Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2022 13:43 Björgunarmenn leita í rústum byggingar í bænum Serhiivka, um 50 kílómetrum suðvestur af Odessa, í morgun. AP/Nina Lyashonok Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. Rússar hafa gert tugi eldflaugaárása á borgir víðs vegar um Úkraínu undanfarna daga þar sem tugir manna hafa fallið. Nú síðast í gærkvöldi skutu þeir tveimur eldflaugum á bæinn Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa. Flestir þeirra sem féllu voru sofandi í níu hæða fjölbýlishúsi. Fullorðin manneskja og barn féllu síðan þegar eldflaug var skotið á sumarleyfisbúðir í bænum. Þrjátíu og átta manns særðust, þeirra á meðal sex börn, í þessum árásum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði samkomu í Vínarborg í gærkvöldi. Hann sagði Úkraínu hafa varað evrópuríki við því árum saman að verða ekki háðinnflutningi orkugjafa frá Rússlandi. Flæði fjármuna frá Evrópu til kaupa á rússneskum orkugjöfum verði að stöðva nú þegar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogafund NATO á miðvikudag þar sem hann óskaði eftir frekari efnahags- og hernaðarstuðningi bandalagsríkjanna.AP/Manu Fernandez „Í hversu mörg ár höfum við ekki bent á þá staðreynd að Rússar nota gjaldeyristekjur af sölu á gasi og olíu til Vesturlanda gegn þeim sjálfum, gegn öllu samfélagi lýðræðislegra þjóða. Þeir fjármagna öfl klofnings og upplýsingaóreiðu og stjórnmálahreyfingar sem eru á móti sameinaðri Evrópu og skapa þannig vandamál á öllu meginlandinu," sagði Zelenskyy. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Putin reyna að láta stríðið í Úkraínu líta út sem átök milli Rússa og NATO. Það sé fráleitt. Rússar hafi einfaldlega ráðist inn í fullvalda lýðræðisríki sem hafi fullan rétt á að verja sig.AP/John Sibley NATO ríkin samþykktu á leiðtogafundi á miðvikudag að stórauka hernaðarstuðning sinn við Úkraínu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Vladimir Putin Rússlandsforseta vilja láta líta út fyrir að stríðið snúist um átök Rússa við NATO og þess vegna hafi hann ítrekað hótaðbeitingu kjarnorkuvopna. „Þetta stríð snýst um árás Putins á fullkomlega saklaust land með hefðbundnum vopnum, með stórskotaliðsárásum, loftárásum og svo framvegis. Þetta snýst um rétt Úkraínu til að verja sig. Þetta er það sem stríðið snýst um," segir Johnson. Það ætti ekki að láta undan áróðri Putins um að stríðið snúist um átök Rússa við NATO. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Úkraína Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Rússar hafa gert tugi eldflaugaárása á borgir víðs vegar um Úkraínu undanfarna daga þar sem tugir manna hafa fallið. Nú síðast í gærkvöldi skutu þeir tveimur eldflaugum á bæinn Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa. Flestir þeirra sem féllu voru sofandi í níu hæða fjölbýlishúsi. Fullorðin manneskja og barn féllu síðan þegar eldflaug var skotið á sumarleyfisbúðir í bænum. Þrjátíu og átta manns særðust, þeirra á meðal sex börn, í þessum árásum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði samkomu í Vínarborg í gærkvöldi. Hann sagði Úkraínu hafa varað evrópuríki við því árum saman að verða ekki háðinnflutningi orkugjafa frá Rússlandi. Flæði fjármuna frá Evrópu til kaupa á rússneskum orkugjöfum verði að stöðva nú þegar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogafund NATO á miðvikudag þar sem hann óskaði eftir frekari efnahags- og hernaðarstuðningi bandalagsríkjanna.AP/Manu Fernandez „Í hversu mörg ár höfum við ekki bent á þá staðreynd að Rússar nota gjaldeyristekjur af sölu á gasi og olíu til Vesturlanda gegn þeim sjálfum, gegn öllu samfélagi lýðræðislegra þjóða. Þeir fjármagna öfl klofnings og upplýsingaóreiðu og stjórnmálahreyfingar sem eru á móti sameinaðri Evrópu og skapa þannig vandamál á öllu meginlandinu," sagði Zelenskyy. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Putin reyna að láta stríðið í Úkraínu líta út sem átök milli Rússa og NATO. Það sé fráleitt. Rússar hafi einfaldlega ráðist inn í fullvalda lýðræðisríki sem hafi fullan rétt á að verja sig.AP/John Sibley NATO ríkin samþykktu á leiðtogafundi á miðvikudag að stórauka hernaðarstuðning sinn við Úkraínu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Vladimir Putin Rússlandsforseta vilja láta líta út fyrir að stríðið snúist um átök Rússa við NATO og þess vegna hafi hann ítrekað hótaðbeitingu kjarnorkuvopna. „Þetta stríð snýst um árás Putins á fullkomlega saklaust land með hefðbundnum vopnum, með stórskotaliðsárásum, loftárásum og svo framvegis. Þetta snýst um rétt Úkraínu til að verja sig. Þetta er það sem stríðið snýst um," segir Johnson. Það ætti ekki að láta undan áróðri Putins um að stríðið snúist um átök Rússa við NATO.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Úkraína Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent