„Við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2022 13:00 Gunnlaugur Sigurjónsson er stjórnarformaður Læknavaktarinnar. Ákvörðun um að færa faglega símaþjónustu læknavaktarinnar til heilsugæslunnar eru kaldar kveðjur til starfsfólks að mati Gunnlaugs Sigurjónssonar stjórnarformanns Læknavaktarinnar sem óttast að stór mistök séu í uppsiglingu. Yfirmenn á Læknavaktinni neyddust til þess að segja upp hátt í þrjátíu hjúkrunarfræðingum vegna ákvörðunar yfirvalda um að færa þjónustuna yfir til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Læknavaktin hefur haldið utan um verkefnið frá 1986. Uppsagnirnar bárust um síðustu mánaðamót og taka gildi mánaðamótin ágúst/september. „Við teljum að þetta mál sé allt vanreifað og við teljum að hvorki ráðuneytið, Sjúkratryggingar né heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins átti sig á eðli og umfangi verkefnisins og við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu.“ Gunnlaugur hefur sérstakar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af þeim 220 þúsund símtölum sem Læknavaktin sinnti í fyrra voru 60 þúsund þeirra frá landsbyggðinni. „Við höfum sérstakar áhyggjur af landsbyggðinni því símanúmerið þjónustar náttúrulega alla landsbyggðina til að fólk nái sambandi við sinn lækni sem er á vakt og um leið er þetta mikilvæg þjónusta til að hlífa læknum á landsbyggðinni á kvöldin og nóttinni við óþarfa truflunum og röskun á nætursvefni.“ Fagleg símaþjónusta Læknavaktarinnar hefur verið opin allan sólarhringinn, allan ársins hring og Gunnlaugur segir að dýrmæt reynsla hafi byggst upp á þeim tíma sem Læknavaktin hefur haldið utan um símsvörun. „Flestir hjúkrunarfræðingarnir okkar eru með áratuga reynslu í þessu og þetta er bara mjög erfitt starf og flókið og svona reynsla er ekki fengin á einni nóttu, ekki á einum mánuði og ekki einu ári þannig að við óttumst að það sé verið að kasta þarna gríðarlega verðmætri reynslu á glæ.“ Gunnlaugur segir að starfsfólkið upplifi að það sé ekki metið að verðleikum. „Það er mikil óánægja með þessa ákvörðun því við teljum okkur hafa sinnt þessu afburðavel í gegnum COVID-faraldurinn og fleiri faraldra; svínaflensuna, mislingafaraldur og fleira. Við höfum alltaf verið vakin og sofin yfir því að veita sem besta þjónustu og bregðast við öllu og okkur finnst þetta svolítið kaldar kveðjur.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00 Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Yfirmenn á Læknavaktinni neyddust til þess að segja upp hátt í þrjátíu hjúkrunarfræðingum vegna ákvörðunar yfirvalda um að færa þjónustuna yfir til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Læknavaktin hefur haldið utan um verkefnið frá 1986. Uppsagnirnar bárust um síðustu mánaðamót og taka gildi mánaðamótin ágúst/september. „Við teljum að þetta mál sé allt vanreifað og við teljum að hvorki ráðuneytið, Sjúkratryggingar né heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins átti sig á eðli og umfangi verkefnisins og við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu.“ Gunnlaugur hefur sérstakar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af þeim 220 þúsund símtölum sem Læknavaktin sinnti í fyrra voru 60 þúsund þeirra frá landsbyggðinni. „Við höfum sérstakar áhyggjur af landsbyggðinni því símanúmerið þjónustar náttúrulega alla landsbyggðina til að fólk nái sambandi við sinn lækni sem er á vakt og um leið er þetta mikilvæg þjónusta til að hlífa læknum á landsbyggðinni á kvöldin og nóttinni við óþarfa truflunum og röskun á nætursvefni.“ Fagleg símaþjónusta Læknavaktarinnar hefur verið opin allan sólarhringinn, allan ársins hring og Gunnlaugur segir að dýrmæt reynsla hafi byggst upp á þeim tíma sem Læknavaktin hefur haldið utan um símsvörun. „Flestir hjúkrunarfræðingarnir okkar eru með áratuga reynslu í þessu og þetta er bara mjög erfitt starf og flókið og svona reynsla er ekki fengin á einni nóttu, ekki á einum mánuði og ekki einu ári þannig að við óttumst að það sé verið að kasta þarna gríðarlega verðmætri reynslu á glæ.“ Gunnlaugur segir að starfsfólkið upplifi að það sé ekki metið að verðleikum. „Það er mikil óánægja með þessa ákvörðun því við teljum okkur hafa sinnt þessu afburðavel í gegnum COVID-faraldurinn og fleiri faraldra; svínaflensuna, mislingafaraldur og fleira. Við höfum alltaf verið vakin og sofin yfir því að veita sem besta þjónustu og bregðast við öllu og okkur finnst þetta svolítið kaldar kveðjur.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00 Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00
Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00