Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 13:27 Gengið hefur á ýmsu hjá Lula da Silva frá því að hann lét af embætti sem forseti árið 2011. Hann var sakfelldur fyrir spillingu, bannað að bjóða sig fram til forseta en dómurinn síðar ógiltur. Vísir/EPA Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. Lula mælist með 46% fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54% gegn 32% Bolsonaro. Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar nýlegar kannanir. Sumar þeirra benda til þess að Lula gæti unnið með allt að tuttugu og fimm prósentustiga mun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bolsonaro forseti hefur farið mikinn um möguleg kosningasvik og troðið illsakir við hæstarétt og yfirkjörstjórn landsins. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta kunni að kosta hann stuðning á pólitísku miðjunni. Sama skoðanakönnun sem var birt í dag sýnir að 47% eru neikvæðir í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2010. Saksóknarar ákærðu hann fyrir aðild að meiriháttar spillingarmáli sem skók brasilísk stjórnmál árið 2016. Hann var sakfelldur fyrir mútuþægni í tengslum við ríkisolíufyrirtækið Petrobras ári síðar og sat í fangelsi í á annað ár. Dómstóll bannaði Lula að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Spillingardómar yfir Lula voru ógiltir í fyrra og gat hann þá skráð sig aftur í framboð til forseta í ár. Brasilía Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Lula mælist með 46% fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54% gegn 32% Bolsonaro. Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar nýlegar kannanir. Sumar þeirra benda til þess að Lula gæti unnið með allt að tuttugu og fimm prósentustiga mun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bolsonaro forseti hefur farið mikinn um möguleg kosningasvik og troðið illsakir við hæstarétt og yfirkjörstjórn landsins. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta kunni að kosta hann stuðning á pólitísku miðjunni. Sama skoðanakönnun sem var birt í dag sýnir að 47% eru neikvæðir í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2010. Saksóknarar ákærðu hann fyrir aðild að meiriháttar spillingarmáli sem skók brasilísk stjórnmál árið 2016. Hann var sakfelldur fyrir mútuþægni í tengslum við ríkisolíufyrirtækið Petrobras ári síðar og sat í fangelsi í á annað ár. Dómstóll bannaði Lula að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Spillingardómar yfir Lula voru ógiltir í fyrra og gat hann þá skráð sig aftur í framboð til forseta í ár.
Brasilía Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira