Dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 12:02 Omar Sowe í leik með Blikum gegn Víking fyrr á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt Omar Sowe, framherja Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, í tveggja leikja bann. Omar Sowe var í byrjunarliði Breiðabliks er liðið sótti Leikni Reykjavík í Breiðholt þann 29. maí síðastliðinn. Breiðablik vann leikinn 2-1 þökk sé tveimur mörkum Ísaks Snæs Þorvaldssonar. Sowe var tekinn af velli á 62. mínútu en hann var heppinn að fá ekki rautt spjald vegna atviks sem átti sér stað í leiknum. Á myndbandsupptöku af leiknum má sjá Sowe bersýnilega gefa Brynjari Hlöðverssyni olnbogaskot. „Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af,“ sagði Brynjar í viðtali við Fótbolti.net að leik loknum. Einar Ingi Jóhannsson, dómari, sá atvikið greinilega ekki og því hélt leikurinn áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú hefur Sowe hins vegar verið dæmdur í tveggja leikja bann. Mun hann missa ef leikjum Breiðabliks við Val þann 16. júní og KA fjórum dögum síðar. „Er það mat nefndarinnar að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 31. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með greinargerð framkvæmdastjóra, sé alvarlegt agabrot. Atvik hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Sowe hefur skorað tvö mörk í átta leikjum Breiðabliks á leiktíðinni en liðið er með fullt hús stiga að loknum átta umferðum í Bestu deildinni og þá vann liðið öruggan sigur á Val í Mjólkurbikarnum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Omar Sowe var í byrjunarliði Breiðabliks er liðið sótti Leikni Reykjavík í Breiðholt þann 29. maí síðastliðinn. Breiðablik vann leikinn 2-1 þökk sé tveimur mörkum Ísaks Snæs Þorvaldssonar. Sowe var tekinn af velli á 62. mínútu en hann var heppinn að fá ekki rautt spjald vegna atviks sem átti sér stað í leiknum. Á myndbandsupptöku af leiknum má sjá Sowe bersýnilega gefa Brynjari Hlöðverssyni olnbogaskot. „Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af,“ sagði Brynjar í viðtali við Fótbolti.net að leik loknum. Einar Ingi Jóhannsson, dómari, sá atvikið greinilega ekki og því hélt leikurinn áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú hefur Sowe hins vegar verið dæmdur í tveggja leikja bann. Mun hann missa ef leikjum Breiðabliks við Val þann 16. júní og KA fjórum dögum síðar. „Er það mat nefndarinnar að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 31. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með greinargerð framkvæmdastjóra, sé alvarlegt agabrot. Atvik hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Sowe hefur skorað tvö mörk í átta leikjum Breiðabliks á leiktíðinni en liðið er með fullt hús stiga að loknum átta umferðum í Bestu deildinni og þá vann liðið öruggan sigur á Val í Mjólkurbikarnum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira