Arnar Þór: Fengum ekki að vita hvaða sjónarhorn VAR notaði Hjörvar Ólafsson skrifar 13. júní 2022 21:50 Arnar Þór VIðarsson var stoltur af lærisveinum sínum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fékk að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að skera úr um að seinna mark ísraelska liðsins í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni í kvöld ætti að standa. „Ég er fyrst og fremst afar stoltur af frammistöðu liðsins. Við ákváðum að láta vaða í kvöld og fara með það hugarfari í leikinn að sækja til sigurs. Af þeim sökum var þetta svolítið opið og kaflaskipt," sagði Arnar Þór. „Þeir náðu aðeins of oft að losa pressuna sem við vorum að reyna að setja á þá. Til að mynda í fyrra markinu þar sem þeir ná að komast of auðveldlega upp hægra megin eins og við vissum að þeir vildu gera," sagði þjálfarinn enn fremur. „Hvað seinna markið varðar þá get ég ekki séð af þeim endursýningum sem ég sá að það sé hægt að segja með fullri vissu að boltinn hafi verið inni. Það þarf að vera 100% vissa um að ákvörðunin sé röng til að breyta ákvörðun dómarans og ég skil ekki hvernig þeir gátu gert það í þessu tilviki. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að taka þessa ákvörðun," sagði hann. „Mér fannst frammistaðan í kvöld alveg nógu góð til þess að ná í þrjú stig, eins og í fyrri leikjum í þessari riðlakeppni. Það er stígandi í þessu og mér finnst vera á réttri leið þó að það séu ekki allir sammála," sagði Arnar Þór og glotti. „Við erum komnir með ákveðinn kjarna og erum komnir með ákveðna mynd á okkar sterkasta lið. Svo eigum við sterka leikmenn inni sem verða vonandi með í haust. Við munum taka ákvörðun þegar nær dregur hvaða leikmenn munu spila í A-landsliðinu og hverjir í U-21 árs landsliðinu þegar við spilum á sama tíma," sagði landsliðsþjálfarinn um framhaldið. Í september á næsta ári mun A-landsliðið klára sína leiki í Þjóðadeildinni og gætu spilað úrslitaleik við Albana um sigur í riðlinum. Á sama tíma spilar U-21 árs liðið umspilsleiki um laust sæti í lokakeppni EM 2023. „Það eru 13 leikmenn í hópnum sem spilaði í þessum landsleikjaglugga sem spiluðu í síðustu lokakeppni EM U-21 árs landsliða og þar fyrir utan eru Hákon Arnar og Andri Lucas sem voru að spila í U-17 og U-19 ára landsliðunum á þeim tíma. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu mikilvægt það er að leikmenn fái reynslu í lokakeppni en á sama tími er ákveðinn píramídi hjá okkur þar sem A-landsliðið er efst. Við Davíð Snorri munum setjast yfir þetta í rólegheitunum þegar kemur að þessum leikjum," sagði Arnar Þór um komandi haust. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst afar stoltur af frammistöðu liðsins. Við ákváðum að láta vaða í kvöld og fara með það hugarfari í leikinn að sækja til sigurs. Af þeim sökum var þetta svolítið opið og kaflaskipt," sagði Arnar Þór. „Þeir náðu aðeins of oft að losa pressuna sem við vorum að reyna að setja á þá. Til að mynda í fyrra markinu þar sem þeir ná að komast of auðveldlega upp hægra megin eins og við vissum að þeir vildu gera," sagði þjálfarinn enn fremur. „Hvað seinna markið varðar þá get ég ekki séð af þeim endursýningum sem ég sá að það sé hægt að segja með fullri vissu að boltinn hafi verið inni. Það þarf að vera 100% vissa um að ákvörðunin sé röng til að breyta ákvörðun dómarans og ég skil ekki hvernig þeir gátu gert það í þessu tilviki. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að taka þessa ákvörðun," sagði hann. „Mér fannst frammistaðan í kvöld alveg nógu góð til þess að ná í þrjú stig, eins og í fyrri leikjum í þessari riðlakeppni. Það er stígandi í þessu og mér finnst vera á réttri leið þó að það séu ekki allir sammála," sagði Arnar Þór og glotti. „Við erum komnir með ákveðinn kjarna og erum komnir með ákveðna mynd á okkar sterkasta lið. Svo eigum við sterka leikmenn inni sem verða vonandi með í haust. Við munum taka ákvörðun þegar nær dregur hvaða leikmenn munu spila í A-landsliðinu og hverjir í U-21 árs landsliðinu þegar við spilum á sama tíma," sagði landsliðsþjálfarinn um framhaldið. Í september á næsta ári mun A-landsliðið klára sína leiki í Þjóðadeildinni og gætu spilað úrslitaleik við Albana um sigur í riðlinum. Á sama tíma spilar U-21 árs liðið umspilsleiki um laust sæti í lokakeppni EM 2023. „Það eru 13 leikmenn í hópnum sem spilaði í þessum landsleikjaglugga sem spiluðu í síðustu lokakeppni EM U-21 árs landsliða og þar fyrir utan eru Hákon Arnar og Andri Lucas sem voru að spila í U-17 og U-19 ára landsliðunum á þeim tíma. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu mikilvægt það er að leikmenn fái reynslu í lokakeppni en á sama tími er ákveðinn píramídi hjá okkur þar sem A-landsliðið er efst. Við Davíð Snorri munum setjast yfir þetta í rólegheitunum þegar kemur að þessum leikjum," sagði Arnar Þór um komandi haust.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira