Sakamálarannsókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningarfrelsið Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 14:08 Eva Hauksdóttir er verjandi Arnars Sverrissonar. Vísir Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki. Forsaga málsins er sú að Arnar Sverrisson, sálfræðingur, skrifaði grein sem birtist á Vísi árið 2020 með heitið: „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki““. Þar skrifaði hann um trans fólk og kynleiðréttingaraðgerðir. Hann sagði að „kynröskunarfaraldur“ hefði brotist út meðal unglingsstúlkna. Arnar var mjög svo gagnrýndur fyrir grein sína, meðal annars af Óttari Guðmundssyni geðlækni, Elsu Báru Traustadóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Trans Íslands. Neituðu fyrst að rannsaka skrifin Fyrir viku síðan var Arnar síðan boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni eftir kæru frá Tönju Vigdisdottir. Arnar segir að lögreglan hafi í fyrstu hafnað rannsókn á skrifum sínum en að lokum hafi ríkislögreglustjóri fyrirskipað að rannsókn færi fram. Í grein sem Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars, birti á Vísi í dag, segir að grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar eða ofsókna gegn trans fólki, heldur fyrst og fremst gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Arnar telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. „Sú skoðun að kyn ráðist af meðfæddum, líkamlegum eiginleikum fór greinilega fyrir brjóstið á þeim aðhyllast þá hugmyndafræði sem Arnar gagnrýndi. Grein hans var sögð full af rangfærslum, án þess að bent væri á neinar rangfærslur, og því haldið fram að Arnar gerði lítið úr þjáningum trans fólks, án þess að það væri á nokkurn hátt útskýrt,“ segir Eva. Varasamt að tjá skoðanir sínar Hún segir að afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hafi stökkbreyst á síðustu árum. „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti.“ Eva segir að tjáningarfrelsið sé mikilvægasta ráð almennings til að veita yfirvöldum og áhrifafólki aðhald. Minnihlutahópar eigi þó að sjálfsögðu rétt á vernd gegn mismunun og ofsóknum en að grein Arnars sé hvorki mismunun né ofsóknir. „Trans fólk á ekki rétt á því að ríkisvaldið þaggi niður í þeim sem telja eitthvað athugavert við mikla og skyndilega fjölgun kynskiptaaðgerða og hormónameðferða, jafnvel á unglingum,“ segir Eva. Árás á tjáningarfrelsið Samfélag sem hefur lýðræði að leiðarljósi má ekki láta undan kúgunartilburðum neins að sögn Evu og að slíkum tilburðum skuli svara með rökum. „Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að trans fólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið.“ Hún segir að lýðræðissamfélag megi ekki láta undan skoðanakúgun og að það sé vel hægt að lýsa andstöðu við pólitíska hugmyndafræði án þess að ráðast gegn mannréttindum minnihlutahópa. „Höfum hugfast að skoðanakúgun snertir réttindi okkar allra. Ef við samþykkjum þöggun þeirra sem gagnrýna mikla fjölgun kynskiptaaðgerða, getum við reiknað með að þegar fasistar eða aðrir hættulegir hópar ná völdum verði gagnrýni á hugmyndafræði þeirra óskilgreind sem hatursorðræða,“ segir Eva Hauksdóttir. Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Arnar Sverrisson, sálfræðingur, skrifaði grein sem birtist á Vísi árið 2020 með heitið: „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki““. Þar skrifaði hann um trans fólk og kynleiðréttingaraðgerðir. Hann sagði að „kynröskunarfaraldur“ hefði brotist út meðal unglingsstúlkna. Arnar var mjög svo gagnrýndur fyrir grein sína, meðal annars af Óttari Guðmundssyni geðlækni, Elsu Báru Traustadóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Trans Íslands. Neituðu fyrst að rannsaka skrifin Fyrir viku síðan var Arnar síðan boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni eftir kæru frá Tönju Vigdisdottir. Arnar segir að lögreglan hafi í fyrstu hafnað rannsókn á skrifum sínum en að lokum hafi ríkislögreglustjóri fyrirskipað að rannsókn færi fram. Í grein sem Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars, birti á Vísi í dag, segir að grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar eða ofsókna gegn trans fólki, heldur fyrst og fremst gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Arnar telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. „Sú skoðun að kyn ráðist af meðfæddum, líkamlegum eiginleikum fór greinilega fyrir brjóstið á þeim aðhyllast þá hugmyndafræði sem Arnar gagnrýndi. Grein hans var sögð full af rangfærslum, án þess að bent væri á neinar rangfærslur, og því haldið fram að Arnar gerði lítið úr þjáningum trans fólks, án þess að það væri á nokkurn hátt útskýrt,“ segir Eva. Varasamt að tjá skoðanir sínar Hún segir að afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hafi stökkbreyst á síðustu árum. „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti.“ Eva segir að tjáningarfrelsið sé mikilvægasta ráð almennings til að veita yfirvöldum og áhrifafólki aðhald. Minnihlutahópar eigi þó að sjálfsögðu rétt á vernd gegn mismunun og ofsóknum en að grein Arnars sé hvorki mismunun né ofsóknir. „Trans fólk á ekki rétt á því að ríkisvaldið þaggi niður í þeim sem telja eitthvað athugavert við mikla og skyndilega fjölgun kynskiptaaðgerða og hormónameðferða, jafnvel á unglingum,“ segir Eva. Árás á tjáningarfrelsið Samfélag sem hefur lýðræði að leiðarljósi má ekki láta undan kúgunartilburðum neins að sögn Evu og að slíkum tilburðum skuli svara með rökum. „Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að trans fólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið.“ Hún segir að lýðræðissamfélag megi ekki láta undan skoðanakúgun og að það sé vel hægt að lýsa andstöðu við pólitíska hugmyndafræði án þess að ráðast gegn mannréttindum minnihlutahópa. „Höfum hugfast að skoðanakúgun snertir réttindi okkar allra. Ef við samþykkjum þöggun þeirra sem gagnrýna mikla fjölgun kynskiptaaðgerða, getum við reiknað með að þegar fasistar eða aðrir hættulegir hópar ná völdum verði gagnrýni á hugmyndafræði þeirra óskilgreind sem hatursorðræða,“ segir Eva Hauksdóttir.
Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira