Ómar Ingi og Bjarki Már geta báðir orðið markakóngar á sunnudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 11:30 Bjarki Már og Ómar Ingi hafa leikið frábærlega í vetur. Sá síðarnefndi er nýkrýndur Þýskalandsmeistari og gæti einnig orðið markakóngur. HSÍ Stórskyttan Ómar Ingi Magnússon og hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eiga báðir góða möguleika á að verða markakóngar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ómar Ingi var markakóngur á síðustu leiktíð og gæti þar með skráð sig í einkar fámennan hóp. Ómar Ingi átti stórleik í gær er nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Magdeburgar lögði Leipzig með fimm marka mun, 36-31. Gerði Ómar Ingi sér lítið fyrir og skoraði úr öllum 13 skotum sínum í leiknum. Það þýðir að Ómar Ingi fór upp fyrir Bjarka Má - sem skoraði níu mörk í síðasta leik Lemgo - á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar. Þeir sitja nú í öðru og þriðja sæti listans á en hinn fertugi Dani - sem á rætur að rekja til Íslands- Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin trónir á toppnum. Sá danski er markahæstur með 233 mörk, þar á eftir kemur Ómar Ingi með 231 og Bjarki Már aðeins einu minna eða 230 mörk. Handboltaofvitinn Rasmus Boysen hefur tekið saman skemmtilega tölfræði í kringum baráttuna um markakóngstitilinn á Twitter-síðu sinni. Sem stendur er Ómar Ingi aðeins einn af fimm leikmönnum í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar til að skora meira en 500 mörk samtals á tveimur tímabilum í röð. Ómar Ingi varð markakóngur á síðustu leiktíð og takist honum það á nýjan leik er hann aðeins sjöundi leikmaðurinn til að ná því tvö ár í röð. Metið á hins vegar Kyung-shin Yoon en hann varð markakóngur samfleytt frá 1997 til 2002. Omar Ingi Magnusson has with 1 match left of the season the chance to become back-to-back topscorer of the Bundesliga as the first player since Kyung-shin Yoon with 6 seasons in a row from 1996/97 to 2001/02 and the only 7th player ever.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2022 Á sunnudaginn ræðst þetta allt er lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fer fram. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir Kristjánsson mæta Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen. Bjarki Már mætir Hamburg á meðan Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg fá það verkefni að stöðva Lindberg og refina frá Berlín. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Ómar Ingi átti stórleik í gær er nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Magdeburgar lögði Leipzig með fimm marka mun, 36-31. Gerði Ómar Ingi sér lítið fyrir og skoraði úr öllum 13 skotum sínum í leiknum. Það þýðir að Ómar Ingi fór upp fyrir Bjarka Má - sem skoraði níu mörk í síðasta leik Lemgo - á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar. Þeir sitja nú í öðru og þriðja sæti listans á en hinn fertugi Dani - sem á rætur að rekja til Íslands- Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin trónir á toppnum. Sá danski er markahæstur með 233 mörk, þar á eftir kemur Ómar Ingi með 231 og Bjarki Már aðeins einu minna eða 230 mörk. Handboltaofvitinn Rasmus Boysen hefur tekið saman skemmtilega tölfræði í kringum baráttuna um markakóngstitilinn á Twitter-síðu sinni. Sem stendur er Ómar Ingi aðeins einn af fimm leikmönnum í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar til að skora meira en 500 mörk samtals á tveimur tímabilum í röð. Ómar Ingi varð markakóngur á síðustu leiktíð og takist honum það á nýjan leik er hann aðeins sjöundi leikmaðurinn til að ná því tvö ár í röð. Metið á hins vegar Kyung-shin Yoon en hann varð markakóngur samfleytt frá 1997 til 2002. Omar Ingi Magnusson has with 1 match left of the season the chance to become back-to-back topscorer of the Bundesliga as the first player since Kyung-shin Yoon with 6 seasons in a row from 1996/97 to 2001/02 and the only 7th player ever.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2022 Á sunnudaginn ræðst þetta allt er lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fer fram. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir Kristjánsson mæta Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen. Bjarki Már mætir Hamburg á meðan Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg fá það verkefni að stöðva Lindberg og refina frá Berlín.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti