Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Eiður Þór Árnason skrifar 8. júní 2022 11:50 Gabríel Daði Vignisson segir óvenjulegt andrúmsloft ríkja í höfuðborg Þýskalands í dag. Samsett Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Gabríel Daði Vignisson er staddur í stuttu fríi í Berlín ásamt kærustu sinni, móður og systur og gista þau á hóteli nærri vettvangnum. Hann frétti fyrst af því hvað hafi átt sér stað þegar áhyggjufullur vinur á Íslandi hringdi til að athuga með fjölskylduna. „Ég ætlaði að vakna klukkan níu og við ætluðum að fara út og byrja daginn en við konan sváfum yfir okkur. Annars hefðum við verið á staðnum þar sem þetta gerðist,“ segir Gabríel í samtali við fréttastofu en að sögn lögreglu átti atvikið sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma. „Við komum út þegar þetta er eiginlega að gerast og það eru bara lokaðar götur hérna. Þegar ég stóð í fimm mínútur fyrir utan Primark á horninu þá fóru fram hjá fimm lögreglubílar, fullir af lögreglumönnum, tíu inn í hverjum bíl og þrír sjúkrabílar.“ Þar áður hafi hann séð átta sjúkrabíla keyra götuna á meðan hann sat fyrir utan nærliggjandi kaffihús. Vildi athuga hvort hann væri á lífi Gabríel segir það mjög óraunverulegt að vera staddur svo nálægt þegar svona gerist. Mjög skrítið andrúmsloft sé á svæðinu og fólk skiljanlega mjög slegið. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað en ekki vitað hvað hafi gerst fyrr en að vinur hans hringdi frá Íslandi. „Þá var fréttin komin inn og hann las hana fyrir mig. Hann var bara að athuga hvort ég myndi svara og hvort ég væri á lífi. Hann sagði að ef ég hefði ekki svarað þá hefði hann farið að panicka smá.“ Í kjölfarið lét Gabríel vita af sér á Facebook til að tilkynna vinum og vandamönnum að það væri í lagi með sig og fjölskylduna. „Maður bregst aðeins við þessu eftir á. Maður áttar sig ekki á því strax en svo þegar maður stendur og sér lögreglubíl eftir lögreglubíl og sjúkrabíl eftir sjúkrabíl þá veit maður hvað þetta var mikið.“ Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Gabríel Daði Vignisson er staddur í stuttu fríi í Berlín ásamt kærustu sinni, móður og systur og gista þau á hóteli nærri vettvangnum. Hann frétti fyrst af því hvað hafi átt sér stað þegar áhyggjufullur vinur á Íslandi hringdi til að athuga með fjölskylduna. „Ég ætlaði að vakna klukkan níu og við ætluðum að fara út og byrja daginn en við konan sváfum yfir okkur. Annars hefðum við verið á staðnum þar sem þetta gerðist,“ segir Gabríel í samtali við fréttastofu en að sögn lögreglu átti atvikið sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma. „Við komum út þegar þetta er eiginlega að gerast og það eru bara lokaðar götur hérna. Þegar ég stóð í fimm mínútur fyrir utan Primark á horninu þá fóru fram hjá fimm lögreglubílar, fullir af lögreglumönnum, tíu inn í hverjum bíl og þrír sjúkrabílar.“ Þar áður hafi hann séð átta sjúkrabíla keyra götuna á meðan hann sat fyrir utan nærliggjandi kaffihús. Vildi athuga hvort hann væri á lífi Gabríel segir það mjög óraunverulegt að vera staddur svo nálægt þegar svona gerist. Mjög skrítið andrúmsloft sé á svæðinu og fólk skiljanlega mjög slegið. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað en ekki vitað hvað hafi gerst fyrr en að vinur hans hringdi frá Íslandi. „Þá var fréttin komin inn og hann las hana fyrir mig. Hann var bara að athuga hvort ég myndi svara og hvort ég væri á lífi. Hann sagði að ef ég hefði ekki svarað þá hefði hann farið að panicka smá.“ Í kjölfarið lét Gabríel vita af sér á Facebook til að tilkynna vinum og vandamönnum að það væri í lagi með sig og fjölskylduna. „Maður bregst aðeins við þessu eftir á. Maður áttar sig ekki á því strax en svo þegar maður stendur og sér lögreglubíl eftir lögreglubíl og sjúkrabíl eftir sjúkrabíl þá veit maður hvað þetta var mikið.“
Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira