Valur hefur rætt við umboðsmann Frederik Schram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 13:31 Frederik Schram í leik með íslenska A-landsliðinu. Vísir/Getty Bestu deildarlið Vals hefur rætt við umboðsmanns markvarðarins Frederik August Albrecht Schram sem er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Frá þessu er greint á vef 433.is. Þar segir að Valur hafi rætt við Michael Mio Nielsen, umboðsmann Schram, en Nielsen sjálfur staðfesti það í samtali við miðilinn. Þá birti 433.is mynd af Schram að ræða við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals á dögunum. Það vakti mikla athygli þegar Valur ákvað að losa sig við hinn margreynda Hannes Þór Halldórsson eftir að síðustu leiktíð lauk og sækja Guy Smit sem hafði leikið með Leikni Reykjavík. Hannes Þór lagði í kjölfarið hanskana á hilluna en sótti þá af hillunni á dögunum og samdi tímabundið við Íslands- og bikarmeistara Víkings vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022 Hinn 27 ára gamli Schram spilaði aðeins einn leik er Lyngby fór upp úr B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð í Danmörku. Stóð hann sig með prýði í lokaleik tímabilsins og kom í kjölfarið í frí til Íslands. Þar ræddi hann greinilega við Valsmenn og hver veit nema Schram gæti loks spilað á Íslandi eftir að hafa verið hluti af íslenska A-landsliðinu á sínum tíma. Spilaði hann fimm leiki fyrir Íslands hönd og fór meðal annars með á HM í Rússlandi árið 2018. Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val og fundinn sem fram fór í síðustu viku. Það þarf kannski tvo markverði til að fylla skarð Hannesar á endanum https://t.co/pctL0NKGqC— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 22, 2022 „Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár,“ sagði Nielsen í spjalli við 433.is. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt rennur samningur markvarðarins við Lyngby út þann 30. júní næstkomandi. Degi áður opnar félagaskiptaglugginn á Íslandi á nýjan leik og hver veit nema Valur sæki annan markvörð til að fylla skarðið sem brotthvarf Hannesar Þórs skildi eftir sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Þar segir að Valur hafi rætt við Michael Mio Nielsen, umboðsmann Schram, en Nielsen sjálfur staðfesti það í samtali við miðilinn. Þá birti 433.is mynd af Schram að ræða við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals á dögunum. Það vakti mikla athygli þegar Valur ákvað að losa sig við hinn margreynda Hannes Þór Halldórsson eftir að síðustu leiktíð lauk og sækja Guy Smit sem hafði leikið með Leikni Reykjavík. Hannes Þór lagði í kjölfarið hanskana á hilluna en sótti þá af hillunni á dögunum og samdi tímabundið við Íslands- og bikarmeistara Víkings vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022 Hinn 27 ára gamli Schram spilaði aðeins einn leik er Lyngby fór upp úr B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð í Danmörku. Stóð hann sig með prýði í lokaleik tímabilsins og kom í kjölfarið í frí til Íslands. Þar ræddi hann greinilega við Valsmenn og hver veit nema Schram gæti loks spilað á Íslandi eftir að hafa verið hluti af íslenska A-landsliðinu á sínum tíma. Spilaði hann fimm leiki fyrir Íslands hönd og fór meðal annars með á HM í Rússlandi árið 2018. Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val og fundinn sem fram fór í síðustu viku. Það þarf kannski tvo markverði til að fylla skarð Hannesar á endanum https://t.co/pctL0NKGqC— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 22, 2022 „Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár,“ sagði Nielsen í spjalli við 433.is. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt rennur samningur markvarðarins við Lyngby út þann 30. júní næstkomandi. Degi áður opnar félagaskiptaglugginn á Íslandi á nýjan leik og hver veit nema Valur sæki annan markvörð til að fylla skarðið sem brotthvarf Hannesar Þórs skildi eftir sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira