Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2022 14:37 Katrín Jakobsdóttir er stödd í Madríd á leiðtogafundi NATO. EPA. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. Katrín er stödd á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Madríd á Spáni. Fundurinn er sögulegur þar sem gengið verður frá formlegu boði til Svía og Finna um að ganga í bandalagið. Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild ríkjanna í gær, eftir fund leiðtoga ríkjanna. Tyrknesk stjórnvöld höfðu farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Málamiðlun náðist á fundinum í gær sem ruddi brautina fyrir aðild Svía og Finna að bandalaginu. Katrín ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann um fundinn í dag. Þar var hún gagnrýnin á þessa framgöngu tyrkneskra stjórnvalda. „Við erum hins vegar búin að fylgjast með ákveðinni atburðarrás þar sem að Tyrkir settu óskyld mál á dagskrá sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ sagði Katrín. „Mér fannst óviðeigandi af Tyrkjum að setja þessi óskyldu mál á dagskrá í tengslum við þetta mál,“ sagði hún enn fremur. Lagði hún þó áherslu á að gott væri að fá bæði Svía og Finna inn í bandalagið. „Ég held að það sé óhætt að segja að það skiptir auðvitað máli að fá þessar þjóðir inn í Atlantshafsbandalagið, sem eru með mjög sterka lýðræðishefð og sterka samfélagsgerð. Bera virðingu fyrir bæði alþjóðalögum og mannréttindum,“ sagði Katrín. Leiðtogar Nato-ríkjanna í Madríd.Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty Images) Eftir að hindrunum Tyrkja var rutt úr vegi segir Katrín að mikill samhljómur hafi verið með aðildarumsóknum Finna og Svía. Eigi að síður vil ég segja það að það var mikill samhljóma stuðningur við þessa aðildarumsókn þessarra tveggja ríkja alveg hringinn í kringum borðið, og ekki bara frá öðrum Norðurlandaþjóðum heldur í raun og veru frá öllum sem sátu við borðið, sagði Katrín sem telur að innganga þessarra ríkja séu merkileg tíðindi, og líklega ekki það sem yfirvöld í Rússlandi stefndu að með innrásinni í Úkraínu. „Það eru auðvitað mjög merkileg tíðindi og örugglega ekki tilgangur Rússa með innrásinni í Úkraínu að stækka Atlantshafsbandalagið með þessum hætti.“ NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tyrkland Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Katrín er stödd á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Madríd á Spáni. Fundurinn er sögulegur þar sem gengið verður frá formlegu boði til Svía og Finna um að ganga í bandalagið. Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild ríkjanna í gær, eftir fund leiðtoga ríkjanna. Tyrknesk stjórnvöld höfðu farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Málamiðlun náðist á fundinum í gær sem ruddi brautina fyrir aðild Svía og Finna að bandalaginu. Katrín ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann um fundinn í dag. Þar var hún gagnrýnin á þessa framgöngu tyrkneskra stjórnvalda. „Við erum hins vegar búin að fylgjast með ákveðinni atburðarrás þar sem að Tyrkir settu óskyld mál á dagskrá sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ sagði Katrín. „Mér fannst óviðeigandi af Tyrkjum að setja þessi óskyldu mál á dagskrá í tengslum við þetta mál,“ sagði hún enn fremur. Lagði hún þó áherslu á að gott væri að fá bæði Svía og Finna inn í bandalagið. „Ég held að það sé óhætt að segja að það skiptir auðvitað máli að fá þessar þjóðir inn í Atlantshafsbandalagið, sem eru með mjög sterka lýðræðishefð og sterka samfélagsgerð. Bera virðingu fyrir bæði alþjóðalögum og mannréttindum,“ sagði Katrín. Leiðtogar Nato-ríkjanna í Madríd.Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty Images) Eftir að hindrunum Tyrkja var rutt úr vegi segir Katrín að mikill samhljómur hafi verið með aðildarumsóknum Finna og Svía. Eigi að síður vil ég segja það að það var mikill samhljóma stuðningur við þessa aðildarumsókn þessarra tveggja ríkja alveg hringinn í kringum borðið, og ekki bara frá öðrum Norðurlandaþjóðum heldur í raun og veru frá öllum sem sátu við borðið, sagði Katrín sem telur að innganga þessarra ríkja séu merkileg tíðindi, og líklega ekki það sem yfirvöld í Rússlandi stefndu að með innrásinni í Úkraínu. „Það eru auðvitað mjög merkileg tíðindi og örugglega ekki tilgangur Rússa með innrásinni í Úkraínu að stækka Atlantshafsbandalagið með þessum hætti.“
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tyrkland Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira