Guðmundur í harðri baráttu um sæti á The Open Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 14:29 Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús freista þess að komast inn á The Open. seth@golf.is Nú stendur yfir lokaúrtökumótið fyrir The Open, opna breska mótið í golfi, og freista tveir Íslendingar þess að komast inn á þetta virta risamót. Haraldur Franklín Magnús varð fyrstur íslenskra karla til að komast inn á The Open þegar hann lenti í öðru sæti á úrtökumóti árið 2018. Það þarf hins vegar allt að ganga upp hjá honum á lokakaflanum í ár til að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast áfram. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er hins vegar í betri stöðu nú þegar verið er að spila seinni hringinn af tveimur. Lokaúrtökumótið fer fram á fjórum völlum samtímis og komast efstu fjórir á hverjum velli áfram á The Open sem fram fer um miðjan júlí. Guðmundur og Haraldur keppa á mótinu á The Prince's vellinum á Englandi. Guðmundur var, þegar þetta er skrifað, að fá örn á áttundu holu og vinna sig upp í 3. sæti en hann er þó jafn sjö öðrum kylfingum þar. Þeir eru samtals á -2 höggum hver en Guðmundur lék fyrri hring mótsins á pari. Gangi vel hjá honum síðustu tíu holurnar á Guðmundur mjög raunhæfa möguleika á að spila á St. Andrews vellinum þegar The Open fer þar fram. Haraldur er samtals á +1 höggi og er í 19. sæti þegar hann á níu holur eftir. Alls eru 288 kylfingar á völlunum fjórum að keppa um sætin sextán sem í boði eru. Gripið er til bráðabana ef þess þarf til að skera úr um það hverjir enda í fjórum efstu sætunum á hverjum velli. Golf Opna breska Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús varð fyrstur íslenskra karla til að komast inn á The Open þegar hann lenti í öðru sæti á úrtökumóti árið 2018. Það þarf hins vegar allt að ganga upp hjá honum á lokakaflanum í ár til að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast áfram. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er hins vegar í betri stöðu nú þegar verið er að spila seinni hringinn af tveimur. Lokaúrtökumótið fer fram á fjórum völlum samtímis og komast efstu fjórir á hverjum velli áfram á The Open sem fram fer um miðjan júlí. Guðmundur og Haraldur keppa á mótinu á The Prince's vellinum á Englandi. Guðmundur var, þegar þetta er skrifað, að fá örn á áttundu holu og vinna sig upp í 3. sæti en hann er þó jafn sjö öðrum kylfingum þar. Þeir eru samtals á -2 höggum hver en Guðmundur lék fyrri hring mótsins á pari. Gangi vel hjá honum síðustu tíu holurnar á Guðmundur mjög raunhæfa möguleika á að spila á St. Andrews vellinum þegar The Open fer þar fram. Haraldur er samtals á +1 höggi og er í 19. sæti þegar hann á níu holur eftir. Alls eru 288 kylfingar á völlunum fjórum að keppa um sætin sextán sem í boði eru. Gripið er til bráðabana ef þess þarf til að skera úr um það hverjir enda í fjórum efstu sætunum á hverjum velli.
Golf Opna breska Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira