Milljónir manna heimilislaus eftir gríðarleg flóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júní 2022 23:26 Indverskir hermenn hjálpa þorpsbúum í Jalimura, vestan við Gauhati-borg í Indlandi. AP Photo/Anupam Nath Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina. Björgunarsveitarmenn aðstoða íbúa í Korora-þorpi, vestan við Gauhati-borg á Indlandi.AP Photo/Anupam Nath Í frétt AP um málið er greint frá því að í Assam-fylki í Indlandi séu að minnsta kosti 9 látnir og að meira en tvær milljónir manna hafi misst heimili sín undir flóðin. Sanjay O’Neil, starfsmaður við veðurathugunarstöð í höfuðborg Assam-fylkis, segir úrkomumagnið fordæmalaust og býst við mikilli rigningu út sunnudag. Þá hefur fjöldi lestarfyrirtækja aflýst ferðum á Indlandi vegna linnulausra rigninga undanfarna fimm daga. Indverski herinn hefur verið kallaður út til að bregðast við hamförunum og ferðast hermenn á milli bæja á hraðbátum og björgunarflekum. Bangladess í mikilli hættu Í Bangladess hefur vatnsyfirborðið hækkað í öllum stærstu ám landsins, samkvæmt miðstöð flóðavarna í höfuðborginni Dhaka. Þá hefur flugum til og frá Osmani-flugvelli, alþjóðlegum flugvelli, í borginni Sylhet verið aflýst undanfarna þrjá daga. Það er ekki nema mánuður síðan að Bangladesh-búar urðu fyrir flóðum sem áttu sér stað í norður- og norðausturhluta landsins. Þar varð gríðarlegur fjöldi plantekra, vega og heimila fyrir barðinu á skyndiflóðum í undanfara monsún-tímabilsins. Íbúar í Sylhet-borg þurfa að vaða göturnar til að komast leiða sinna.AP/Abdul Goni Bangladess er í mikilli hættu vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibyli sökum þess hve láglent landið er. Samkvæmt Milliríkjapanel Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. U.N.’s Intergovernmental Panel on Climate Change) mun um 17% Bangladess-íbúa þurfa að yfirgefa heimili sín næsta áratuginn ef hnattræn hlýnun heldur áfram á sama hraða. Náttúruhamfarir Veður Bangladess Indland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn aðstoða íbúa í Korora-þorpi, vestan við Gauhati-borg á Indlandi.AP Photo/Anupam Nath Í frétt AP um málið er greint frá því að í Assam-fylki í Indlandi séu að minnsta kosti 9 látnir og að meira en tvær milljónir manna hafi misst heimili sín undir flóðin. Sanjay O’Neil, starfsmaður við veðurathugunarstöð í höfuðborg Assam-fylkis, segir úrkomumagnið fordæmalaust og býst við mikilli rigningu út sunnudag. Þá hefur fjöldi lestarfyrirtækja aflýst ferðum á Indlandi vegna linnulausra rigninga undanfarna fimm daga. Indverski herinn hefur verið kallaður út til að bregðast við hamförunum og ferðast hermenn á milli bæja á hraðbátum og björgunarflekum. Bangladess í mikilli hættu Í Bangladess hefur vatnsyfirborðið hækkað í öllum stærstu ám landsins, samkvæmt miðstöð flóðavarna í höfuðborginni Dhaka. Þá hefur flugum til og frá Osmani-flugvelli, alþjóðlegum flugvelli, í borginni Sylhet verið aflýst undanfarna þrjá daga. Það er ekki nema mánuður síðan að Bangladesh-búar urðu fyrir flóðum sem áttu sér stað í norður- og norðausturhluta landsins. Þar varð gríðarlegur fjöldi plantekra, vega og heimila fyrir barðinu á skyndiflóðum í undanfara monsún-tímabilsins. Íbúar í Sylhet-borg þurfa að vaða göturnar til að komast leiða sinna.AP/Abdul Goni Bangladess er í mikilli hættu vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibyli sökum þess hve láglent landið er. Samkvæmt Milliríkjapanel Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. U.N.’s Intergovernmental Panel on Climate Change) mun um 17% Bangladess-íbúa þurfa að yfirgefa heimili sín næsta áratuginn ef hnattræn hlýnun heldur áfram á sama hraða.
Náttúruhamfarir Veður Bangladess Indland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira