Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2022 09:38 Eftir nokkur mögur ár í Laxá í Aðaldal hafa væntingar fyrir þetta sumarið verið frekar hófstilltar en það er ekki annað að sjá að Laxá sé að fara fram úr þeim væntingum. undarnfarna daga hafa verið að birtast margar myndir af ánægðum veiðimönnum og stórum löxum við bakka Laxár og það er að heyra á þeim veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga að það sé töluvert líf í ánni. Þeir sem þekkja hana vel segja að þetta sé eitthvað sem hafi ekki sést í mörg ár. Á öllum svæðum sjást vænir laxar og það virðast vera ágætar göngur í ána þrátt fyrir að það sé ennþá júní en Laxá hefur í gegnum árin ekki verið neitt sérstaklega sterk á þessum tíma að núna er eitthvað allt annað uppá teningnum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og vikur en það er frábært að sjá þennan viðsnúning í þessari Drottningu Norðursins. Stangveiði Mest lesið Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Korpa rannsökuð niður í grunninn Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Breyttar veiðireglur á veiðisvæði Iðu Veiði Urriðafoss kominn yfir 100 laxa Veiði 50 laxar á land í Ytri Rangá á morgunvaktinni í gær Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði
undarnfarna daga hafa verið að birtast margar myndir af ánægðum veiðimönnum og stórum löxum við bakka Laxár og það er að heyra á þeim veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga að það sé töluvert líf í ánni. Þeir sem þekkja hana vel segja að þetta sé eitthvað sem hafi ekki sést í mörg ár. Á öllum svæðum sjást vænir laxar og það virðast vera ágætar göngur í ána þrátt fyrir að það sé ennþá júní en Laxá hefur í gegnum árin ekki verið neitt sérstaklega sterk á þessum tíma að núna er eitthvað allt annað uppá teningnum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og vikur en það er frábært að sjá þennan viðsnúning í þessari Drottningu Norðursins.
Stangveiði Mest lesið Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Korpa rannsökuð niður í grunninn Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Breyttar veiðireglur á veiðisvæði Iðu Veiði Urriðafoss kominn yfir 100 laxa Veiði 50 laxar á land í Ytri Rangá á morgunvaktinni í gær Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði