Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2022 08:12 Inger Støjberg var í desember síðastliðinn dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. EPA Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. Støjberg staðfestir þetta í samtali við Skive Folkblad í morgun, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki síðustu daga og vikur um að nýr flokkur væri í burðarliðnum. Støjberg segir að flokkurinn muni leggja sérstaka áherslu á málefni Dana utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eigi sér í lagi við um heilbrigðismál, starfsumhverfi fyrirtækja, matvælaframleiðslu og dagleg verkefni hins almenna borgara. Hún segir að „borgaraleg, almenn skynsemi“ verði leiðarljós flokksins. Var dæmd í Ríkisrétti Støjberg var í desember dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Ríkisréttur hafði þá starfað og verið með málið til meðferðar síðan í september, en Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Hin 49 ára Støjberg lét af varaformennsku í Venstre í desember 2020 eftir deilur við formanninn Jakob Elleman-Jensen. Hún tók fyrst sæti á danska þinginu árið 2001, en hún lét af þingmennsku eftir að dómur féll í Ríkisrétti í desember 2021. Stefna á að bjóða fram í næstu kosningum Nú tekur við það verkefni að safna nægum undirskriftum til að flokkurinn geti boðið fram í næstu þingkosningum í landinu sem eiga að fara fram í síðasta lagi í júní á næsta ári. Ekki er langt síðan fyrrverandi formaður Venstre, Lars Løkke Rasmussen, sagði skilið við Venstre og tilkynnti um stofnun nýs flokks, Moderaterne. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35 Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Støjberg staðfestir þetta í samtali við Skive Folkblad í morgun, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki síðustu daga og vikur um að nýr flokkur væri í burðarliðnum. Støjberg segir að flokkurinn muni leggja sérstaka áherslu á málefni Dana utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eigi sér í lagi við um heilbrigðismál, starfsumhverfi fyrirtækja, matvælaframleiðslu og dagleg verkefni hins almenna borgara. Hún segir að „borgaraleg, almenn skynsemi“ verði leiðarljós flokksins. Var dæmd í Ríkisrétti Støjberg var í desember dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Ríkisréttur hafði þá starfað og verið með málið til meðferðar síðan í september, en Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Hin 49 ára Støjberg lét af varaformennsku í Venstre í desember 2020 eftir deilur við formanninn Jakob Elleman-Jensen. Hún tók fyrst sæti á danska þinginu árið 2001, en hún lét af þingmennsku eftir að dómur féll í Ríkisrétti í desember 2021. Stefna á að bjóða fram í næstu kosningum Nú tekur við það verkefni að safna nægum undirskriftum til að flokkurinn geti boðið fram í næstu þingkosningum í landinu sem eiga að fara fram í síðasta lagi í júní á næsta ári. Ekki er langt síðan fyrrverandi formaður Venstre, Lars Løkke Rasmussen, sagði skilið við Venstre og tilkynnti um stofnun nýs flokks, Moderaterne. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35 Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35
Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25