Mætir Arnari 23 árum eftir að hann mætti honum inni á vellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2022 13:01 Ildefons Lima í baráttu við Jóhann Berg Guðmundsson í leik Andorra og Íslands í undankeppni EM vorið 2019. Þótt Jóhann Berg sé kominn á fertugsaldurinn var hann enn í 7. flokki þegar Lima lék sinn fyrsta A-landsleik. Lima er enn að og verður í eldlínunni í Víkinni í kvöld. getty/Quality Sport Images Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Inter Club d'Escaldes frá Andorra í úrslitaleik um sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Víkinni í kvöld. Í liði gestanna er einn allra reyndasti fótboltamaður heims. Meistaradeild Evrópu tímabilið 2022-23 hófst í Víkinni á þriðjudaginn. Inter Club d'Escaldes vann þá La Fiorita frá San Marinó, 2-1, á meðan Víkingur rústaði Levadia Tallin frá Eistlandi, 6-1. Miðað við leikina tvo á þriðjudaginn eru Víkingar mörgum ljósárum á undan Inter í getu og allt nema stórsigur Íslands- og bikarmeistaranna í kvöld yrði að teljast óvænt. En hver svo sem úrslit leiksins í kvöld verða ætla leikmenn Inter allavega að njóta dvalarinnar í Reykjavík til hins ítrasta. Í gær sást til þeirra á hlaupahjólum á Austurvelli og þá skoðuðu þeir Hallgrímskirkju. Leikmenn Inter Club d Escaldes láta sér amk ekki leiðast í Reykjavík meðan að þeir bíða eftir úrslitaleik gegn @vikingurfc pic.twitter.com/4EuOtayri1— Aron Guðmundsson (@ronnigudmunds) June 23, 2022 Visiting Reykjavík #andorra #ísland #iceland #inter #vikingur #championslesgue pic.twitter.com/BHt7HKbwwJ— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 23, 2022 Þekktasti leikmaður Inter er Ildefons Lima. Óhætt er að kalla hann reynslubolta en Lima er nefnilega á 43. aldursári og hefur spilað í meistaraflokki síðan 1997. Þá voru margir samherja hans ekki fæddir. Lima, sem fæddist 10. desember 1979 í Barcelona, er leikja- og markahæstur í sögu landsliðs Andorra með 134 leiki og ellefu mörk, þrátt fyrir að vera miðvörður. Hann lék sinn fyrsta landsleik 22. júní 1997. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Lima rífur kjaft við Joleon Lescott í leik Englands og Andorra á Wembley sumarið 2009.getty/Phil Cole Þegar Lima var enn ungur mætti hann Íslandi í undankeppni EM 2000. Hann var í byrjunarliði Andorra í fyrri leik liðanna 27. mars 1999. Ísland vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Í byrjunarliði Íslands var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Leiðir þeirra liggja nú aftur saman, 23 árum seinna, þótt hlutverkin séu ólík. Arnar er á hliðarlínunni en Lima enn að spila. Arnar Gunnlaugsson endurnýjar kynnin við Lima í kvöld.vísir/Hulda Margrét Lima lék ekki seinni leik Íslands og Andorra í undankeppni EM 2000 sem Íslendingar unnu 3-0. Hann hefur þó mætt Íslandi þrisvar sinnum síðan, í vináttulandsleik 2002 og svo í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020. Í marki Íslands í leikjunum gegn Andorra 2019 stóð Hannes Þór Halldórsson, nýjasti leikmaður Víkings. Þeir Lima hittust í Víkinni fyrr í vikunni og hinn síungi Lima birti mynd af þeim saman á Twitter. Nice to see you again @hanneshalldors #andorra #ísland #halldorsson #keeper #reykjavik #vikingur #iceland #legend #worldcup #vikingclap pic.twitter.com/j7rSyR2np2— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 19, 2022 Sigurvegarinn í leik Víkings og Inter mætir Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Þjálfari Malmö er Víkingum vel kunnur; Milos Milojevic, fyrrverandi leikmaður og þjálfari þeirra rauðsvörtu. Leikur Víkings og Inter hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Andorra Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Meistaradeild Evrópu tímabilið 2022-23 hófst í Víkinni á þriðjudaginn. Inter Club d'Escaldes vann þá La Fiorita frá San Marinó, 2-1, á meðan Víkingur rústaði Levadia Tallin frá Eistlandi, 6-1. Miðað við leikina tvo á þriðjudaginn eru Víkingar mörgum ljósárum á undan Inter í getu og allt nema stórsigur Íslands- og bikarmeistaranna í kvöld yrði að teljast óvænt. En hver svo sem úrslit leiksins í kvöld verða ætla leikmenn Inter allavega að njóta dvalarinnar í Reykjavík til hins ítrasta. Í gær sást til þeirra á hlaupahjólum á Austurvelli og þá skoðuðu þeir Hallgrímskirkju. Leikmenn Inter Club d Escaldes láta sér amk ekki leiðast í Reykjavík meðan að þeir bíða eftir úrslitaleik gegn @vikingurfc pic.twitter.com/4EuOtayri1— Aron Guðmundsson (@ronnigudmunds) June 23, 2022 Visiting Reykjavík #andorra #ísland #iceland #inter #vikingur #championslesgue pic.twitter.com/BHt7HKbwwJ— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 23, 2022 Þekktasti leikmaður Inter er Ildefons Lima. Óhætt er að kalla hann reynslubolta en Lima er nefnilega á 43. aldursári og hefur spilað í meistaraflokki síðan 1997. Þá voru margir samherja hans ekki fæddir. Lima, sem fæddist 10. desember 1979 í Barcelona, er leikja- og markahæstur í sögu landsliðs Andorra með 134 leiki og ellefu mörk, þrátt fyrir að vera miðvörður. Hann lék sinn fyrsta landsleik 22. júní 1997. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Lima rífur kjaft við Joleon Lescott í leik Englands og Andorra á Wembley sumarið 2009.getty/Phil Cole Þegar Lima var enn ungur mætti hann Íslandi í undankeppni EM 2000. Hann var í byrjunarliði Andorra í fyrri leik liðanna 27. mars 1999. Ísland vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Í byrjunarliði Íslands var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Leiðir þeirra liggja nú aftur saman, 23 árum seinna, þótt hlutverkin séu ólík. Arnar er á hliðarlínunni en Lima enn að spila. Arnar Gunnlaugsson endurnýjar kynnin við Lima í kvöld.vísir/Hulda Margrét Lima lék ekki seinni leik Íslands og Andorra í undankeppni EM 2000 sem Íslendingar unnu 3-0. Hann hefur þó mætt Íslandi þrisvar sinnum síðan, í vináttulandsleik 2002 og svo í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020. Í marki Íslands í leikjunum gegn Andorra 2019 stóð Hannes Þór Halldórsson, nýjasti leikmaður Víkings. Þeir Lima hittust í Víkinni fyrr í vikunni og hinn síungi Lima birti mynd af þeim saman á Twitter. Nice to see you again @hanneshalldors #andorra #ísland #halldorsson #keeper #reykjavik #vikingur #iceland #legend #worldcup #vikingclap pic.twitter.com/j7rSyR2np2— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 19, 2022 Sigurvegarinn í leik Víkings og Inter mætir Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Þjálfari Malmö er Víkingum vel kunnur; Milos Milojevic, fyrrverandi leikmaður og þjálfari þeirra rauðsvörtu. Leikur Víkings og Inter hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Andorra Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira