðlamaðurinn Nick Harris sem vekur athygli á þessu á twitter. Premier League games in 2021-22 had an average attendance of 39,989, the highest avg attendance in English top-flight history, beating the previous record of 38,776 from 1948-49.— Nick Harris (@sportingintel) June 4, 2022 Lang mesta mætingin er á Old Trafford en 73.156 manns mæta að meðaltali á þennan heimavöll Manhester United, sem er tæplega 14 þúsundum fleiri en mæta að meðaltali á næst fjölmennasta völlinn, heimavöll Arsenal. 59.811 manns mæta að meðaltali á Emirates völlinn. Heimavöllur West Ham, London Stadium er í þriðja sæti með 58.513 áhorfendur og Tottenham Hotspur Stadium er í fjórða sæti með 56.523 áhorfendur að meðaltali. Liðin í efstu fjórum sætunum eru einu liðin í efstu deild á Englandi með leikvanga sem taka yfir 60.000 manns. Englandsmeistarar Manchester City eru í sjötta sæti með 52.738 áhorfendur að meðaltali, einu sæti á eftir Liverpool. Mætingin á Anfield er 280 manns betri en á Etihad vellinum. 53.008 mæta á Anfield að meðaltali. Chelsea er í 10. sæti en 36.906 manns mæta að meðaltali á heimavöll þeirra, Stamford Bridge. Brentford rekur svo lestina þar sem 16.907 áhorfendur mæta að meðaltali á heimavelli þeirra. Hægt er að skoða samantekt Transfermarkt af áhorfendatölum með því að smella hér. Þetta áhorfendamet verður sennilega ekki slegið á næsta tímabili þar sem að liðin sem falla úr úrvalsdeildinni, Norwich, Watford og Burnley, taka samanlagt 70.750 áhorfendur í sæti. Liðin þrjú sem koma upp í úrvalsdeildina í þeirra stað, Fulham, Bournemouth og Nottingham Forest, hafa samanlagðan sætafjölda upp á 61.363 á sínum heimavöllum. Enski boltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira
Meðal aðsókn á alla 20 leikvellina var 39.989 manns, sem slær fyrra metið frá leiktímabilinu 1948/49 sem stóð í 38.776 manns. Það er breski fjölmiðlamaðurinn Nick Harris sem vekur athygli á þessu á twitter. Premier League games in 2021-22 had an average attendance of 39,989, the highest avg attendance in English top-flight history, beating the previous record of 38,776 from 1948-49.— Nick Harris (@sportingintel) June 4, 2022 Lang mesta mætingin er á Old Trafford en 73.156 manns mæta að meðaltali á þennan heimavöll Manhester United, sem er tæplega 14 þúsundum fleiri en mæta að meðaltali á næst fjölmennasta völlinn, heimavöll Arsenal. 59.811 manns mæta að meðaltali á Emirates völlinn. Heimavöllur West Ham, London Stadium er í þriðja sæti með 58.513 áhorfendur og Tottenham Hotspur Stadium er í fjórða sæti með 56.523 áhorfendur að meðaltali. Liðin í efstu fjórum sætunum eru einu liðin í efstu deild á Englandi með leikvanga sem taka yfir 60.000 manns. Englandsmeistarar Manchester City eru í sjötta sæti með 52.738 áhorfendur að meðaltali, einu sæti á eftir Liverpool. Mætingin á Anfield er 280 manns betri en á Etihad vellinum. 53.008 mæta á Anfield að meðaltali. Chelsea er í 10. sæti en 36.906 manns mæta að meðaltali á heimavöll þeirra, Stamford Bridge. Brentford rekur svo lestina þar sem 16.907 áhorfendur mæta að meðaltali á heimavelli þeirra. Hægt er að skoða samantekt Transfermarkt af áhorfendatölum með því að smella hér. Þetta áhorfendamet verður sennilega ekki slegið á næsta tímabili þar sem að liðin sem falla úr úrvalsdeildinni, Norwich, Watford og Burnley, taka samanlagt 70.750 áhorfendur í sæti. Liðin þrjú sem koma upp í úrvalsdeildina í þeirra stað, Fulham, Bournemouth og Nottingham Forest, hafa samanlagðan sætafjölda upp á 61.363 á sínum heimavöllum.
Enski boltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira