Átta þjóðir voru í pottinum. Ásamt íslenska liðinu eru Króatía, Tékkland, Danmörk, Ísrael, Írland, Slóvakía og Úkraína sem fara í umspil.
Liðið sem kom fyrst upp úr pottinum spilar heimaleik fyrst, en leikið verður heima og að heiman. Leikirnir fara fram milli 19. og 27. september.
Alls eru 16 þjóðir sem vinna sér in þátttökurétt á Evrópumótinu. Heimaliðin Rúmenía og Georgía fá keppnisrétt sjálfkrafa, en ásamt þeim hafa Belgar, Englendingar, Frakkar, Þjóðverjar, Ítalir, Portúgalar, Hollendingar, Noðrmenn, Spánverjar og Svisslendingar tryggt sér þátttökurétt.
Drátturinn í heild
Króatía - Danmörk
Slóvakía - Úkraína
ÍSLAND - Tékkland
Írland - Ísrael