Tiger Woods, McIlroy og fleiri spila við amatöra í beinni Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2022 17:30 Tiger Woods mundar kylfuna á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi á mánudag og þriðjudag. Getty/Christian Petersen Áskrifendur Stöðvar 2 Golf geta í næstu viku tekið forskot á sæluna fyrir Opna breska mótið í golfi með því að horfa á JP McManus Pro-Am mótið, þar sem áhugakylfingar fá að spila með bestu kylfingum heims. Stærsta nafnið á mótinu er Tiger Woods, sem unnið hefur 15 risamót, en á meðal annarra stórkostlegra kylfinga sem áhugakylfingarnir fá að spila með eru Rory McIlroy, Brooks Koepka, Collin Marikawa og Jon Rahm. Kylfingarnir á mótinu hafa alls unnið 46 risamót. Leiknir verða tveir hringir, á mánudag og þriðjudag, eða alls 36 holur. Beinar útsendingar frá mótinu verða á mánudag og þriðjudag frá klukkan 13:30 – 18:30, og hefur Stöð 2 Golf nú tryggt sér sýningarrétt frá mótinu. Mótið fer þannig fram að hver atvinnukylfingur leikur í liði með þremur áhugakylfingum og er keppnin tvíþætt; einstaklings- og liðakeppni. Leikið er á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi. Atvinnukylfingarnir leika alltaf sínum bolta en áhugakylfingarnir sem þeim fylgja fá að nota besta teighögg liðsins hverju sinni, og geta aldrei fengið verri útkomu en par á hverri braut. Lægsta skor kylfings á hverri braut telur fyrir viðkomandi lið í liðakeppninni. Auk bestu kylfinga heims keppa á mótinu menn sem heimamenn koma til með að halda með, eins og Padraig Harrington og Shane Lowry sem og hin írska Leona Maguire sem verður eini atvinnukylfingurinn úr röðum kvenna á mótinu. Hún á það á ferilskránni að hafa verið stigahæsti áhugakylfingur heims í 135 vikur samfleytt, sem er met, og sló í gegn sem nýliði með liði Evrópu á Solheim Cup í fyrra. JP McManus Pro-Am er öðrum þræði góðgerðamót og hafa þegar safnast 140 milljónir evra til styrktar góðgerðamála. Mótið er haldið í tengslum við Opna breska mótið sem fram fer 14.-17. júlí. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Stærsta nafnið á mótinu er Tiger Woods, sem unnið hefur 15 risamót, en á meðal annarra stórkostlegra kylfinga sem áhugakylfingarnir fá að spila með eru Rory McIlroy, Brooks Koepka, Collin Marikawa og Jon Rahm. Kylfingarnir á mótinu hafa alls unnið 46 risamót. Leiknir verða tveir hringir, á mánudag og þriðjudag, eða alls 36 holur. Beinar útsendingar frá mótinu verða á mánudag og þriðjudag frá klukkan 13:30 – 18:30, og hefur Stöð 2 Golf nú tryggt sér sýningarrétt frá mótinu. Mótið fer þannig fram að hver atvinnukylfingur leikur í liði með þremur áhugakylfingum og er keppnin tvíþætt; einstaklings- og liðakeppni. Leikið er á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi. Atvinnukylfingarnir leika alltaf sínum bolta en áhugakylfingarnir sem þeim fylgja fá að nota besta teighögg liðsins hverju sinni, og geta aldrei fengið verri útkomu en par á hverri braut. Lægsta skor kylfings á hverri braut telur fyrir viðkomandi lið í liðakeppninni. Auk bestu kylfinga heims keppa á mótinu menn sem heimamenn koma til með að halda með, eins og Padraig Harrington og Shane Lowry sem og hin írska Leona Maguire sem verður eini atvinnukylfingurinn úr röðum kvenna á mótinu. Hún á það á ferilskránni að hafa verið stigahæsti áhugakylfingur heims í 135 vikur samfleytt, sem er met, og sló í gegn sem nýliði með liði Evrópu á Solheim Cup í fyrra. JP McManus Pro-Am er öðrum þræði góðgerðamót og hafa þegar safnast 140 milljónir evra til styrktar góðgerðamála. Mótið er haldið í tengslum við Opna breska mótið sem fram fer 14.-17. júlí. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira