Jón biðst velvirðingar á ónákvæmni Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 15:52 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur beðist velvirðingar á ónákvæmni sinni. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biðst velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum um að þungunarrof nái til síðustu viku fram að barnsburði. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata gagnrýndi ráðherran harðlega í samtali við Vísi í morgun. Í skriflegu svari við frétt Vísis biðst Jón velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum. „Frumvarpið sem varð að lögum og var til umræðu í þinginu 2019 nær til viku 22 en í umræðum í þinginu var hreyft við þeim sjónarmiðum að rétturinn til þungunarrofs ætti að ná skilyrðislaust til síðustu viku barnsburðar. Því var ég hjartanlega ósammála,“ segir hann. Þá segist hann vera ósammála því að hversu nálægt var gengið lífvænleika fósturs sem 22 vikur eru skilyrðislaust. „Ég taldi réttara að ganga ekki svo langt því þó að sjálfsákvörðunarréttur kvenna ætti að sjálfsögðu að vera í forgrunni mætti skilyrða að einhverju leyti ástæður þess þegar meðganga er komin svo langt á leið,“ segir Jón. Aðalatriðið sé sem fyrr að réttur kvenna og leghafa á Íslandi til þungunarrofs er mikilvægur og rúmur borið saman við önnur nágrannalönd. „Ég tel mikilvægt að svo verði áfram og um það ríki djúp og góð samstaða í okkar samfélagi og árétta að mér þykir þróun þessara mála í Bandaríkjunum ömurleg og ekki til eftirbreytni,“ segir Jón að lokum. Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata gagnrýndi ráðherran harðlega í samtali við Vísi í morgun. Í skriflegu svari við frétt Vísis biðst Jón velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum. „Frumvarpið sem varð að lögum og var til umræðu í þinginu 2019 nær til viku 22 en í umræðum í þinginu var hreyft við þeim sjónarmiðum að rétturinn til þungunarrofs ætti að ná skilyrðislaust til síðustu viku barnsburðar. Því var ég hjartanlega ósammála,“ segir hann. Þá segist hann vera ósammála því að hversu nálægt var gengið lífvænleika fósturs sem 22 vikur eru skilyrðislaust. „Ég taldi réttara að ganga ekki svo langt því þó að sjálfsákvörðunarréttur kvenna ætti að sjálfsögðu að vera í forgrunni mætti skilyrða að einhverju leyti ástæður þess þegar meðganga er komin svo langt á leið,“ segir Jón. Aðalatriðið sé sem fyrr að réttur kvenna og leghafa á Íslandi til þungunarrofs er mikilvægur og rúmur borið saman við önnur nágrannalönd. „Ég tel mikilvægt að svo verði áfram og um það ríki djúp og góð samstaða í okkar samfélagi og árétta að mér þykir þróun þessara mála í Bandaríkjunum ömurleg og ekki til eftirbreytni,“ segir Jón að lokum.
Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira