Airport Direct segir hegðun bílstjórans óásættanlega Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 12:17 Stjórnendur fyrirtækisins hyggjast bregðast við ábendingunni. Skjáskot/Airport Direct Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn. Rútan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en myndband sem Pamela tók af ökumanninum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hún segir bílstjórann hafa einbeitt sér að akstrinum eftir að hún gerði alvarlega athugasemd við hegðunina. Að sögn Pamelu var rútan þéttsetin og svo hafi virst sem bílstjórinn hefði meiri áhuga á því að skrifa skilaboð en hafa augun á Reykjanesbrautinni. Þar að auki hafi hann stundum varla verið með hendurnar á stýri. Muni grípa til ráðstafana vegna málsins Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir hegðun rútubílstjórans ganga í berhögg við allar reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. „Það verður rætt við viðkomandi starfsmann og gripið til viðeigandi ráðstafana bæði vegna þessa einstaka máls, sem og almennt til lengri tíma,“ bætir Torfi við í skriflegu svari til fréttastofu en hann hafði ekki séð umrætt myndband áður en fréttamaður hafði samband. Horfa má á myndbandið sem Pamela tók um borð í rútunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fannst þetta of langt gengið „Um leið og við vorum komin á Reykjanesbrautina þá byrjaði hún að horfa á símann og skoða einhver skilaboð. Í fyrsta skiptið var það stutt og í annað skiptið þegar ég tók þetta myndband. Myndbandið stoppaði þegar vinkona mín hringdi í mig og á meðan ég talaði við hana þá hélt hún áfram að skoða og svara einhverjum rosalega mikilvægum skilaboðum. Þegar ég hætti í símanum þá fannst mér þetta vera of langt gengið,“ segir Pamela í samtali við Vísi. Í kjölfarið hafi hún beðið bílstjórann um að hugsa frekar um aksturinn en að skoða símann. Að sögn Pamelu voru á þessum tímapunkti innan við tuttugu mínútur liðnar af ferðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og lét bílstjórinn símann sinn vera restina af leiðinni. Pamela De Sensi flautuleikari við útgáfu nýrrar útgáfu af Pétri og úlfinum árið 2017.Vísir/Hanna Pamela segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún sjái rútubílstjóra nota síma sinn við keyrslu og hún því ákveðið að taka athæfið upp á myndband í þetta skiptið til að geta beint greinagóðri kvörtun til rútufyrirtækisins. Þegar heim var komið tók hún ákvörðun um að birta myndbandið einnig á Facebook þar sem allt of mikið af ökumönnum átti sig ekki á því að þeir þurfi bara að taka augun af veginum í minna en eina sekúndu til að lenda í bílslysi. Pamela vonar að sú athygli sem myndskeiðið hafi fengið verði til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. „Þegar það er verið að flytja fullt af fólki, eða ekki, þá er þetta bara hættulegt, punktur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Rútan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en myndband sem Pamela tók af ökumanninum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hún segir bílstjórann hafa einbeitt sér að akstrinum eftir að hún gerði alvarlega athugasemd við hegðunina. Að sögn Pamelu var rútan þéttsetin og svo hafi virst sem bílstjórinn hefði meiri áhuga á því að skrifa skilaboð en hafa augun á Reykjanesbrautinni. Þar að auki hafi hann stundum varla verið með hendurnar á stýri. Muni grípa til ráðstafana vegna málsins Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir hegðun rútubílstjórans ganga í berhögg við allar reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. „Það verður rætt við viðkomandi starfsmann og gripið til viðeigandi ráðstafana bæði vegna þessa einstaka máls, sem og almennt til lengri tíma,“ bætir Torfi við í skriflegu svari til fréttastofu en hann hafði ekki séð umrætt myndband áður en fréttamaður hafði samband. Horfa má á myndbandið sem Pamela tók um borð í rútunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fannst þetta of langt gengið „Um leið og við vorum komin á Reykjanesbrautina þá byrjaði hún að horfa á símann og skoða einhver skilaboð. Í fyrsta skiptið var það stutt og í annað skiptið þegar ég tók þetta myndband. Myndbandið stoppaði þegar vinkona mín hringdi í mig og á meðan ég talaði við hana þá hélt hún áfram að skoða og svara einhverjum rosalega mikilvægum skilaboðum. Þegar ég hætti í símanum þá fannst mér þetta vera of langt gengið,“ segir Pamela í samtali við Vísi. Í kjölfarið hafi hún beðið bílstjórann um að hugsa frekar um aksturinn en að skoða símann. Að sögn Pamelu voru á þessum tímapunkti innan við tuttugu mínútur liðnar af ferðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og lét bílstjórinn símann sinn vera restina af leiðinni. Pamela De Sensi flautuleikari við útgáfu nýrrar útgáfu af Pétri og úlfinum árið 2017.Vísir/Hanna Pamela segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún sjái rútubílstjóra nota síma sinn við keyrslu og hún því ákveðið að taka athæfið upp á myndband í þetta skiptið til að geta beint greinagóðri kvörtun til rútufyrirtækisins. Þegar heim var komið tók hún ákvörðun um að birta myndbandið einnig á Facebook þar sem allt of mikið af ökumönnum átti sig ekki á því að þeir þurfi bara að taka augun af veginum í minna en eina sekúndu til að lenda í bílslysi. Pamela vonar að sú athygli sem myndskeiðið hafi fengið verði til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. „Þegar það er verið að flytja fullt af fólki, eða ekki, þá er þetta bara hættulegt, punktur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira