Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 11:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sjúkdóminn vera orsakaðan af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknis. Þar segir að sýni verði send til útlanda eins fljótt og verða megi til að staðfesta greininguna. Yfirgnæfandi líkur eru á að greiningin sé rétt. Smitin má rekja til ferðalags til Evrópu en hvorugur mannanna er alvarlega veikur. „Eins og kom fram í fréttatilkynningum sóttvarnalæknis 20. og 23. maí sl. þá er apabóla ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast hún aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök en einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Um þrjár vikur geta liðið þar til sýktur einstaklingur hættir að smita en smithættan er yfirstaðin þegar síðasta blaðra á húð er gróin. Á meðan að viðkomandi er smitandi þá þarf hann að vera í einangrun. Einstaklingar sem útsettir eru fyrir smiti þurfa að vera í smitgát í allt að þrjár vikur,“ segir í tilkynningunni. Forðist náin samneyti við ókunnuga Allir sem fá bólur eða blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærum eða svæði aðlæg kynfærum, eru hvattir til að fara í einangrun og hafa samband símleiðis við húð- og kynsjúkdómadeild eða göngudeild smitsjúkdóma Landspítala eða heilsugæsluna til að fá nánari ráðleggingar um greiningu og meðferð. „Enn og aftur er fólk hvatt til að forðast náin samneyti við ókunnuga þ.m.t. kynmök, sérstaklega á ferðum sínum erlendis. Helsta leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu á apabólu hérlendis er að forðast þær smitleiðir/áhættur sem leitt geta til smita og að leita sér greiningar eins snemma í sjúkdómsferlinu og hægt er. Heilbrigðisráðuneytið, í samráði við Lyfjastofnun, vinnur að því að fá hingað veirulyf og bóluefni sem gætu gagnast völdum einstaklingum gegn sýkingunni,“ segir á vef Landlæknis. Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. 27. maí 2022 08:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknis. Þar segir að sýni verði send til útlanda eins fljótt og verða megi til að staðfesta greininguna. Yfirgnæfandi líkur eru á að greiningin sé rétt. Smitin má rekja til ferðalags til Evrópu en hvorugur mannanna er alvarlega veikur. „Eins og kom fram í fréttatilkynningum sóttvarnalæknis 20. og 23. maí sl. þá er apabóla ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast hún aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök en einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Um þrjár vikur geta liðið þar til sýktur einstaklingur hættir að smita en smithættan er yfirstaðin þegar síðasta blaðra á húð er gróin. Á meðan að viðkomandi er smitandi þá þarf hann að vera í einangrun. Einstaklingar sem útsettir eru fyrir smiti þurfa að vera í smitgát í allt að þrjár vikur,“ segir í tilkynningunni. Forðist náin samneyti við ókunnuga Allir sem fá bólur eða blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærum eða svæði aðlæg kynfærum, eru hvattir til að fara í einangrun og hafa samband símleiðis við húð- og kynsjúkdómadeild eða göngudeild smitsjúkdóma Landspítala eða heilsugæsluna til að fá nánari ráðleggingar um greiningu og meðferð. „Enn og aftur er fólk hvatt til að forðast náin samneyti við ókunnuga þ.m.t. kynmök, sérstaklega á ferðum sínum erlendis. Helsta leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu á apabólu hérlendis er að forðast þær smitleiðir/áhættur sem leitt geta til smita og að leita sér greiningar eins snemma í sjúkdómsferlinu og hægt er. Heilbrigðisráðuneytið, í samráði við Lyfjastofnun, vinnur að því að fá hingað veirulyf og bóluefni sem gætu gagnast völdum einstaklingum gegn sýkingunni,“ segir á vef Landlæknis.
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. 27. maí 2022 08:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02
Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. 27. maí 2022 08:44