„Eigum heima í þessari deild“ Jón Már Ferro og Atli Arason skrifa 19. júní 2022 17:00 Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður KR, segir liðið eiga heima í deild þeirra bestu. vísir/daníel Guðmunda Brynja, framherji KR var að vonum mjög glöð eftir góðan 1-3 sigur í Keflavík í rigningu og roki. „Svakalega glöð, það er erfitt að koma til Keflavíkur og taka þrjú stig. Við erum líka búnar að vera á góðu róli og gott að klára leikina núna, þannig að þessi þrjú stig voru mjög mikilvæg fyrir baráttuna,“ sagði Guðmunda Brynja í samtali við Vísi eftir leik. Mikill stígandi hefur verið í leik KR frá upphafi tímabils. Fyrsti leikurinn mótsins var einmitt á móti Keflavík á Meistaravöllum þar sem KR steinlá 0-4. „Við höfum fengið háskólastelpurnar til baka og útlendingarnir komnir loksins inn, svo bara ákváðum við að pressa hærra á vellinum og vinna boltann ofar. Það er að henta okkur vel,“ svaraði Guðmunda aðspurð út í stíganda í leik liðsins frá upphafi móts. Guðmunda er brött fyrir framhaldinu í mótinu og telur að fleiri sigurleikir séu á leiðinni. „Já ég held það, við erum búnar að spila mjög vel núna síðustu þrjá deildarleiki og spiluðum vel á móti Val í bikarleiknum, við erum búnar að sýna það að við eigum heima í þessari deild og sigrarnir koma. Ég meina það er bara hálfleikur núna, fyrsti leikurinn í seinni umferðinni er byrjaður og við erum búnar að vinna jafn marga leiki og við gerðum í fyrri umferðinni. Þannig við byrjum allavega vel, ég held það komi bara fleiri sigrar.“ Langt hlé kemur á deildinni núna. Guðmunda á von á því að Christopher, annar af þjálfurum KR, láti þær æfa stíft á meðan. „Ég er nokkuð viss um að Christopher láti okkur hlaupa mjög mikið, þannig við erum bara að fara inn í undirbúningstímabil og getum núna bara stillt okkar leik og gert enn betur. Honum [Christopher] finnst gaman að hlaupa og pressa, þannig ég held við förum bara í þannig æfingar og æfum pressuna betur og uppspilið, þannig ég held við verðum bara flottar þegar hléið er búið,“ sagði Guðmunda að lokum. Besta deild kvenna Íslenski boltinn KR Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
„Svakalega glöð, það er erfitt að koma til Keflavíkur og taka þrjú stig. Við erum líka búnar að vera á góðu róli og gott að klára leikina núna, þannig að þessi þrjú stig voru mjög mikilvæg fyrir baráttuna,“ sagði Guðmunda Brynja í samtali við Vísi eftir leik. Mikill stígandi hefur verið í leik KR frá upphafi tímabils. Fyrsti leikurinn mótsins var einmitt á móti Keflavík á Meistaravöllum þar sem KR steinlá 0-4. „Við höfum fengið háskólastelpurnar til baka og útlendingarnir komnir loksins inn, svo bara ákváðum við að pressa hærra á vellinum og vinna boltann ofar. Það er að henta okkur vel,“ svaraði Guðmunda aðspurð út í stíganda í leik liðsins frá upphafi móts. Guðmunda er brött fyrir framhaldinu í mótinu og telur að fleiri sigurleikir séu á leiðinni. „Já ég held það, við erum búnar að spila mjög vel núna síðustu þrjá deildarleiki og spiluðum vel á móti Val í bikarleiknum, við erum búnar að sýna það að við eigum heima í þessari deild og sigrarnir koma. Ég meina það er bara hálfleikur núna, fyrsti leikurinn í seinni umferðinni er byrjaður og við erum búnar að vinna jafn marga leiki og við gerðum í fyrri umferðinni. Þannig við byrjum allavega vel, ég held það komi bara fleiri sigrar.“ Langt hlé kemur á deildinni núna. Guðmunda á von á því að Christopher, annar af þjálfurum KR, láti þær æfa stíft á meðan. „Ég er nokkuð viss um að Christopher láti okkur hlaupa mjög mikið, þannig við erum bara að fara inn í undirbúningstímabil og getum núna bara stillt okkar leik og gert enn betur. Honum [Christopher] finnst gaman að hlaupa og pressa, þannig ég held við förum bara í þannig æfingar og æfum pressuna betur og uppspilið, þannig ég held við verðum bara flottar þegar hléið er búið,“ sagði Guðmunda að lokum.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn KR Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira