Grátlega nálægt því að komast á Opna bandaríska meistaramótið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 10:01 Haraldur Franklín var hársbreidd frá því að komast á Opna bandaríska meistaramótið í golfi. Instagram@haraldurfranklin Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús var hársbreidd frá því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi er hann keppti á úrtökumóti í New York á sunnudag. Alls voru fimm sæti í boði á Opna bandaríska meistaramótið á úrtökumóti helgarinnar. Tveir efstu kylfingar mótsins léku á þremur höggum undir pari og tryggðu sér þátttökurétt en Haraldur Franklín var einn af átta kylfingum sem allir enduðu jafnir á tveimur höggum undir pari. Því þurfti bráðabana til að skera úr um hvaða þrír myndu komast á Opna bandaríska. Leikið var í tveimur fjögurra manna ráshópum. Allir fengu par á fyrstu holu en á annarri holu bráðabanans fengu þrír leikmenn fugl á meðan Haraldur Franklín og fjórir aðrir fengu par og komust því ekki áfram. Þeir fimm sem féllu úr leik léku annan bráðabana upp á að vera á varamannalista fyrir mótið en aðeins voru tvö slík sæti í boði. Haraldur Franklín fékk skolla á þeirri holu og féll þar með úr leik. Golf Opna bandaríska Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Alls voru fimm sæti í boði á Opna bandaríska meistaramótið á úrtökumóti helgarinnar. Tveir efstu kylfingar mótsins léku á þremur höggum undir pari og tryggðu sér þátttökurétt en Haraldur Franklín var einn af átta kylfingum sem allir enduðu jafnir á tveimur höggum undir pari. Því þurfti bráðabana til að skera úr um hvaða þrír myndu komast á Opna bandaríska. Leikið var í tveimur fjögurra manna ráshópum. Allir fengu par á fyrstu holu en á annarri holu bráðabanans fengu þrír leikmenn fugl á meðan Haraldur Franklín og fjórir aðrir fengu par og komust því ekki áfram. Þeir fimm sem féllu úr leik léku annan bráðabana upp á að vera á varamannalista fyrir mótið en aðeins voru tvö slík sæti í boði. Haraldur Franklín fékk skolla á þeirri holu og féll þar með úr leik.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira