Forráðamenn Liverpool tilbúnir að missa Salah frítt Atli Arason skrifar 20. júní 2022 23:01 Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fagnar einu af 23 mörkum sínum á síðasta tímabili. Getty Images Innan Anfield er vaxandi ótti að markahæsti leikmaður síðasta tímabils, Mohamed Salah, muni yfirgefa Liverpool næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Það er Daily Mirror sem greindi frá þessu um helgina en miðillinn segist vera með öruggar heimildir innan herbúða Liverpool að menn séu hreinlega að sætta sig við að Salah fari frítt frá félaginu sumarið 2023. Egypski framherjinn er sagður vilja tvöfalda launin sín úr 200 þúsund pundum á viku í 400 þúsund. Sú upphæð passar ekki alveg inn í það launafyrirkomulag sem félagið vil tileinka sér og er Liverpool frekar tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en að borga þessa upphæð. Salah hafði áður sagt að hann ætlar spila með Liverpool næsta leiktímabil. Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til ársins 2026 og vonuðust forráðamenn Liverpool til þess að framlenging Klopp myndi fá Salah til að bakka aðeins frá þessum himinháu launakröfum. Svo virðist ekki vera og störukeppnin milli leikmannsins og félagsins heldur áfram. Klopp taldi þó sjálfur að hans framlengda vera hjá Liverpool myndi ekki ráða því hvort leikmenn myndu skrifa undir nýjan samning eða ekki. „Í lífinu eru fleiri hlutir til að hugsa út í, annað en hver knattspyrnustjórinn er. Þó það sé kannski mikilvægt að vita. Það er frábært ef vera mín hér sé jákvæð fyrir strákana en ég held það ráði ekki öllu í þeirri ákvörðun. Þeir verða að ákveða hvað þeir ætli að gera við sitt líf. Við vildum [með framlengdum samningi] tryggja að þeim sem langar að vera hérna áfram vita við hverju þeir geta búist,“ sagði Klopp fyrir örfáum mánuðum síðan. Sadio Mane virðist búinn að ná samkomulagi við Bayern Munich um félagaskipti til þýska félagsins en samningur Mane átti að renna út á sama tíma og samningur Salah. Mane var búinn að gefa það út að hann myndi ekki framlengja þann samning. Egyptinn hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool og unnið alla stóru bikara sem í boði eru með Liverpool. Salah, sem varð þrítugur í síðustu viku, gæti hafið formlegar viðræður við önnur félög sex mánuðum áður en samningur hans rennur út þann 30. júní 2023. Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Það er Daily Mirror sem greindi frá þessu um helgina en miðillinn segist vera með öruggar heimildir innan herbúða Liverpool að menn séu hreinlega að sætta sig við að Salah fari frítt frá félaginu sumarið 2023. Egypski framherjinn er sagður vilja tvöfalda launin sín úr 200 þúsund pundum á viku í 400 þúsund. Sú upphæð passar ekki alveg inn í það launafyrirkomulag sem félagið vil tileinka sér og er Liverpool frekar tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en að borga þessa upphæð. Salah hafði áður sagt að hann ætlar spila með Liverpool næsta leiktímabil. Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til ársins 2026 og vonuðust forráðamenn Liverpool til þess að framlenging Klopp myndi fá Salah til að bakka aðeins frá þessum himinháu launakröfum. Svo virðist ekki vera og störukeppnin milli leikmannsins og félagsins heldur áfram. Klopp taldi þó sjálfur að hans framlengda vera hjá Liverpool myndi ekki ráða því hvort leikmenn myndu skrifa undir nýjan samning eða ekki. „Í lífinu eru fleiri hlutir til að hugsa út í, annað en hver knattspyrnustjórinn er. Þó það sé kannski mikilvægt að vita. Það er frábært ef vera mín hér sé jákvæð fyrir strákana en ég held það ráði ekki öllu í þeirri ákvörðun. Þeir verða að ákveða hvað þeir ætli að gera við sitt líf. Við vildum [með framlengdum samningi] tryggja að þeim sem langar að vera hérna áfram vita við hverju þeir geta búist,“ sagði Klopp fyrir örfáum mánuðum síðan. Sadio Mane virðist búinn að ná samkomulagi við Bayern Munich um félagaskipti til þýska félagsins en samningur Mane átti að renna út á sama tíma og samningur Salah. Mane var búinn að gefa það út að hann myndi ekki framlengja þann samning. Egyptinn hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool og unnið alla stóru bikara sem í boði eru með Liverpool. Salah, sem varð þrítugur í síðustu viku, gæti hafið formlegar viðræður við önnur félög sex mánuðum áður en samningur hans rennur út þann 30. júní 2023.
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira