Mané, Mahrez, Keita og Salah tilnefndir sem bestu knattspyrnumenn Afríku Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 10:00 Sadio Mané kyssir bikarinn sem veittur er sigurvegara Afríkumótsins í knattspyrnu GETTY IMAGES Knattspyrnumaður Afríku verður valinn aftur í ár en fella þurfti niður verðlaunaafhendingar áranna 2020 og 2021 vegna Covid 19 heimsfaraldursins. Tilnefningar til verðlaunanna voru gefnar út í vikunni sem leið Afríska knattspyrnusambandið tilnefndi 30 leikmenn frá 13 löndum Afríku sem koma til greina til þess að hljóta nafnbótina Knattspyrnumaður Afríku árið 2022. Senegalska landsliðið er efsta landsliðið frá Afríku á heimslista FIFA og ríkjandi Afríkumeistarar og á landið flesta fulltrúa á listanum en alls koma fimm leikmenn frá Senegal til greina. Þeirra á meðal er nýjasti leikmaður Bayern München Sadio Mané en hann þykir sigurstranglegur eftir að hafa leitt þjóð sína til sigurs á Afríkumótinu 2021 og verið valinn leikmaður mótsins. 1 3 3 1 2 4 1 1 3 4 1 5 130 players from 13 countries contending to sit on the throne of African football. Your preliminary nominations for the #CAFAwards2022 Player of the Year pic.twitter.com/FZGiM7ugxP— CAF (@CAF_Online) June 30, 2022 Athygli vekur að Ghana, sem er talin ein af stærri knattspyrnuþjóðum álfunnar, á ekki einn leikmann á listanum yfir tilnefnda leikmenn. Liðið komst ekki upp úr riðlakeppni Afríkumótsins á síðasta ári og getur það haft sitt að segja varðandi þá staðreynd að enginn leikmaður Ghana komist á listann. Enska úrvalsdeildin er sú deild sem á flesta leikmenn tilnefnda en átta leikmenn úr deildinni eru tilnefndir eða níu ef talinn er með Sadio Mané sem nýverið skipti frá Liverpool yfir til Bayern München. Á meðal leikmanna úr ensku úvalsdeildinni eru Riyad Mahrez leikmaður Englandsmeistar Manchester City og Mohamed Salah og Naby Keita leikmenn Liverpool sem endaði í öðru sæti. Salah, sem nýverið skrifaði undir nýjan samning við Liverpool, hefur unnið titilinn tvisvar af þremur síðustu skiptum sem verðlaunin hafa verið veitt en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool Sadio Mané vann verðlaunin árið 2019 og er handhafi nafnbótarinnar. Verðlaunin verða veitt fyrir úrslitaleik Afríkumóts kvenna sem fram fer dagana 2. til 30. júlí í Marokkó. Við sama tilefni verða veitt ýmis verðlaun varðandi afríska knattspyrnu og hægt er að lesa sér til um það hér. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Afríska knattspyrnusambandið tilnefndi 30 leikmenn frá 13 löndum Afríku sem koma til greina til þess að hljóta nafnbótina Knattspyrnumaður Afríku árið 2022. Senegalska landsliðið er efsta landsliðið frá Afríku á heimslista FIFA og ríkjandi Afríkumeistarar og á landið flesta fulltrúa á listanum en alls koma fimm leikmenn frá Senegal til greina. Þeirra á meðal er nýjasti leikmaður Bayern München Sadio Mané en hann þykir sigurstranglegur eftir að hafa leitt þjóð sína til sigurs á Afríkumótinu 2021 og verið valinn leikmaður mótsins. 1 3 3 1 2 4 1 1 3 4 1 5 130 players from 13 countries contending to sit on the throne of African football. Your preliminary nominations for the #CAFAwards2022 Player of the Year pic.twitter.com/FZGiM7ugxP— CAF (@CAF_Online) June 30, 2022 Athygli vekur að Ghana, sem er talin ein af stærri knattspyrnuþjóðum álfunnar, á ekki einn leikmann á listanum yfir tilnefnda leikmenn. Liðið komst ekki upp úr riðlakeppni Afríkumótsins á síðasta ári og getur það haft sitt að segja varðandi þá staðreynd að enginn leikmaður Ghana komist á listann. Enska úrvalsdeildin er sú deild sem á flesta leikmenn tilnefnda en átta leikmenn úr deildinni eru tilnefndir eða níu ef talinn er með Sadio Mané sem nýverið skipti frá Liverpool yfir til Bayern München. Á meðal leikmanna úr ensku úvalsdeildinni eru Riyad Mahrez leikmaður Englandsmeistar Manchester City og Mohamed Salah og Naby Keita leikmenn Liverpool sem endaði í öðru sæti. Salah, sem nýverið skrifaði undir nýjan samning við Liverpool, hefur unnið titilinn tvisvar af þremur síðustu skiptum sem verðlaunin hafa verið veitt en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool Sadio Mané vann verðlaunin árið 2019 og er handhafi nafnbótarinnar. Verðlaunin verða veitt fyrir úrslitaleik Afríkumóts kvenna sem fram fer dagana 2. til 30. júlí í Marokkó. Við sama tilefni verða veitt ýmis verðlaun varðandi afríska knattspyrnu og hægt er að lesa sér til um það hér.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira