Tomasson á ættir að rekja til Íslands en afi hans var íslenskur. Það kom þó aldrei annað til greina hjá þessum fyrrverandi framherja en að spila fyrir Danmörku. Alls skoraði hann 51 mark í 112 A-landsleikjum.
Hann átti einkan flottar feril en eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Köge í Danmörku fór hann til Heerenveen í Hollandi, þaðan til Newcastle United, Feyenoord, AC Milan, Stuttgart, Villareal og aftur Feyenoord.
Eftir að leggja skóna á hilluna 2011 þá beið Tomasson í tvö ár áður en hann tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi. Það var hjá Excelsior í Hollandi árið 2013 en hann entist stutt þar og sama má segja um tíma hans hjá Roda JC.
Árið 2015 var hann ráðin aðstoðarþjálfari Vitesse Arnhem og ári síðar var hann orðinn aðstoðarþjálfari Danmerkur. Það var svo í janúar 2020 sem hann tók við Malmö og gerði liðið að meisturum. Hann vann deildina aftur ári síðar áður en hann sagði upp störfum í desembersíðastliðnum.
We are delighted to announce the appointment of Jon Dahl Tomasson as our new Head Coach.
— Blackburn Rovers (@Rovers) June 14, 2022
Velkommen, Jon!
Read more: https://t.co/02d4lBfwGl#Rovers pic.twitter.com/cQ4d0Wt0yQ
Hann var því án atvinnu í rúmlega hálft ár eða þangað til Blackburn Rovers tilkynnti að Tomasson væri nýr þjálfari liðsins. Á hann að hjálpa því að komast upp í deild þeirra bestu en þar hefur Blackburn ekki verið síðan árið 2012.
Nýlega réð Blackburn manninn á bakvið árangur Noregsmeistara Bodø/Glimt sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Það er því ljóst að félagið horfir til Norðurlandanna í uppbyggingu sinni, hver veit nema þeir horfi næst til Íslands í leit að leikmönnum.