Fjölskyldan fékk viðbjóðsleg skilaboð eftir slaka frammistöðu gegn Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2022 22:00 Úr leik Arsenal og Man City í deildarbikarnum veturinn 2020. Manchester City/Getty Images Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hefur opinberað að barnsmóðir hans og foreldrar hafi fengið ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum eftir slaka frammistöðu hans er Arsenal tapaði gegn Manchester City undir lok árs 2020. Rúnar Alex mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark og fór yfir víðan völl. Þar á meðal var komið inn á frammistöðu hans í 4-1 tapi Arsenal gegn Man City í deildarbikarnum þann 22. desember 2020. Hann hafði farið ágætlega af stað með Arsenal eftir að hafa verið keyptur sumarið áður. Rúnar Alex hafði spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og haldið hreinu tvívegis áður en kom að téðum leik gegn Man City. Hann átti ekki sinn besta leik og viðurkennir það í hlaðvarpinu. Það sem gerðist eftir leik átti hann þó erfiðara með að skilja. Hann sjálfur hafði lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni og eytt Twitter-aðgangi sínum er hann skrifaði undir hjá Arsenal. Almennt var talið að Rúnar Alex hefði eytt Twitter-aðgangi sínum eftir leik en það virðist hafa verið einn stór misskilningur. Er bandbrjálað stuðningsfólk Arsenal leitaði því að Rúnari Alex á samfélagsmiðlum þá annað hvort fannst hann ekki eða það gat ekki haft samband við hann. Því fengu hans nánustu að finna fyrir því. „Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit. Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að þú vonir að börnin hans fái krabbamein,“ sagði Rúnar Alex um það sem gerðist eftir leik. Í kjölfarið á leiknum gegn Man City var Rúnar Alex settur út í kuldann og svo lánaður frá félaginu fyrir síðustu leiktíð. Hann stóð sig með prýði hjá OH Leuven í Belgíu en er nú kominn aftur til Arsenal og er sem stendur á mála hjá félaginu. Hann gæti farið á lán fyrir komandi tímabil en Rúnar Alex kemur einnig inn á það í hlaðvarpinu að hann vilji spila sem flesta leiki, bæði sé hann sú týpa af leikmanni og þá vilji hann eiga sem besta möguleika á að halda landsliðssætinu. Hinn 27 ára gamli Rúnar Alex á að baki 17 A-landsleiki og er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2024. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Rúnar Alex mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark og fór yfir víðan völl. Þar á meðal var komið inn á frammistöðu hans í 4-1 tapi Arsenal gegn Man City í deildarbikarnum þann 22. desember 2020. Hann hafði farið ágætlega af stað með Arsenal eftir að hafa verið keyptur sumarið áður. Rúnar Alex hafði spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og haldið hreinu tvívegis áður en kom að téðum leik gegn Man City. Hann átti ekki sinn besta leik og viðurkennir það í hlaðvarpinu. Það sem gerðist eftir leik átti hann þó erfiðara með að skilja. Hann sjálfur hafði lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni og eytt Twitter-aðgangi sínum er hann skrifaði undir hjá Arsenal. Almennt var talið að Rúnar Alex hefði eytt Twitter-aðgangi sínum eftir leik en það virðist hafa verið einn stór misskilningur. Er bandbrjálað stuðningsfólk Arsenal leitaði því að Rúnari Alex á samfélagsmiðlum þá annað hvort fannst hann ekki eða það gat ekki haft samband við hann. Því fengu hans nánustu að finna fyrir því. „Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit. Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að þú vonir að börnin hans fái krabbamein,“ sagði Rúnar Alex um það sem gerðist eftir leik. Í kjölfarið á leiknum gegn Man City var Rúnar Alex settur út í kuldann og svo lánaður frá félaginu fyrir síðustu leiktíð. Hann stóð sig með prýði hjá OH Leuven í Belgíu en er nú kominn aftur til Arsenal og er sem stendur á mála hjá félaginu. Hann gæti farið á lán fyrir komandi tímabil en Rúnar Alex kemur einnig inn á það í hlaðvarpinu að hann vilji spila sem flesta leiki, bæði sé hann sú týpa af leikmanni og þá vilji hann eiga sem besta möguleika á að halda landsliðssætinu. Hinn 27 ára gamli Rúnar Alex á að baki 17 A-landsleiki og er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2024.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25
Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00