Hefur óþol fyrir kjaftæði, segir það sem honum finnst og er með einkar þétt handaband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2022 07:01 Grétar Rafn starfaði stuttlega fyrir KSÍ en hefur störf hjá Tottenham Hotspur 1. júlí. Vísir/Vilhelm Grétar Rafn Steinsson var á dögunum ráðinn til enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur þar sem hann mun hafa umsjón með frammistöðu leikmanna liðsins. The Athletic fór í saumana á ferli Grétars Rafns og hvað hann kemur með að borðinu hjá Tottenham. Hinum fertuga Grétari Rafni er lýst sem beinskeyttum einstakling sem hefur óþol fyrir kjaftæði og þá tekur hann svo fast í spaðann á mönnum að þeir eru við það að handarbrotna. Sagan segir að leikmenn Everton hafi fagnað er ekki mátti lengur takast í hendur sökum kórónuveirunnar. Why are #THFC appointing someone who was so senior in Everton's recruitment team?Reaction to the appointment was not entirely positiveBut going bit deeper + looking at Everton situation in context, you can see why Spurs are so excited about their hirehttps://t.co/ufQxE83G5v— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) June 24, 2022 Grétar Rafn starfaði hjá félaginu eftir að ná aðdáunarverðum árangri sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town. Þó það hafi mikið gengið á hjá Everton þá virðist orðspor Grétars Rafns ekki hafa borið skaða af. Hann er nú mættur til Tottenham eftir stutt stopp hjá KSÍ og þó um nýja stöðu sé að ræða hjá félaginu þá má segja að Grétar Rafn verði hálfgerður aðstoðarmaður Fabio Paratici, yfirmanns knattspyrnumála, hjá félaginu. Hann hefur störf 1. júlí næstkomandi og má Tottenham búast við manni sem mun alltaf segja skoðanir sínar, sama þó þær gætu sært einhvern. Eftir að ákveðið var að búa til nýtt stöðugildi þá voru forráðamenn Tottenham fljótir að sækjast eftir undirskrift Grétars Rafns. Mun hann koma að leikmannamálum félagsins sem og íþróttavísindum tengdum aðalliði og akademíu þess. „Hann er maður sem þú getur treyst í einu öllu. Hann er til í að vinna dag og nótt,“ sagði Marcel Brands, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, er Athletic ræddi við hann um Grétar Rafn. Einnig er tekið fram að Grétar Rafn deili sömu hugmyndum og bæði Paratici og Antonio Conte er kemur að þeim leikmönnum sem Tottenham ætti að fá í sínar raðir. Tottenham Hotspur endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Liðið hefur þegar sótt markvörðinn Fraser Forster, Ivan Perišić og Yves Bissouma. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
The Athletic fór í saumana á ferli Grétars Rafns og hvað hann kemur með að borðinu hjá Tottenham. Hinum fertuga Grétari Rafni er lýst sem beinskeyttum einstakling sem hefur óþol fyrir kjaftæði og þá tekur hann svo fast í spaðann á mönnum að þeir eru við það að handarbrotna. Sagan segir að leikmenn Everton hafi fagnað er ekki mátti lengur takast í hendur sökum kórónuveirunnar. Why are #THFC appointing someone who was so senior in Everton's recruitment team?Reaction to the appointment was not entirely positiveBut going bit deeper + looking at Everton situation in context, you can see why Spurs are so excited about their hirehttps://t.co/ufQxE83G5v— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) June 24, 2022 Grétar Rafn starfaði hjá félaginu eftir að ná aðdáunarverðum árangri sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town. Þó það hafi mikið gengið á hjá Everton þá virðist orðspor Grétars Rafns ekki hafa borið skaða af. Hann er nú mættur til Tottenham eftir stutt stopp hjá KSÍ og þó um nýja stöðu sé að ræða hjá félaginu þá má segja að Grétar Rafn verði hálfgerður aðstoðarmaður Fabio Paratici, yfirmanns knattspyrnumála, hjá félaginu. Hann hefur störf 1. júlí næstkomandi og má Tottenham búast við manni sem mun alltaf segja skoðanir sínar, sama þó þær gætu sært einhvern. Eftir að ákveðið var að búa til nýtt stöðugildi þá voru forráðamenn Tottenham fljótir að sækjast eftir undirskrift Grétars Rafns. Mun hann koma að leikmannamálum félagsins sem og íþróttavísindum tengdum aðalliði og akademíu þess. „Hann er maður sem þú getur treyst í einu öllu. Hann er til í að vinna dag og nótt,“ sagði Marcel Brands, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, er Athletic ræddi við hann um Grétar Rafn. Einnig er tekið fram að Grétar Rafn deili sömu hugmyndum og bæði Paratici og Antonio Conte er kemur að þeim leikmönnum sem Tottenham ætti að fá í sínar raðir. Tottenham Hotspur endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Liðið hefur þegar sótt markvörðinn Fraser Forster, Ivan Perišić og Yves Bissouma.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira