Aron, Bjarki, Orri og Viktor fá að spila í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2022 17:01 Bjarki Már Elísson spilar í Meistaradeild Evrópu með Veszprém eins og búast mátti við. EPA-EFE/Tibor Illyes Sjö leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta munu leika í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst í dag þegar Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út hvaða lið fengju keppnisrétt. Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildarinnar í Vínarborg á föstudaginn. Af liðunum sextán sem verða með í vetur eru sex lið með Íslendinga innanborðs. Fyrir daginn í dag var öruggt að Magdeburg frá Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson) og pólska liðið Vive Kielce (Haukur Þrastarson) yrðu með í Meistaradeildinni ásamt GOG frá Danmörku, Barcelona frá Spáni, PSG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Aron og Hansen saman í Meistaradeildinni Í dag bættust svo sjö lið í hópinn, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF sem byggði á áliti matsnefndar. Þar af eru fjögur Íslendingalið. Álaborg frá Danmörku, sem tefla mun fram Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni á næstu leiktíð, er þar á meðal þrátt fyrir að hafa misst af danska meistaratitlinum til Viktors Gísla Hallgrímssonar og félaga í GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Fáir þekkja Meistaradeild Evrópu betur en Aron Pálmarsson sem unnið hefur keppnina þrisvar sinnum.Getty Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli fer til í sumar, fékk einnig inngöngu sem og Veszprém, nýja liðið hans Bjarka Más Elíssonar. Hið sama á við um Elverum frá Noregi sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með en Aron Dagur Pálsson leikur ekki með liðinu því hann samdi við Val á dögunum. Hin þrjú liðin eru svo Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Lið Aðalsteins og Óðins komst ekki inn Á meðal þeirra liða sem var hafnað sæti í Meistaradeildinni eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með. Hin voru Granollers frá Spáni, Sporting frá Portúgal, Minaur Baia Mare frá Rúmeníu, Ystad frá Svíþjóð og Motor frá Úkraínu. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildarinnar í Vínarborg á föstudaginn. Af liðunum sextán sem verða með í vetur eru sex lið með Íslendinga innanborðs. Fyrir daginn í dag var öruggt að Magdeburg frá Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson) og pólska liðið Vive Kielce (Haukur Þrastarson) yrðu með í Meistaradeildinni ásamt GOG frá Danmörku, Barcelona frá Spáni, PSG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Aron og Hansen saman í Meistaradeildinni Í dag bættust svo sjö lið í hópinn, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF sem byggði á áliti matsnefndar. Þar af eru fjögur Íslendingalið. Álaborg frá Danmörku, sem tefla mun fram Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni á næstu leiktíð, er þar á meðal þrátt fyrir að hafa misst af danska meistaratitlinum til Viktors Gísla Hallgrímssonar og félaga í GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Fáir þekkja Meistaradeild Evrópu betur en Aron Pálmarsson sem unnið hefur keppnina þrisvar sinnum.Getty Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli fer til í sumar, fékk einnig inngöngu sem og Veszprém, nýja liðið hans Bjarka Más Elíssonar. Hið sama á við um Elverum frá Noregi sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með en Aron Dagur Pálsson leikur ekki með liðinu því hann samdi við Val á dögunum. Hin þrjú liðin eru svo Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Lið Aðalsteins og Óðins komst ekki inn Á meðal þeirra liða sem var hafnað sæti í Meistaradeildinni eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með. Hin voru Granollers frá Spáni, Sporting frá Portúgal, Minaur Baia Mare frá Rúmeníu, Ystad frá Svíþjóð og Motor frá Úkraínu.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira